Ítalski boltinn

Fréttamynd

Amauri tilbúinn að spila fyrir Ítalíu

Brasilíumaðurinn Amauri hjá Juventus bíður nú eftir því að fá ítalskt ríkisfang en það mun ganga í gegn í september. Framherjinn segist þá vera tilbúinn að spila fyrir ítalska landsliðið ef landsliðsþjálfarinn Lippi vilji nota sig.

Fótbolti
Fréttamynd

Ef ekki Dzeko þá Adebayor

Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, hefur staðfest að ef félaginu takist ekki að fá Edin Dzeko frá Wolfsburg muni það reyna að lokka Emmanuel Adebayor frá Arsenal til Ítalíu.

Fótbolti
Fréttamynd

Fer Reyes næst til Roma?

Hinn víðförli knattspyrnumaður Jose Antonio Reyes hefur hugsanlega enn ein vistaskiptin í sumar en hann er orðaður við Roma þessa dagana.

Fótbolti
Fréttamynd

Shevchenko heitur fyrir Roma

Framtíð Úkraínumannsins Andriy Shevchenko er enn óráðin. Hann er kominn aftur til Chelsea úr láni frá AC Milan en Sheva á eitt ár eftir af samningi sínum við enska liðið.

Fótbolti
Fréttamynd

Pirlo blæs á sögusagnirnar um Chelsea

Miðjumaðurinn Andrea Pirlo er á meðal þeirra leikmanna AC Milan sem undanfarið hafa verið sterklega orðir við endurfundi við fyrrum þjálfara sinn Carlo Ancelotti hjá Chelsea. Raunar var haft eftir Pirlo í írska dagblaðinu Independent að hann hefði mikinn áhuga á að fara til Chelsea.

Fótbolti
Fréttamynd

90 milljónir fyrir Zlatan

Massimo Moratti, forseti Inter á Ítalíu, segir að Svíinn Zlatan Ibrahimovic sé ekki falur fyrir minna en 90 milljónir evra en leikmaðurinn er sagður vilja fara frá félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Maldini gæti fylgt Ancelotti til Chelsea

Eftir að Carlo Ancelotti var kynntur til sögunnar sem nýr knattspyrnustjóri Chelsea hafa fjölmargir leikmenn AC Milan verið orðaðir við Lundúnafélagið og nægir í því samhengi að nefna Andrea Pirlo, Clarence Seedorf, Pato og Gennaro Gattuso.

Fótbolti
Fréttamynd

Meistaradeildarmedalíu Riise stolið

Norðmaðurinn John Arne Riise þarf sárlega að eyða smá peningum í þjófavarnarkerfi því það er búið að brjótast inn hjá honum og ræna hann í annað sinn á nokkrum árum.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus vill skipta á Trezeguet og Elano

Franski framherjinn David Trezeguet virðist ekki eiga framtíð hjá Juventus en ítalska félagið reynir nú að nota hann sem gjaldmiðil til þess að fá leikmenn í staðinn fyrir hann.

Fótbolti
Fréttamynd

David Trezeguet líklega á förum frá Juventus

Franski framherjinn David Trezeguet er líklega á förum frá Juventus eftir tíu ára veru hjá Tórínóborgarfélaginu. Hinn 31 árs gamli Trezeguet meiddist á nára í upphafi síðasta keppnistímabils og var lengi frá vegna meiðslanna.

Sport
Fréttamynd

Kaká ákveður sig fljótlega

Framhaldssögu sumarsins gæti lokið á mánudag þegar Brasilíumaðurinn Kaká mun líklega gefa upp hvort hann ætli sér að vera áfram hjá AC Milan eða fara til Real Madrid.

Fótbolti
Fréttamynd

Berlusconi sárbændi Kaká að fara ekki

Silvio Berlusconi, eigandi AC Milan og forsætisráðherra Ítalíu, sárbændi Kaká um að vera áfram hjá félaginu. Kaká hefur boðað til blaðamannafundar á mánudaginn þar sem búist er við því að hann staðfesti samning sinn við Real Madrid.

Fótbolti
Fréttamynd

Ciro Ferrara tekur við Juventus

Hinn 42 ára gamli Ciro Ferrara hefur verið ráðinn þjálfari Juventus. Hann tók við stjórninni af Claudi Ranieri þegar hann var rekinn undir lok leiktíðar og hefur nú verið ráðinn til frambúðar.

Fótbolti
Fréttamynd

Berlusconi tilbúinn að berjast um Ronaldo

Silvio Berlusconi, eigandi AC Milan, er þekktur fyrir að hafa munninn fyrir neðan nefið en hann tilkynnti í viðtali á sjónvarpsstöðinni Mediaset í kvöld að hann væri tilbúinn að berjast við Real Madrid um kaup á Portúgalanum Cristiano Ronaldo hjá Manchester United.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho bara rétt að byrja á leikmannamarkaðnum

Ítalska úrvalsdeildarfélagið Inter frá Mílanóborg hefur þegar tryggt sér þjónustu leikmannanna Thiago Motta og Diego Milito fyrir næsta keppnistímabil, en knattspyrnustjórinn José Mourinho staðfesti í viðtali við Gazzetta dello Sport að hann vilji fá alla vega þrjá leikmenn til viðbótar í sumar.

Fótbolti