Ítalski boltinn

Fréttamynd

Mourinho og Adriano vinir á ný

Vandræðagemlingurinn Adriano hefur náð sáttum við þjálfara sinn hjá Inter, Jose Mourinho. Þetta sagði Gilmar Rinaldi, umboðsmaður leikmannsins, í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

AC Milan á toppinn á Ítalíu

Stjörnulið AC Milan komst í gærkvöld á toppinn í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu í fyrsta skipti í vetur eftir 1-0 sigur á Napoli á heimavelli. Gestirnir voru lengi aðeins með 10 menn á vellinum eftir brottvísun í fyrri hálfleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Adriano er áfram úti í kuldanum

Brasilíski framherjinn Adriano hjá Inter Milan er enn úti í kuldanum hjá þjálfara sínum Jose Mourinho. Hann er ekki í leikmannahópi liðsins fyrir leikinn gegn botnliði Reggina á morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Totti nær ekki 400. leiknum um helgina

Stórlið Roma á Ítalíu hefur verið í bullandi vandræðum í A-deildinni í haust og liðið fékk þau slæmu tíðindi í dag að fyrirliðinn Francesco Totti yrði ekki með gegn Juventus á morgun vegna meiðsla.

Fótbolti
Fréttamynd

Milan hefur Beckham-viðræður í dag

Varaforseti AC Milan segir að félagið muni í dag setjast að samningaborði við fulltrúa David Beckham með það fyrir augum að ganga formlega frá lánssamningi hans frá LA Galaxy eftir áramótin.

Fótbolti
Fréttamynd

Spalletti segir sökina sína

Luciano Spalletti, þjálfari Roma, tekur á sig sökina á slakri byrjun Roma á tímabilinu. Eftir að hafa barist um meistaratitilinn á síðustu leiktíð er Roma nú aðeins stigi frá fallsæti.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho rak Adriano af æfingu

Jose Mourinho þjálfari Inter setur leikmönnum sínum strangar reglur og í morgun rak hann framherjann Adriano af æfingu fyrir að koma of seint.

Fótbolti
Fréttamynd

Eggjum kastað í Rómverja

Hörðustu stuðningsmenn Roma á Ítalíu hafa fengið sig fullsadda af lélegu gengi liðsins í upphafi leiktíðar ef marka má fréttir frá Róm í morgun.

Fótbolti
Fréttamynd

Loksins sigur hjá Juventus

Juventus vann í dag sinn fyrsta sigur í ítölsku úrvalsdeildinni síðan 21. september er liðið lagði granna sína í Torino með einu marki gegn engu.

Fótbolti
Fréttamynd

Capello talaði máli Beckham hjá Milan

Enskir fjölmiðlar halda því fram í dag að það hafi verið Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englendinga, sem sá til þess að David Beckham yrði lánaður til AC Milan í vetur.

Fótbolti
Fréttamynd

Zanetti: Getum unnið alla

Javier Zanetti, fyrirliði Inter, telur að liðið geti unnið hvaða andstæðing sem er eftir 4-0 sigurinn á Roma í gær. Inter slátraði Roma í viðureign toppliða síðasta tímabils.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldinho skoraði tvö í sigri Milan

Brasilíumaðurinn Ronaldinho skoraði tvívegis fyrir lið sitt AC Milan í dag þegar það lagði Sampdoria 3-0 á San Siro. Mikil meiðsli í herbúðum Milan komu ekki í veg fyrir öruggan sigur liðsins en á sama tíma tapaði topplið Lazio 3-1 fyrir Bologna.

Fótbolti
Fréttamynd

Roma og Lazio þurfa nýjan heimavöll

Gianni Alemanno, borgarstjóri í Róm, segir að knattspyrnuliðin Roma og Lazio þurfi brátt að yfirgefa Ólympíuleikvanginn í borginni og reisa sína eigin leikvanga.

Fótbolti