Meistaradeildin

Fréttamynd

Berum mikla virðingu fyrir FH

"Ég ber mikla virðingu fyrir FH og leikmenn mínir vita það. Auðvitað eru meiri gæði í okkar liði en í fótbolta er það oft hungrið sem skilur að. Við verðum að vera tilbúnir að selja okkur dýrt,“ sagði Nenad Bjelica, þjálfari Austria Vín, á blaðamannafundi í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Guardiola brjálaður út í Börsunga

"Ég sagði forsetanum og forráðamönnum Barcelona að ég ætlaði í 6000 km fjarlægð og bað þá um að láta mig í friði. Þeir hafa ekki staðið við orð sín."

Fótbolti
Fréttamynd

Enginn féll á lyfjaprófi í Meistaradeildinni

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, opinberaði í dag skýrslu um þau lyfjapróf sem voru tekin í leikjum Meistaradeildarinnar og Evrópudeildarinnar á síðasta keppnistímabili. Þar kemur fram að enginn knattspyrnumannanna var uppvís að notkun ólöglegra lyfja á leiktíðinni.

Fótbolti
Fréttamynd

FH á leið til Litháen

Íslandsmeistarar FH munu mæta lítháiska liðinu Ekranas í annarri umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Dregið var í morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Cristiano Ronaldo markakóngur Meistaradeildarinnar

Portúgalinn Cristiano Ronaldo skoraði flest mörk í Meistaradeildinni í ár eða 12 mörk í 12 leikjum. Robert Lewandowski hjá Borussia Dortmund var sá eini sem átti raunhæfa möguleika til að ná Ronaldo í úrslitaleiknum á Wembley en tókst ekki að bæta við þau tíu mörk sem hann var búinn að skora.

Fótbolti
Fréttamynd

Allt um úrslitaleikinn hjá Þorsteini Joð og félögum

Bayern München tryggði sér í kvöld sigur í Meistaradeildinni eftir 2-1 sigur á Borussia Dortmund í stórskemmtilegum úrslitaleik á Wembley-leikvanginum í London. Stöð 2 Sport sýndi leikinn í beinni útsendingu og eftir leikinn fóru Þorstein Joð og gestir hans yfir leik allt það helsta í leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Robben: Þetta varð bara að gerast núna

Arjen Robben var hetja Bayern München í kvöld en hann skoraði sigurmark liðsins aðeins mínútu fyrir leikslok í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley-leikvanginum í London. Robben lagði einnig upp fyrra mark liðsins í leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Bæjarar fagna sigri í Meistaradeildinni - myndir

Bayern München tryggði sér í kvöld sigur í Meistaradeildinni með því að vinna 2-1 sigur á Borussia Dortmund í úrslitaleik á Wembley-leikvanginum í London. Fögnuður liðsmanna Bayern var mikill í leikslok enda höfðu margir leikmenn liðsins þurfta að sætta við tvö töp í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á síðustu þremur árum.

Fótbolti
Fréttamynd

Hummels: Við vorum orðnir þreyttir í lokin

Mats Hummels spilaði í miðri vörn Borussia Dortmund í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í kvöld en var ekki hundrað prósent og það sást. Hann var til dæmis víðsfjarri þegar Arjen Robben skoraði sigurmark Bayern mínútu fyrir leikslok.

Fótbolti
Fréttamynd

Heynckes í hóp með Mourinho og fleiri góðum

Jupp Heynckes, þjálfari Bayern München, stýrði liði sínu til sigurs í Meistaradeildinni í kvöld en liðið vann þá 2-1 sigur á Borussia Dortmund í úrslitaleik á Wembley-leikvanginum í London. Hollendingurinn Arjen Robben skoraði sigurmarkið mínútu fyrir leikslok.

Fótbolti
Fréttamynd

Robben tryggði Bayern sigur í Meistaradeildinni

Hollendingurinn Arjen Robben var hetja Bayern München í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á Wembley-leikvanginum í London. Bayern München vann 2-1 sigur á Borussia Dortmund og er Evrópumeistari meistaraliða í fimmta sinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Jürgen Klopp, þjálfari Dortmund: Stærsti leikur lífs míns

Jürgen Klopp, þjálfari þýska liðsins Borussia Dortmund, er kominn með lið í fyrsta sinn í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Lærisveinar hans mæta Bayern München í úrslitaleik á Wembley í kvöld. Klopp kallaði fram hlátur á blaðamannafundi fyrir leikinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Gummi Ben fékk Fjörtoft til að spá í leikinn

Guðmundur Benediktsson er staddur út í London í tilefni af úrslitaleik Meistaradeildarinnar en Borussia Dortmund og Bayern München mætast á Wembley í kvöld. Guðmundur hitti Jan Åge Fjörtoft, knattspyrnusérfræðing Sky German og Visat, og fékk Norðmanninn til þess að spá í leikinn fyrir Vísi.

Fótbolti
Fréttamynd

Gummi Ben hitti hressa stuðningsmenn Dortmund

Þýsku liðin Borussia Dortmund og Bayern München mætast í kvöld í úrslitaleik Meistaradeildarinnar sem fer fram á Wembley-leikvanginum í London. Guðmundur Benediktsson er í London en hann mun lýsa leiknum á Stöð 2 Sport í kvöld. Leikurinn hefst klukkan 18.45 en á undan verður Þorsteinn Joð með upphitunarþátt fyrir þennan sögulega leik í knattspyrnusögu Þýskalands.

Fótbolti
Fréttamynd

Á Dortmund einhverja möguleika?

Bayern sýndi mátt sinn og megin þegar liðið rassskellti stjörnum prýtt lið Barcelona og liðið mætir Dortmund í úrslitaleik á Wembley í dag. Pressan er samt öll á Bæjurum, sem hafa tapað tveimur úrslitaleikjum á þremur árum.

Fótbolti
Fréttamynd

Líka keppni á milli erkifjendanna Adidas og Puma

Þýsku liðin Bayern München og Borussia Dortmund spila til úrslita í Meistaradeildinni á Wembley á morgun en þetta er í fyrsta sinn sem tvö þýsk lið spila til úrslita í keppninni. Þetta verður ekki bara einvígi liðanna tveggja heldur bíða tveir stórir íþróttavöruframleiðendur spenntir eftir úrslitunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Fær Evrópudeildin Meistaradeildarsæti?

Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, mun tilkynna það á morgun, hvort að sigurvegarar í Evrópudeildinni vinni sér í framtíðinni sæti í Meistaradeildinni árið eftir. Þessi breyting er til umræðu sem hluti af þeirri viðleitni sambandsins að auka mikilvægi og áhuga á Evrópudeildinni.

Fótbolti