Þýski boltinn

Fréttamynd

Arjen Robben kýldi liðsfélaga sinn

Hollenski landsliðsmaðurinn Arjen Robben var allt annað en ánægður með liðsfélaga sinn Thomas Müller þrátt fyrir 3-1 sigur Bayern München gegn Werder Bremen um helgina í efstu deild þýsku knattspyrnunnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Gylfi Þór og félagar eru úr leik í þýsku bikarkeppninni

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans úr Hoffenheim eru úr leik í þýsku bikarkeppninni eftir 1-0 tap á útivelli gegn Energie Cottbus í kvöld. Gylfi var í byrjunarliði Hoffenheim en hann skoraði í gegn Gladbach í 2-0 sigri Hoffenheim þegar liðið tryggði sér sæti í átta liða úrslitum keppninnar. Ryan Babel, fyrrum leikmaður Liverpool, lék með Gylfa í framlínu Hoffenheim í fyrsta sinn frá því hann kom frá enska liðinu.

Sport
Fréttamynd

Þjálfari Gylfa: Jafntefli sanngjörn úrslit

Marco Pezzaiuoli, þjálfari Hoffenheim, telur að 2-2 jafntefli við St. Pauli í þýsku deildinni hafi verið sanngjörn. Gylfi Þór Sigurðsson lék síðustu tuttugu mínútur leiksins og náði David Alaba að jafna leikinn fyrir Hoffenheim á 90. mínútu.

Fótbolti
Fréttamynd

Nistelrooy aftur til Real Madrid?

Þýska tímaritið Kicker segir frá því um helgina að Real Madrid vilji fá Ruud van Nistelrooy aftur til félagsins. Hollenski markahrókurinn er meira en til í það.

Fótbolti
Fréttamynd

Umboðsmaður Klose segir að Real Madrid hafi áhuga

Real Madrid hefur áhuga á því að fá til sín þýska framherjann Miroslav Klose hjá Bayern Munchen en félagið leitar nú að framherja í staðinn fyrir Argentínumanninn Gonzalo Higuain sem verður frá út þetta tímabil vegna meiðsla.

Fótbolti
Fréttamynd

Arabískt lið vill fá Nistelrooy

Hollenski framherjinn hjá Hamburg, Ruud Van Nistelrooy, gæti söðlað um eftir tímabilið og samið við lið í Sádi Arabíu. Hann fengi fyrir vikið vænan seðil.

Fótbolti
Fréttamynd

Ribery tekur fagnandi á móti nýju ári

Árið 2010 var ekki gott fyrir franska knattspyrnumanninn Franck Ribery. Innan vallar gekk ekki vel og hann var þess utan mikið meiddur. Utan vallar lenti hann síðan í kynlífshneyksli.

Fótbolti
Fréttamynd

Subotic ekki til sölu

Forráðamenn þýska úrvalsdeildarfélagsins Borussia Dortmund hafa tekið það skýrt fram að varnarmaðurinn Nevan Subotic sé ekki til sölu.

Fótbolti
Fréttamynd

Gylfi Þór: Sprakk út eftir stjóraskiptin í fyrra

Gylfi Þór Sigurðsson lenti í því annað árið í röð að lið hans skipti um þjálfara um leið og hann var búinn að vinna sér fast sæti í byrjunarliðinu. Hann raðaði inn mörkum eftir stjóraskipti Reading á síðustu leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Marco Pezzaiuoli hækkaður um tign - Nýr aðalþjálfari Gylfa

Marco Pezzaiuoli hefur verið ráðinn nýr aðalþjálfari Hoffenheim í Þýskaland en með liðinu leikur íslenski landsliðsmaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson. Ralf Rangnick var þjálfari en sagði upp vegna óánægju með þá ákvörðun félagsins að selja Luiz Gustavo til FC Bayern.

Fótbolti
Fréttamynd

Almeida ákvað að fara til Tyrklands

Portúgalski framherjinn Hugo Almeida hefur ákveðið að skipta um félag þessi jólin því tyrkneska liðið Besiktas er búið að kaupa hann frá þýska liðinu Werder Bremen. Kaupverðið er 2 milljónir evra.

Fótbolti
Fréttamynd

Neuer orðaður við FC Bayern og Man. Utd

Þýski markvörðurinn Manuel Neuer virðist vera á förum frá Schalke en hann hefur hingað til ekki viljað skrifa undir nýjan samning við félagið en núverandi samningur rennur út árið 2012. Það þýðir að Schalke verður helst að selja hann næsta sumar ef hann fæst ekki til þess að skrifa undir nýjan samning.

Fótbolti