Fótbolti

Fabregas: Við unnum besta fótboltalið sögunnar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cesc Fabregas fagnar sigrinum í gær.
Cesc Fabregas fagnar sigrinum í gær. Mynd/AFP
Cesc Fabregas, fyrirliði Arsenal, var í skýjunum eins og aðrir Arsenal-menn eftir 2-1 sigur á Barcelona í gær í fyrri leik liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. David Villa kom Barca í 1-0 en mörk frá Robin van Persie og Andrey Arshavin á lokakafla leiksins tryggðu Arsenal sigurinn.

„Þeir tapa ekki mörgum leikjum og þeir eru að mínu mati besta fótboltalið sögunnar," sagði Cesc Fabregas í viðtali við The Mirror.

„Við erum bara búnir með fyrri hálfleikinn. Að ná því að vinna þennan leik eru góð meðmæli með okkar liði en það nær ekki lengra en það. Við erum búnir að minnka forskot þeirra síðan í fyrra, erum orðnir ári eldri og erum með færri menn í meiðslum," segir Fabregas.

Seinni leikur Arsenal og Barcelona fer fram á Nou Camp eftir þrjár vikur. Barcelona vann seinni leik liðanna í fyrra 4-1 eftir að liðin höfðu gert 2-2 jafntefli í London.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×