Fótbolti

UEFA kærir Gattuso fyrir alvarlega óíþróttamannslega hegðun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gennaro Gattuso og Joe Jordan
Gennaro Gattuso og Joe Jordan Mynd/AFP
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur kært AC Milan manninn Gennaro Gattuso fyrir alvarlega óíþróttamannlega hegðun eftir að ítalski miðjumaðurinn skallaði aðstoðarþjálfara Tottenham eftir Meistaradeildarleik AC Milan og Tottenham á þriðjudagskvöldið. Tottenham vann leikinn 1-0 á San Siro.

Eins og frægt er orðið þá missti hinn blóðheiti Gattuso algjörlega stjórn á sér eftir orðaskipti við Joe Jordan, aðstoðarmann Harry Redknapp. Hann tók Jordan fyrst hálstaki í miðjum leik og skallaði síðan Jordan þegar allt varð vitlaust þegar komið var að því að þakka fyrir leikinn.

Aganefnd UEFA mun taka málið fyrir á mánudaginn kemur en lágmarksrefsing er einn leikur fyrir óíþróttamannslega hegðun og þrír leikir fyrir að ráðast á aðra leikmenn í leik. Bann Gattuso verður þó líklega enn lengra enda er öllum ljóst að UEFA mun taka hart á svona hegðun.

Það er þegar ljóst að Gattuso verður í banni í seinni leiknum á móti Tottenahm sem fer fram á White Hart Lane 9. mars næstkomandi eftir að hann fékk gult spjald í umræddum leik.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×