Þýski boltinn Dortmund missti niður 2-0 forystu og tapaði stigum | Gott fyrir Bayern Borussia Dortmund tapaði dýrmætum stigum í kvöld í baráttunni við Bayern München um þýska meistaratitilinn í fótbolta þegar liðið gerði 4-4 jafntefli á heimavelli á móti Stuttgart. Dortmund missti niður 2-0 forystu og lenti 2-3 undir en virtist vera að tryggja sér 4-3 sigur þegar Stuttgart skoraði jöfnunarmark í blálokin. Fótbolti 30.3.2012 20:33 Bayern München opnar knattspyrnuakademíu í Japan Asískir leikmenn gera það gott í þýska boltanum þessa dagana og forráðamenn FC Bayern virðast hafa mikla trú á leikmönnum frá Japan því þeir ætla að opna knattspyrnuakademíu nærri Hiroshima. Fótbolti 29.3.2012 08:59 Bayern mun ekki selja lykilmenn Forráðamenn FC Bayern eru að byggja upp sterkt lið sem ætlar sér stóra hluti á næstu árum og félagið tekur því ekki í mál að selja leikmenn frá félaginu til annarra stórliða í Evrópu. Fótbolti 28.3.2012 10:55 Strákar, markið er þarna! Stuðningsmenn þýska knattspyrnuliðsins Magdeburg eru orðnir þreyttir á markaleysi liðsins í vetur og hafa nú ákveðið að hjálpa liðinu við að skora. Fótbolti 27.3.2012 14:16 Bayern vill fá Huntelaar Hollenski framherjinn Klaas-Jan Huntelaar hefur verið sjóðheitur í búningi Schalke í vetur og skorað 40 mörk í 39 leikjum. Það er því eðlilega mikill áhugi á honum frá öðrum liðum. Fótbolti 26.3.2012 10:17 Markaveisla hjá Dortmund í síðari hálfleik Borussia Dortmund styrkti stöðu sína á toppi þýsku deildarinnar með fimm marka útisigri á Köln, 6-1. Fótbolti 25.3.2012 18:14 Huntelaar skaut Schalke í þriðja sætið Klaas-Jan Huntelaar var hetja Schalke er liðið lagði Leverkusen 2-0 á Veltins-leikvanginum í dag. Hollendingurinn skoraði bæði mörk liðsins. Fótbolti 24.3.2012 20:03 Bayern München minnkaði forskot Dortmund Bayern München vann 2-1 sigur á Hannover 96 á Allianz-leikvanginum í München í dag. Forskot Dortmund á toppnum er því aðeins tvö stig en þýsku meistararnir sækja Köln heim á morgun. Fótbolti 24.3.2012 17:27 Þjálfari Hoffenheim: Ég reikna með því að fá Gylfa aftur í sumar Gylfi Þór Sigurðsson hefur vakið mikla athygli fyrir frábæra frammistöðu sína í ensku úrvalsdeildinni eftir áramót og í framhaldinu hafa spekingar og fjölmiðlamenn verið að velta því fyrir sér að hann fari í stærra lið í ensku úrvalsdeildinni á næstu tímabili. Enski boltinn 23.3.2012 13:32 Vonandi fyrst til að vinna Margrét Lára Viðarsdóttir komst í gær í undanúrslit Meistaradeildarinnar með þýska liðinu Turbine Potsdam. Margrét Lára spilaði sinn fyrsta leik eftir meiðsli og vill ekki tjá sig um umdeild ummæli þjálfara síns hjá Potsdam. Fótbolti 22.3.2012 21:29 Bayern skoraði "bara" sex mörk í kvöld Bayern München hélt markaveislu sinni áfram í dag þegar liðið vann 6-0 stórsigur á útivelli á móti Hertha Berlin í þýsku úrvalsdeildinni. Bayern hafði skorað sjö mörk í síðustu tveimur leikjum á undan, á móti Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni (7-1) og í seinni leiknum á móti Basel (7-0) í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 17.3.2012 20:06 Elísabet og Sigurður Ragnar svara gagnrýni þjálfara Margrétar Láru Vefsíðan fótbolti.net segir frá því í dag að Margrét Lára Viðarsdóttir sé umræðuefni í sænska staðarblaðinu í Kristianstad vegna ummæla Bernd Schröder þjálfara hennar hjá þýska liðinu Turbine Potsdam. Schröder er óánægður með ástandið á landsliðsframherjanum en Margrét Lára er meidd og gat ekki spilað með Turbine Potsdam í fyrri leik liðsins í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 17.3.2012 12:04 Ibisevic reyndist fyrrum samherjum sínum illa Bosníumaðurinn Venad Ibisevic skoraði bæði mörk Stuttgart sem lagði Hoffenheim að velli 2-1 á útivelli í kvöld. Ibisevic gekk til liðs við Stuttgart frá Hoffenheim í janúar. Fótbolti 16.3.2012 21:59 Guerrero dæmdur í átta leikja bann Perúmaðurinn Paolo Guerrero, leikmaður Hamburg, var í dag dæmdur í átta leikja bann fyrir glórulaust brot á markverði Stuttgart. Fótbolti 6.3.2012 12:59 Tæklaði markvörðinn út við hornfána Paolo Guerrero, leikmaður Hamburg í Þýskalandi, gerði sig sekan um óþarfa hrottaskap í leik Hamburg og Stuttgart um helgina. Fótbolti 5.3.2012 14:40 Heynckes tekur á sig ábyrgðina á slæmu gengi Bayern Hinn 66 ára gamli þjálfari Bayern Munchen, Jupp Heynckes, hefur axlað ábyrgð á slöku gengi liðsins upp á síðkastið og viðurkennir að óttast að missa starfið takist Bayern ekki að slá Basel út úr Meistaradeildinni. Fótbolti 5.3.2012 13:28 Bayern á ekki möguleika á titlinum Christian Nerlinger, yfirmaður íþróttamála hjá þýska stórliðinu Bayern München, segir að félagið eigi ekki lengur á að vinna þýska meistaratitilinn í vor. Fótbolti 4.3.2012 16:17 Gladbach missteig sig í toppbaráttunni Gladbach tapaði í dag dýrmætum stigum í toppbaráttu þýsku úrvalsdeildarinar er liðið mátti sætta sig við tap gegn Nürnberg á útivelli, 1-0. Fótbolti 4.3.2012 18:40 Sjö stiga forysta Dortmund í Þýskalandi Dortmund stefnir að því að vinna sinn annan meistaratitil í röð í Þýskalandi en liðið er nú með sjö stiga forystu á toppi deildarinnar eftir 2-1 sigur á Mainz í dag. Fótbolti 3.3.2012 19:33 Loksins sigur hjá Herthu Berlín | Leverkusen vann Bayern Hertha Berlin vann loksins sigur í þýsku úrvalsdeildinni eftir sex tapleiki í röð og tólf leiki í röð án sigurs. Liðið vann Werder Bremen í dag, 1-0. Fótbolti 3.3.2012 16:40 Höness segir fjölmiðla hafa eyðilagt leikstíl Robben Uli Höness, forseti Bayern München, er æfur út í þýska fjölmiðlamenn því hann vill meina að Hollendingurinn Arjen Robben hafi breytt leikstíl sínum vegna gagnrýni fjölmiðlamanna. Fótbolti 28.2.2012 17:12 Þrjár þýskar landsliðskonur yfirgefa Turbine Potsdam í vor Turbine Potsdam, lið Margrétar Láru Viðarsdóttur, tapaði dýrmætum stigum um helgina þegar liðið gerði 1-1 jafntefli á heimavelli á móti botnliði Bayer Leverkusen en það voru fréttirnar eftir leikinn sem voru þó enn meira áfall fyrir félagið. Fótbolti 28.2.2012 13:46 Stuðningsmenn Kaiserslautern með Hitler-bendingar Stjórn þýska félagsins Kaiserslautern hefur tekið fast á máli sem kom upp á æfingu félagsins í gær. Þá mættu nokkrir einstaklingar á æfingu liðsins og móðguðu Ísraelann Itay Shecter, leikmann félagsins. Fótbolti 27.2.2012 16:59 Sjöundi sigur Dortmund í röð Robert Lewandowski skoraði tvisvar fyrir Dortmund sem lagði Hannover 96 í þýska boltanum í dag. Með sigrinum náði Dortmund fjögurra stiga forskoti á Bayern München sem lagði Schalke af velli fyrr í dag. Fótbolti 26.2.2012 20:49 Bæjarar með öruggan sigur á Schalke | Ribery með bæði Bayern München andar ofan í hálsmálið á Borussia Dortmund í baráttunni um þýska meistaraskjöldinn. Bæjarar unnu þægilegan 2-0 sigur á Schalke í stórleik dagsins. Frank Ribery skoraði bæði mörk liðsins. Fótbolti 26.2.2012 16:22 Gladbach missteig stig | Gott gengi Hamburg heldur áfram Borussia Mönchengladbach tapaði mikilvægum stigum í titilbaráttunni í Þýskalandi með 1-1 jafntefli gegn Hamburg á heimavelli í gær. Fótbolti 25.2.2012 12:32 Turbine Potsdam tapaði óvænt stigum í fyrsta leik Margrétar Láru Margrét Lára Viðarsdóttir og félagar hennar í 1. FFC Turbine Potsdam töpuðu óvænt stigum í dag þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Hamburger SV í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta en þetta var fyrsti leikur liðsins eftir vetrarfrí. Fótbolti 22.2.2012 15:59 Fyrsti leikur Margrétar Láru með Turbine Potsdam er í dag Margrét Lára Viðarsdóttir og nýju félagar hennar í Turbine Potsdam spila í dag sinn fyrsta leik eftir vetrarfrí þegar liðið sækir Hamburger SV heim. Turbine Potsdam er á toppi deildarinnar en Hamburger SV er í næstneðsta sæti. Fótbolti 22.2.2012 11:42 Raul kominn með 400 mörk | Schalke burstaði Wolfsburg Spánverjinn Raul skoraði sitt 400. mark á ferlinum í 4-0 sigri Schalke á Wolfsburg á sunnudag. Þá skoraði Hollendingurinn Klaas Jan Huntelaar tvö mörk auk þess að brenna af vítaspyrnu. Fótbolti 20.2.2012 00:15 Otto Rehhagel ráðinn nýr þjálfari Hertha Berlin Þýska knattspyrnuliðið Hertha Berlin réði í dag nýjan knattspyrnustjóra í brúna en hinn margreyndi Otto Rehhagel verður næsti stjóri liðsins. Fótbolti 19.2.2012 15:36 « ‹ 79 80 81 82 83 84 85 86 87 … 116 ›
Dortmund missti niður 2-0 forystu og tapaði stigum | Gott fyrir Bayern Borussia Dortmund tapaði dýrmætum stigum í kvöld í baráttunni við Bayern München um þýska meistaratitilinn í fótbolta þegar liðið gerði 4-4 jafntefli á heimavelli á móti Stuttgart. Dortmund missti niður 2-0 forystu og lenti 2-3 undir en virtist vera að tryggja sér 4-3 sigur þegar Stuttgart skoraði jöfnunarmark í blálokin. Fótbolti 30.3.2012 20:33
Bayern München opnar knattspyrnuakademíu í Japan Asískir leikmenn gera það gott í þýska boltanum þessa dagana og forráðamenn FC Bayern virðast hafa mikla trú á leikmönnum frá Japan því þeir ætla að opna knattspyrnuakademíu nærri Hiroshima. Fótbolti 29.3.2012 08:59
Bayern mun ekki selja lykilmenn Forráðamenn FC Bayern eru að byggja upp sterkt lið sem ætlar sér stóra hluti á næstu árum og félagið tekur því ekki í mál að selja leikmenn frá félaginu til annarra stórliða í Evrópu. Fótbolti 28.3.2012 10:55
Strákar, markið er þarna! Stuðningsmenn þýska knattspyrnuliðsins Magdeburg eru orðnir þreyttir á markaleysi liðsins í vetur og hafa nú ákveðið að hjálpa liðinu við að skora. Fótbolti 27.3.2012 14:16
Bayern vill fá Huntelaar Hollenski framherjinn Klaas-Jan Huntelaar hefur verið sjóðheitur í búningi Schalke í vetur og skorað 40 mörk í 39 leikjum. Það er því eðlilega mikill áhugi á honum frá öðrum liðum. Fótbolti 26.3.2012 10:17
Markaveisla hjá Dortmund í síðari hálfleik Borussia Dortmund styrkti stöðu sína á toppi þýsku deildarinnar með fimm marka útisigri á Köln, 6-1. Fótbolti 25.3.2012 18:14
Huntelaar skaut Schalke í þriðja sætið Klaas-Jan Huntelaar var hetja Schalke er liðið lagði Leverkusen 2-0 á Veltins-leikvanginum í dag. Hollendingurinn skoraði bæði mörk liðsins. Fótbolti 24.3.2012 20:03
Bayern München minnkaði forskot Dortmund Bayern München vann 2-1 sigur á Hannover 96 á Allianz-leikvanginum í München í dag. Forskot Dortmund á toppnum er því aðeins tvö stig en þýsku meistararnir sækja Köln heim á morgun. Fótbolti 24.3.2012 17:27
Þjálfari Hoffenheim: Ég reikna með því að fá Gylfa aftur í sumar Gylfi Þór Sigurðsson hefur vakið mikla athygli fyrir frábæra frammistöðu sína í ensku úrvalsdeildinni eftir áramót og í framhaldinu hafa spekingar og fjölmiðlamenn verið að velta því fyrir sér að hann fari í stærra lið í ensku úrvalsdeildinni á næstu tímabili. Enski boltinn 23.3.2012 13:32
Vonandi fyrst til að vinna Margrét Lára Viðarsdóttir komst í gær í undanúrslit Meistaradeildarinnar með þýska liðinu Turbine Potsdam. Margrét Lára spilaði sinn fyrsta leik eftir meiðsli og vill ekki tjá sig um umdeild ummæli þjálfara síns hjá Potsdam. Fótbolti 22.3.2012 21:29
Bayern skoraði "bara" sex mörk í kvöld Bayern München hélt markaveislu sinni áfram í dag þegar liðið vann 6-0 stórsigur á útivelli á móti Hertha Berlin í þýsku úrvalsdeildinni. Bayern hafði skorað sjö mörk í síðustu tveimur leikjum á undan, á móti Hoffenheim í þýsku úrvalsdeildinni (7-1) og í seinni leiknum á móti Basel (7-0) í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 17.3.2012 20:06
Elísabet og Sigurður Ragnar svara gagnrýni þjálfara Margrétar Láru Vefsíðan fótbolti.net segir frá því í dag að Margrét Lára Viðarsdóttir sé umræðuefni í sænska staðarblaðinu í Kristianstad vegna ummæla Bernd Schröder þjálfara hennar hjá þýska liðinu Turbine Potsdam. Schröder er óánægður með ástandið á landsliðsframherjanum en Margrét Lára er meidd og gat ekki spilað með Turbine Potsdam í fyrri leik liðsins í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fótbolti 17.3.2012 12:04
Ibisevic reyndist fyrrum samherjum sínum illa Bosníumaðurinn Venad Ibisevic skoraði bæði mörk Stuttgart sem lagði Hoffenheim að velli 2-1 á útivelli í kvöld. Ibisevic gekk til liðs við Stuttgart frá Hoffenheim í janúar. Fótbolti 16.3.2012 21:59
Guerrero dæmdur í átta leikja bann Perúmaðurinn Paolo Guerrero, leikmaður Hamburg, var í dag dæmdur í átta leikja bann fyrir glórulaust brot á markverði Stuttgart. Fótbolti 6.3.2012 12:59
Tæklaði markvörðinn út við hornfána Paolo Guerrero, leikmaður Hamburg í Þýskalandi, gerði sig sekan um óþarfa hrottaskap í leik Hamburg og Stuttgart um helgina. Fótbolti 5.3.2012 14:40
Heynckes tekur á sig ábyrgðina á slæmu gengi Bayern Hinn 66 ára gamli þjálfari Bayern Munchen, Jupp Heynckes, hefur axlað ábyrgð á slöku gengi liðsins upp á síðkastið og viðurkennir að óttast að missa starfið takist Bayern ekki að slá Basel út úr Meistaradeildinni. Fótbolti 5.3.2012 13:28
Bayern á ekki möguleika á titlinum Christian Nerlinger, yfirmaður íþróttamála hjá þýska stórliðinu Bayern München, segir að félagið eigi ekki lengur á að vinna þýska meistaratitilinn í vor. Fótbolti 4.3.2012 16:17
Gladbach missteig sig í toppbaráttunni Gladbach tapaði í dag dýrmætum stigum í toppbaráttu þýsku úrvalsdeildarinar er liðið mátti sætta sig við tap gegn Nürnberg á útivelli, 1-0. Fótbolti 4.3.2012 18:40
Sjö stiga forysta Dortmund í Þýskalandi Dortmund stefnir að því að vinna sinn annan meistaratitil í röð í Þýskalandi en liðið er nú með sjö stiga forystu á toppi deildarinnar eftir 2-1 sigur á Mainz í dag. Fótbolti 3.3.2012 19:33
Loksins sigur hjá Herthu Berlín | Leverkusen vann Bayern Hertha Berlin vann loksins sigur í þýsku úrvalsdeildinni eftir sex tapleiki í röð og tólf leiki í röð án sigurs. Liðið vann Werder Bremen í dag, 1-0. Fótbolti 3.3.2012 16:40
Höness segir fjölmiðla hafa eyðilagt leikstíl Robben Uli Höness, forseti Bayern München, er æfur út í þýska fjölmiðlamenn því hann vill meina að Hollendingurinn Arjen Robben hafi breytt leikstíl sínum vegna gagnrýni fjölmiðlamanna. Fótbolti 28.2.2012 17:12
Þrjár þýskar landsliðskonur yfirgefa Turbine Potsdam í vor Turbine Potsdam, lið Margrétar Láru Viðarsdóttur, tapaði dýrmætum stigum um helgina þegar liðið gerði 1-1 jafntefli á heimavelli á móti botnliði Bayer Leverkusen en það voru fréttirnar eftir leikinn sem voru þó enn meira áfall fyrir félagið. Fótbolti 28.2.2012 13:46
Stuðningsmenn Kaiserslautern með Hitler-bendingar Stjórn þýska félagsins Kaiserslautern hefur tekið fast á máli sem kom upp á æfingu félagsins í gær. Þá mættu nokkrir einstaklingar á æfingu liðsins og móðguðu Ísraelann Itay Shecter, leikmann félagsins. Fótbolti 27.2.2012 16:59
Sjöundi sigur Dortmund í röð Robert Lewandowski skoraði tvisvar fyrir Dortmund sem lagði Hannover 96 í þýska boltanum í dag. Með sigrinum náði Dortmund fjögurra stiga forskoti á Bayern München sem lagði Schalke af velli fyrr í dag. Fótbolti 26.2.2012 20:49
Bæjarar með öruggan sigur á Schalke | Ribery með bæði Bayern München andar ofan í hálsmálið á Borussia Dortmund í baráttunni um þýska meistaraskjöldinn. Bæjarar unnu þægilegan 2-0 sigur á Schalke í stórleik dagsins. Frank Ribery skoraði bæði mörk liðsins. Fótbolti 26.2.2012 16:22
Gladbach missteig stig | Gott gengi Hamburg heldur áfram Borussia Mönchengladbach tapaði mikilvægum stigum í titilbaráttunni í Þýskalandi með 1-1 jafntefli gegn Hamburg á heimavelli í gær. Fótbolti 25.2.2012 12:32
Turbine Potsdam tapaði óvænt stigum í fyrsta leik Margrétar Láru Margrét Lára Viðarsdóttir og félagar hennar í 1. FFC Turbine Potsdam töpuðu óvænt stigum í dag þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við Hamburger SV í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta en þetta var fyrsti leikur liðsins eftir vetrarfrí. Fótbolti 22.2.2012 15:59
Fyrsti leikur Margrétar Láru með Turbine Potsdam er í dag Margrét Lára Viðarsdóttir og nýju félagar hennar í Turbine Potsdam spila í dag sinn fyrsta leik eftir vetrarfrí þegar liðið sækir Hamburger SV heim. Turbine Potsdam er á toppi deildarinnar en Hamburger SV er í næstneðsta sæti. Fótbolti 22.2.2012 11:42
Raul kominn með 400 mörk | Schalke burstaði Wolfsburg Spánverjinn Raul skoraði sitt 400. mark á ferlinum í 4-0 sigri Schalke á Wolfsburg á sunnudag. Þá skoraði Hollendingurinn Klaas Jan Huntelaar tvö mörk auk þess að brenna af vítaspyrnu. Fótbolti 20.2.2012 00:15
Otto Rehhagel ráðinn nýr þjálfari Hertha Berlin Þýska knattspyrnuliðið Hertha Berlin réði í dag nýjan knattspyrnustjóra í brúna en hinn margreyndi Otto Rehhagel verður næsti stjóri liðsins. Fótbolti 19.2.2012 15:36
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent