Ítalski boltinn

Fréttamynd

Ancelotti áfram hjá Milan

Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, staðfesti í dag að Carlo Ancelotti yrði áfram við stjórnvölinn hjá félaginu á næstu leiktíð. Mikil óvissa hefur verið um framtíð Ancelotti í vetur en þeirri óvissu hefur nú verið eytt.

Fótbolti
Fréttamynd

Adriano horfinn

Það er mikil dramatík í kringum brasilíska framherjann Adriano sem fyrr. Hann skilaði sér ekki á tilsettum tíma til Inter eftir landsleikjahléið og það nær enginn í hann. Umboðsmaður hans segist ekki einu sinni vita hvar hann sé niðurkominn.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho líkir sér við Jesús

Það eru fleiri en Davíð Oddsson sem líkja sér við Jesús Krist þessa dagana. Portúgalski þjálfarinn Jose Mourinho hjá Inter gerði það nú síðast í ítölskum spjallþætti.

Fótbolti
Fréttamynd

Beckham: Búinn að lækka fituprósentuna sína úr 13,7 í 8,5

David Beckham mun væntanlega leika sinn 109.landsleik fyrir England á laugardaginn þegar enska landsliðið mætir Slóvökum í vináttulandsleik. Menn í Englandi eru nú farnir að velta því fyrir sér hvort Beckham eigi möguleika á að bæta landsleikjamet Peter Shilton sem lék 125 landsleiki á sínum tíma.

Fótbolti
Fréttamynd

Vandamál Maxwell er Mourinho

Umboðsmaður brasilíska bakvarðarins Maxwell hjá Inter vandar þjálfara félagsins, Jose Mourinho, ekki kveðjurnar og skilur ekkert í því af hverju Mourinho noti ekki leikmanninn.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldinho latur á æfingum

Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, er allt annað en ánægður með frammistöðu Brasilíumannsins Ronaldinho á æfingum ef marka má ítalska blaðið Il Giornale.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho orðinn heiðursdoktor

Jose Mourinho getur nú kallað sig Dr. Jose Mourinho eftir að hann varð heiðursdoktor við Tækniháskóla Lissabon í heimalandi sínu, Portúgal.

Fótbolti
Fréttamynd

Cassano sendir Lippi tóninn

Marcello Lippi, landsliðsþjálfari Ítalíu, sniðgekk framherjann Antonio Cassano enn eina ferðina er hann tilkynnti landsliðshóp sinn í dag. Kom það mörgum á óvart enda hefur Cassano verið það heitur að mjög erfitt var að ganga fram hjá honum.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus rúllaði yfir Roma

Tveir leikir fóru fram í ítalska boltanum í dag. Catania vann óvæntan sigur á Lazio og svo rúllaði Juventus liði Roma upp á Ólympíuleikvanginum í Róm.

Fótbolti
Fréttamynd

Adriano aftur í hundakofann?

Ítalska blaðið Corriere Dello Sport greinir frá því í dag að framherjinn skemmtanalglaði Adriano sé nú enn og aftur kominn í hundakofann hjá Jose Mourinho þjálfara eftir að hafa farið út á lífið í leyfisleysi.

Fótbolti
Fréttamynd

Stuðningsmaður Genoa úr lífshættu

Stuðningsmaður ítalska liðsins Genoa sem varð undir liðsrútu Fiorentina eftir deildarleik liðanna í síðasta mánuði er kominn úr lífshættu að sögn ítalskra fjölmiðla.

Fótbolti
Fréttamynd

Abramovich ekki að kaupa Sampdoria

Forráðamenn ítalska félagsins Sampdoria hafa hafnað fréttum þess efnis að Rússinn Roman Abramovich sé við það að kaupa félagið. Rússinn er einnig eigandi Chelsea.

Fótbolti
Fréttamynd

Abbiati úr leik hjá Milan

Markvörðurinn Christian Abbiati hjá AC Milan leikur ekki meira með liðinu á leiktíðinni vegna hnémeiðsla sem hann varð fyrir í leik um helgina.

Fótbolti