Ítalski boltinn Ítalski boltinn: Lærisveinar Mourinho lögðu Catania Það var mikið sagt í blöðunum fyrir leik Ítalíumeistara Inter og Catania. Það var svo gert út um málin á San Siro í kvöld. Fótbolti 24.10.2009 20:41 Mario Balotelli sagður vera undir smásjá Arsenal Samkvæmt heimildum breska götublaðsins The Sun er knattspyrnustjórinn Arsene Wenger hjá Arsenal sagður vera mikill aðdáandi framherjans efnilega Mario Balotelli hjá Inter og njósnarar frá Arsenal eru sagðir hafa verið tíðir gestir á leikjum Ítalíumeistaranna undanfarið. Fótbolti 23.10.2009 15:57 Stankovic verður boðinn nýr samningur Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum í morgun þá ætlar Inter að bjóða Dejan Stankovic nýjan samning við félagið sem myndi gilda til ársins 2013. Fótbolti 23.10.2009 08:45 Pandev fer til Inter Ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að framherjinn Goran Pandev muni yfirgefa herbúðir Lazio og fara til Ítalíumeistara Inter. Fótbolti 23.10.2009 08:34 Pato ætlar ekki að yfirgefa Milan Brasilíumaðurinn ungi, Alexandre Pato, fór á kostum gegn Real Madrid í Meistaradeildinni og skoraði tvö mörk í glæstum sigri AC Milan. Fótbolti 23.10.2009 07:58 Vieri hættur og farinn í mál við Inter fyrir að hlera símann sinn Gamla markamaskínan Christian Vieri er í málaferlum við Inter þessa dagana og segist ekki hafa neinn áhuga á því að spila fótbolta lengur. Fótbolti 22.10.2009 13:18 Mourinho hugsar bara um að rífa kjaft Portúgalinn Jose Mourinho virðist fara óstjórnlega mikið í taugarnar á mörgum á Ítalíu og sá nýjasti til þess að senda honum sneið er framkvæmdastjóri Catania, Pietro Lo Monaco. Fótbolti 22.10.2009 12:50 Seedorf: Beckham á að fara á HM Hollendingurinn Clarence Seedorf segir það ekki eiga að vera neitt álitamál hvort David Beckham eigi að fara á HM með Englandi eður ei. Fótbolti 20.10.2009 11:04 Ronaldinho átti loksins góðan leik Brasilíumaðurinn Ronaldinho hristi loksins af sér slenið um helgina og átti virkilega góðan leik er AC Milan lagði Roma, 2-1. Hann skoraði meira að segja annað marka Milan. Fótbolti 19.10.2009 10:34 Loksins sigur hjá Milan AC Milan vann í kvöld sinn fyrsta sigur í tæpan mánuð í ítölsku úrvalsdeildinni er liðið lagði Roma á heimavelli, 2-1. Fótbolti 18.10.2009 23:15 Engir ítalskir leikmenn sagðir tilnefndir Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum eru engir ítalskir leikmenn meðal þeirra sem eru tilnefndir til Gullboltans svokallaða, verðlaunin sem France Football veitir knattspyrnumanni ársins í Evrópu. Fótbolti 17.10.2009 13:33 United og City enn sterklega orðuð við Maicon Samkvæmt heimildum Daily Mirror er Brasilíumaðurinn Maicon hjá Inter nú bitbein á milli Manchester United og Manchester City en bæði félögin hafa hugsað sér að leggja fram kauptilboð í bakvörðinn þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar. Fótbolti 16.10.2009 12:53 Ronaldinho: Ítalska deildin er erfiðari en sú spænska Brasilíski snillingurinn Ronaldinho hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit síðan hann gekk í raðir AC Milan í júlí í fyrra á 18,5 milljónir evra. Fótbolti 15.10.2009 16:35 Juventus að vinna kapphlaupið um De Rossi? Samkvæmt heimildum Corriere dello Sport er Juventus nú í bílstjórasætinu með að hreppa ítalska landsliðsmanninn Daniele De Rossi hjá Roma en miðjumaðurinn varð afar ósáttur þegar knattspyrnustjórinn Luciano Spalletti hætti hjá Rómarborgarfélaginu. Fótbolti 15.10.2009 13:05 Maicon orðaður við City Brasilíumaðurinn Maicon er í dag orðaður við Manchester City í enskum fjölmiðlum en hann er á mála hjá Inter á Ítalíu. Enski boltinn 13.10.2009 11:04 Ronaldinho fékk gyllta fótinn Þótt ótrúlegt megi virðast þá tekur Brasilíumaðurinn Ronaldinho við verðlaunum í kvöld. Hann hefur nefnilega unnið gyllta fótinn fyrir árið 2009. Fótbolti 12.10.2009 20:36 Cannavaro: Fjölmiðlar kýldu mig í punginn Ítalski landsliðsmaðurinn, Fabio Cannavaro, segir að ítalskir fjölmiðlar hafi gengið allt of langt í umfjöllun sinni þegar hann féll á lyfjaprófi. Hann hefur nú verið hreinsaður af ásökunum. Fótbolti 12.10.2009 15:43 Muntari ánægður hjá Inter - ekkert heyrt frá Tottenham Miðjumaðurinn Sulley Muntari hjá Inter hefur þverneitað því að hann sé á förum frá félaginu en leikmaðurinn hefur verið sterklega orðaður við endurkomu í enska boltann þegar félagaskiptaglugginn í janúar opnar. Fótbolti 9.10.2009 14:57 Lombardo: Margt líkt með Sampdoria nú og árið 1991 Attilio Lombardo, fyrrum leikmaður Sampdoria og ítalska landsliðsins, hrósar knattspyrnustjóranum Luigi Del Neri og lærisveinum hans í Sampdoria í nýlegu viðtali við Primocanale en Sampdoria er sem stendur á toppi ítölsku serie A-deildarinnar ásamt Inter. Fótbolti 9.10.2009 12:02 Moratti: Ekkert búnir að tala við Lazio út af Pandev Ítalskir fjölmiðlar eru uppfullir af sögusögnum um að Ítalíumeistarar Inter séu á eftir makedónska landsliðsframherjanum Goran Pandev hjá Lazio. Fótbolti 8.10.2009 13:49 AC Milan neitar því að vera á eftir Adriano Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að AC Milan sé að skipuleggja óvænt boð í brasilíska framherjann Adriano sem hætti hjá erkifjendunum í Inter fyrr á þessu ári. Fótbolti 8.10.2009 10:55 Jovetic: Sannur heiður að vera orðaður við United Nafn framherjans unga Stevan Jovetic hjá Fiorentina var á flestra vörum eftir 2-0 sigur ítalska liðsins gegn Liverpool á dögunum þar sem Svartfellingurinn skoraði bæði mörkin. Fótbolti 8.10.2009 11:08 Albanskur olíufursti orðaður við yfirtöku á AC Milan Albanski kaupsýslumaðurinn og olíufurstinn Rezart Taci hefur látið hafa eftir sér að hann hafi átt fund með Silvio Berlusconi eiganda AC Milan um möguleg kaup á ítalska liðinu. Fótbolti 7.10.2009 15:31 Cavani: Draumur að spila með Juventus eða Chelsea Framherjinn Edinson Cavani hefur slegið í gegn með Palermo síðan hann kom til félagsins árið 2007 en þessi 22 ára gamli landsliðsmaður Úrúgvæ setur stefnuna enn lengra. Fótbolti 7.10.2009 13:02 Cesar neitar því að vera á leiðinni til United Sögusagnir í ítölskum fjölmiðlum um helgina gáfu í skyn að markvörðurinn Julio Cesar hjá Inter væri líklega á leiðinni til Manchester United þegar félagaskiptaglugginn í janúar opnar. Fótbolti 7.10.2009 12:51 Mutu vann áfangasigur í áfrýjun sinni gegn Chelsea Framherjinn Adrian Mutu hjá Fiorentina hefur staðið í ströngu vegna ákæru á hendur honum þar sem alþjóða knattspyrnusambandið FIFA ályktaði í maí á síðasta ári að hann skildi greiða fyrrum félagi sínu Chelsea skaðabætur upp á 15,78 milljónir punda. Fótbolti 6.10.2009 17:38 Donadoni rekinn frá Napoli Ítalska úrvalsdeildarfélagið Napoli rak í dag Roberto Donadoni úr starfi þjálfara og réði Walter Mazzarri í hans stað. Fótbolti 6.10.2009 12:59 Lokahóf knattspyrnumanna fer fram í kvöld Verðlaun og viðurkenningar fyrir keppnistímabilið 2009 verða afhentar hátíðlega samkomu knattpyrnumanna í kvöld en herlegheitin fara fram í Háskólabíói. Fótbolti 5.10.2009 14:43 Leonardo, þjálfari AC Milan: Ég ætla ekki að gefast upp Það er óhætt að segja að það sé orðið heitt undir Brasilíumanninum Leonardo sem stýrir stórliði AC Milan. Liðið mætir Atalanta á útivelli í ítölsku deildinni og það gæti orðið síðasta tækifærið fyrir Leonardo að bjarga starfinu sínu. Fótbolti 3.10.2009 22:14 Sneijder bjargaði öllum stigunum fyrir Mourinho Hollendingurinn Wesley Sneijder skoraði sigurmark Inter Milan í uppbótartíma þegar liðið vann 2-1 sigur á sjóðheitu liði Udinese í ítölsku deildinni í kvöld. Markið kom Inter í toppsæti deildarinnar. Fótbolti 3.10.2009 20:57 « ‹ 152 153 154 155 156 157 158 159 160 … 201 ›
Ítalski boltinn: Lærisveinar Mourinho lögðu Catania Það var mikið sagt í blöðunum fyrir leik Ítalíumeistara Inter og Catania. Það var svo gert út um málin á San Siro í kvöld. Fótbolti 24.10.2009 20:41
Mario Balotelli sagður vera undir smásjá Arsenal Samkvæmt heimildum breska götublaðsins The Sun er knattspyrnustjórinn Arsene Wenger hjá Arsenal sagður vera mikill aðdáandi framherjans efnilega Mario Balotelli hjá Inter og njósnarar frá Arsenal eru sagðir hafa verið tíðir gestir á leikjum Ítalíumeistaranna undanfarið. Fótbolti 23.10.2009 15:57
Stankovic verður boðinn nýr samningur Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum í morgun þá ætlar Inter að bjóða Dejan Stankovic nýjan samning við félagið sem myndi gilda til ársins 2013. Fótbolti 23.10.2009 08:45
Pandev fer til Inter Ítalskir fjölmiðlar greina frá því í dag að framherjinn Goran Pandev muni yfirgefa herbúðir Lazio og fara til Ítalíumeistara Inter. Fótbolti 23.10.2009 08:34
Pato ætlar ekki að yfirgefa Milan Brasilíumaðurinn ungi, Alexandre Pato, fór á kostum gegn Real Madrid í Meistaradeildinni og skoraði tvö mörk í glæstum sigri AC Milan. Fótbolti 23.10.2009 07:58
Vieri hættur og farinn í mál við Inter fyrir að hlera símann sinn Gamla markamaskínan Christian Vieri er í málaferlum við Inter þessa dagana og segist ekki hafa neinn áhuga á því að spila fótbolta lengur. Fótbolti 22.10.2009 13:18
Mourinho hugsar bara um að rífa kjaft Portúgalinn Jose Mourinho virðist fara óstjórnlega mikið í taugarnar á mörgum á Ítalíu og sá nýjasti til þess að senda honum sneið er framkvæmdastjóri Catania, Pietro Lo Monaco. Fótbolti 22.10.2009 12:50
Seedorf: Beckham á að fara á HM Hollendingurinn Clarence Seedorf segir það ekki eiga að vera neitt álitamál hvort David Beckham eigi að fara á HM með Englandi eður ei. Fótbolti 20.10.2009 11:04
Ronaldinho átti loksins góðan leik Brasilíumaðurinn Ronaldinho hristi loksins af sér slenið um helgina og átti virkilega góðan leik er AC Milan lagði Roma, 2-1. Hann skoraði meira að segja annað marka Milan. Fótbolti 19.10.2009 10:34
Loksins sigur hjá Milan AC Milan vann í kvöld sinn fyrsta sigur í tæpan mánuð í ítölsku úrvalsdeildinni er liðið lagði Roma á heimavelli, 2-1. Fótbolti 18.10.2009 23:15
Engir ítalskir leikmenn sagðir tilnefndir Samkvæmt ítölskum fjölmiðlum eru engir ítalskir leikmenn meðal þeirra sem eru tilnefndir til Gullboltans svokallaða, verðlaunin sem France Football veitir knattspyrnumanni ársins í Evrópu. Fótbolti 17.10.2009 13:33
United og City enn sterklega orðuð við Maicon Samkvæmt heimildum Daily Mirror er Brasilíumaðurinn Maicon hjá Inter nú bitbein á milli Manchester United og Manchester City en bæði félögin hafa hugsað sér að leggja fram kauptilboð í bakvörðinn þegar félagaskiptaglugginn opnar í janúar. Fótbolti 16.10.2009 12:53
Ronaldinho: Ítalska deildin er erfiðari en sú spænska Brasilíski snillingurinn Ronaldinho hefur ekki náð að sýna sitt rétta andlit síðan hann gekk í raðir AC Milan í júlí í fyrra á 18,5 milljónir evra. Fótbolti 15.10.2009 16:35
Juventus að vinna kapphlaupið um De Rossi? Samkvæmt heimildum Corriere dello Sport er Juventus nú í bílstjórasætinu með að hreppa ítalska landsliðsmanninn Daniele De Rossi hjá Roma en miðjumaðurinn varð afar ósáttur þegar knattspyrnustjórinn Luciano Spalletti hætti hjá Rómarborgarfélaginu. Fótbolti 15.10.2009 13:05
Maicon orðaður við City Brasilíumaðurinn Maicon er í dag orðaður við Manchester City í enskum fjölmiðlum en hann er á mála hjá Inter á Ítalíu. Enski boltinn 13.10.2009 11:04
Ronaldinho fékk gyllta fótinn Þótt ótrúlegt megi virðast þá tekur Brasilíumaðurinn Ronaldinho við verðlaunum í kvöld. Hann hefur nefnilega unnið gyllta fótinn fyrir árið 2009. Fótbolti 12.10.2009 20:36
Cannavaro: Fjölmiðlar kýldu mig í punginn Ítalski landsliðsmaðurinn, Fabio Cannavaro, segir að ítalskir fjölmiðlar hafi gengið allt of langt í umfjöllun sinni þegar hann féll á lyfjaprófi. Hann hefur nú verið hreinsaður af ásökunum. Fótbolti 12.10.2009 15:43
Muntari ánægður hjá Inter - ekkert heyrt frá Tottenham Miðjumaðurinn Sulley Muntari hjá Inter hefur þverneitað því að hann sé á förum frá félaginu en leikmaðurinn hefur verið sterklega orðaður við endurkomu í enska boltann þegar félagaskiptaglugginn í janúar opnar. Fótbolti 9.10.2009 14:57
Lombardo: Margt líkt með Sampdoria nú og árið 1991 Attilio Lombardo, fyrrum leikmaður Sampdoria og ítalska landsliðsins, hrósar knattspyrnustjóranum Luigi Del Neri og lærisveinum hans í Sampdoria í nýlegu viðtali við Primocanale en Sampdoria er sem stendur á toppi ítölsku serie A-deildarinnar ásamt Inter. Fótbolti 9.10.2009 12:02
Moratti: Ekkert búnir að tala við Lazio út af Pandev Ítalskir fjölmiðlar eru uppfullir af sögusögnum um að Ítalíumeistarar Inter séu á eftir makedónska landsliðsframherjanum Goran Pandev hjá Lazio. Fótbolti 8.10.2009 13:49
AC Milan neitar því að vera á eftir Adriano Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að AC Milan sé að skipuleggja óvænt boð í brasilíska framherjann Adriano sem hætti hjá erkifjendunum í Inter fyrr á þessu ári. Fótbolti 8.10.2009 10:55
Jovetic: Sannur heiður að vera orðaður við United Nafn framherjans unga Stevan Jovetic hjá Fiorentina var á flestra vörum eftir 2-0 sigur ítalska liðsins gegn Liverpool á dögunum þar sem Svartfellingurinn skoraði bæði mörkin. Fótbolti 8.10.2009 11:08
Albanskur olíufursti orðaður við yfirtöku á AC Milan Albanski kaupsýslumaðurinn og olíufurstinn Rezart Taci hefur látið hafa eftir sér að hann hafi átt fund með Silvio Berlusconi eiganda AC Milan um möguleg kaup á ítalska liðinu. Fótbolti 7.10.2009 15:31
Cavani: Draumur að spila með Juventus eða Chelsea Framherjinn Edinson Cavani hefur slegið í gegn með Palermo síðan hann kom til félagsins árið 2007 en þessi 22 ára gamli landsliðsmaður Úrúgvæ setur stefnuna enn lengra. Fótbolti 7.10.2009 13:02
Cesar neitar því að vera á leiðinni til United Sögusagnir í ítölskum fjölmiðlum um helgina gáfu í skyn að markvörðurinn Julio Cesar hjá Inter væri líklega á leiðinni til Manchester United þegar félagaskiptaglugginn í janúar opnar. Fótbolti 7.10.2009 12:51
Mutu vann áfangasigur í áfrýjun sinni gegn Chelsea Framherjinn Adrian Mutu hjá Fiorentina hefur staðið í ströngu vegna ákæru á hendur honum þar sem alþjóða knattspyrnusambandið FIFA ályktaði í maí á síðasta ári að hann skildi greiða fyrrum félagi sínu Chelsea skaðabætur upp á 15,78 milljónir punda. Fótbolti 6.10.2009 17:38
Donadoni rekinn frá Napoli Ítalska úrvalsdeildarfélagið Napoli rak í dag Roberto Donadoni úr starfi þjálfara og réði Walter Mazzarri í hans stað. Fótbolti 6.10.2009 12:59
Lokahóf knattspyrnumanna fer fram í kvöld Verðlaun og viðurkenningar fyrir keppnistímabilið 2009 verða afhentar hátíðlega samkomu knattpyrnumanna í kvöld en herlegheitin fara fram í Háskólabíói. Fótbolti 5.10.2009 14:43
Leonardo, þjálfari AC Milan: Ég ætla ekki að gefast upp Það er óhætt að segja að það sé orðið heitt undir Brasilíumanninum Leonardo sem stýrir stórliði AC Milan. Liðið mætir Atalanta á útivelli í ítölsku deildinni og það gæti orðið síðasta tækifærið fyrir Leonardo að bjarga starfinu sínu. Fótbolti 3.10.2009 22:14
Sneijder bjargaði öllum stigunum fyrir Mourinho Hollendingurinn Wesley Sneijder skoraði sigurmark Inter Milan í uppbótartíma þegar liðið vann 2-1 sigur á sjóðheitu liði Udinese í ítölsku deildinni í kvöld. Markið kom Inter í toppsæti deildarinnar. Fótbolti 3.10.2009 20:57