Meistaradeildin

Fréttamynd

Ekkert vanmat í gangi hjá Chelsea gegn Nordsjælland

Öll spjót standa að Rafael Benítez og Evrópumeistaraliði Chelsea fyrir lokaumferðina í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Enska liðið er með bakið upp við vegg fyrir leikinn gegn danska liðinu Nordsjælland í E-riðli keppninnar. Chelsea þarf á sigri að halda til að komast áfram og treysta á að Juventus tapi.

Fótbolti
Fréttamynd

Gerd Müller treystir sér ekki til að horfa á Messi í kvöld

Lionel Messi getur í kvöld jafnað eða bætt 40 ára markamet þýska markahróksins Gerds Müller. “Der Bomber” skoraði 85 mörk með Bayern München og Vestur Þýskaland í 60 leikjum árið 1972. Messi er kominn með 84 mörk í 85 leikjum. Gerd Müller er 67 ára og glímir við Alzheimer sjúkdóminn og treystir sér ekki til að mæta á leikinn á Nou Camp í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Hulk hótar að fara frá Zenit – ósáttur við þjálfarann

Knattspyrnumaðurinn Hulk er allt annað en sáttur við ástandið í herbúðum Zenit frá St. Pétursborg í Rússlandi. Brasilíumaðurinn er ekki efstur á jólakortalista þjálfarans Luciano Spalletti eftir rifrildi þeirra í leik Zenit gegn AC Milan frá Ítalíu í Meistaradeildinni í gærkvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Vidic hvorki með í kvöld né gegn City

Nemanja Vidic verður ekki í liði Manchester United sem mætir Cluj í lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. United hefur þegar tryggt sér efsta sæti riðilsins.

Fótbolti
Fréttamynd

UEFA gæti gert miklar breytingar á Meistaradeildinni

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, virðist vera langt komið með að gefast upp á Evrópudeildinni því sambandið veltir nú fyrir sér að gera miklar breytingar á Evrópukeppnunum. Þetta kemur fram í viðtali við Michel Platini í frönsku blaði.

Fótbolti
Fréttamynd

Adriano dæmdur í eins leiks bann

Einn umdeildasti leikmaðurinn í Evrópuboltanum í dag, Luiz Adriano, var í dag dæmdur í eins leiks bann í Meistaradeildinni fyrir óheiðarlegan leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Mancini: Ég óttast það ekki að vera rekinn

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur ekki áhyggjur af starfinu sínu þrátt fyrir að annað árið í röð hafi liðinu mistekist að komast í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. City þurfti að vinna Real Madrid á heimavelli í gær til að halda lífi í voninni um að komast áfram en náði aðeins 1-1 jafntefli þrátt fyrir að vera manni fleiri í tuttugu mínútur.

Fótbolti
Fréttamynd

Harðjaxlinum Puyol var ekki kalt

Það var kalt í Moskvu í gær þegar Barcelona spilaði gegn Spartak í Meistaradeildinni. Þeir sem fengu það hlutskipti að sitja á bekknum hjá Barcelona gerðu allt hvað þeir gátu til þess að halda á sér hita.

Fótbolti
Fréttamynd

Luiz Adriano kærður af UEFA

Knattspyrnusamband Evrópu hefur ákveðið að kæra Brasilíumanninn Luiz Adriano fyrir brot á reglum sambandsins um íþróttamannslega framkomu.

Fótbolti
Fréttamynd

Hugrakkur stuðningsmaður Celtic

Það er oftar en ekki reynt að skilja stuðningsmenn liða knattspyrnuliða að. Annars gæti fjandinn verið laus. Einn stuðningsmaður Celtic á leik liðsins gegn Benfica var þó alls óhræddur.

Fótbolti
Fréttamynd

Svona verður Meistaradeildin framreidd á sportstöðvunum í kvöld

Það er mikið um að vera í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld og mikið í húfi hjá mörgum liðum í riðlakeppninni. Alls verða fjórir leikir í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2 og er fyrsti leikurinn á dagskrá kl. 17 þar sem að Zenit St. Petersburg þegar á móti spænska spútnikliðinu Malaga.

Fótbolti
Fréttamynd

Di Matteo rekinn frá Chelsea

Roberto Di Matteo hefur verið rekinn frá Chelsea en síðasti leikur hans var 3-0 tap á móti Juventus í Meistaradeildinni í gær. Chelsea tilkynnti þetta á twitter-síðu sinni og þar segir að félagið muni fljótlega greina frá því hver tekur við liðinu og stjórnar því á móti Manchester City um næstu helgi.

Enski boltinn
Fréttamynd

Benítez á leiðinni á Brúna?

Guardian segir frá því í morgun að forráðamenn Chelsea séu búnir að heyra hljóðið í Rafael Benítez til að athuga það hvort að hann sé tilbúinn að taka við liðinu af Roberto Di Matteo en Chelsea tapaði 0-3 á móti Juventus í gríðarlega mikilvægum leik í Meistaradeildinni í gær.

Enski boltinn