Meistaradeildin

Fréttamynd

Anderson líklega frá í tvo mánuði

Man. Utd verður án fjölda leikmanna í Meistaradeildinni á morgun en þá sækir United lið Marseille heim í sextán liða úrslitum keppninnar. United verður meðal annars án þeirra Ryan Giggs, Rio Ferdinand og Anderson.

Fótbolti
Fréttamynd

Gennaro Gattuso fær fjögurra leikja bann

Gennaro Gattuso, fyrirliði ítalska liðsins AC Milan, var í dag dæmdur í fjögurra leikja bann fyrir að ráðast á Joe Jordan, aðstoðarmaður Harry Redknapp hjá Tottenham í fyrri leik AC Milan og Tottenham í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Joe Jordan neitar sök

Joe Jordan, aðstoðarþjálfari Tottenham, neitar að hann hafa beitt Gennaro Gattuso, fyrirliða AC Milan, kynþáttaníð.

Fótbolti
Fréttamynd

Fabregas: Við unnum besta fótboltalið sögunnar

Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, var í skýjunum eins og aðrir Arsenal-menn eftir 2-1 sigur á Barcelona í gær í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. David Villa kom Barca í 1-0 en mörk frá Robin van Persie og Andrey Arshavin á lokakafla leiksins tryggðu Arsenal sigurinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Corluka frá í minnst mánuð

Vedran Corluka á von á því að hann verði frá næsta mánuðinn og að hann missi því af síðari leik Tottenham og AC Milan í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Enski boltinn
Fréttamynd

UEFA kærir Gattuso fyrir alvarlega óíþróttamannslega hegðun

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur kært AC Milan manninn Gennaro Gattuso fyrir alvarlega óíþróttamannlega hegðun eftir að ítalski miðjumaðurinn skallaði aðstoðarþjálfara Tottenham eftir Meistaradeildarleik AC Milan og Tottenham á þriðjudagskvöldið. Tottenham vann leikinn 1-0 á San Siro.

Fótbolti
Fréttamynd

Redknapp kemur Jordan til varnar

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, segir að það sé ekki möguleiki að Joe Jordan, aðstoðarmaður sinn, hafi verið með niðrandi ummæli í garð Ítala í leiknum gegn AC Milan á þriðjudagskvöldið.

Fótbolti
Fréttamynd

Dýrustu sætin á úrslitaleik Meistaradeildarinnar kosta 800.000 kr.

Úrslitaleikur Meistaradeildarinnar í fótbolta fer fram á hinum glæsilega Wembley leikvangi í London í maí og þar hafa mörg fyrirtæki og einstaklingar leigt glæsilega aðstöðu í þeim 163 lúxus áhorfendaboxum sem eru til staðar á Wembley. Þeir aðilar sem eru með þessi lúxus áhorfendastæði á leigu allt árið þurfa hinsvegar að greiða sérstaklega ef þeir ætla sér að nýta þessa aðstöðu á úrslitaleiknum og UEFA hefur ákveðið að hvert sæti kosti um 800.000 kr.

Fótbolti
Fréttamynd

Woodgate: Það héldu margir að ég kæmi aldrei aftur

Jonathan Woodgate var ánægður með að fá tækifæri með Tottenham á móti AC Milan í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Woodgate kom inn á sem varamaður eftir að Vedran Corluka meiddist. William Gallas fór í hægri bakvörðinn og Woodgate tók stöðu hans í miðverðinum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Franski landsliðsmarkvörðurinn dreymir um United

Hugo Lloris, markvörður Lyon og franska landsliðsins, segist vera spenntur fyrir því að komast til enska liðsins Manchester United í framtíðinni. United er enn að leita sér að eftirmanni Hollendingsins Edwin van der Sar sem leggur skóna á hilluna í vor.

Enski boltinn
Fréttamynd

Iniesta: Þetta verða klassískar viðureignir

Andres Iniesta, leikmaður Barcelona, hefur hrósað liði Arsenal fyrir leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar og talar um að Barca sé að fara að mæta einu besta liði í heimi á Emirates-leikvanginum í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Wenger: Allir ellefu þurfa að eiga góðan leik

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að allir sínir leikmenn þurfi að spila sinn besta leik ætli Arsenal að slá Barcelona út úr Meistaradeildinni. Liðin mætast í fyrri leiknum í sextán liða úrslitunum á heimavelli Arsenal í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Guardiola: Við erum til í tuskið

Pep Guardiola, stjóri Barcelona, segir að sínir leikmenn verði tilbúnir í hvað sem er ef Arsenal ætlar að beita einhverri hörku í leik liðanna í Meistaradeildinni í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Redknapp vill að UEFA refsi Flamini

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, vill að Knattspyrnusamband Evrópu refsi Mathieu Flamini, leikmanni AC Milan, fyrir tveggja fóta tæklingu sem næstum fótbraut Vedran Corluka í leik liðanna í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Gattuso: Missti stjórn á sjálfum mér

Gennaro Gattuso, fyrirliði AC Milan hefur beðist afsökunar á því að hafa skallað Joe Jordan, aðstoðarþjálfara Tottenham, eftir leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær.

Enski boltinn