Ítalski boltinn

Fréttamynd

Moratti vill ekki ræða um Benítez

Rafa Benítez stýrði Inter til heimsmeistaratitils félagsliða í gær og notaði svo tækifærið á blaðamannafundi eftir leikinn til að væla yfir því að fá ekki nægilega mikinn pening til leikmannakaupa.

Fótbolti
Fréttamynd

Zlatan setur á sig Van Basten-grímu

Forsíða blaðsins La Gazzetta dello Sport á Ítalíu í morgun hefur vakið athygli en þar sést Zlatan Ibrahimovic leikmaður AC Milan vera að setja á sig grímu með andliti Marco Van Basten.

Fótbolti
Fréttamynd

Milan hefur ekki efni á Tevez

Topplið ítölsku deildarinnar, AC Milan, hefur ekki efni á Carlos Tevez, sóknarmanni Manchester City. Tevez vill fara frá City en Milan er í leit að sóknarmanni þar sem Filippo Inzaghi spilar ekki meira á tímabilinu vegna meiðsla.

Fótbolti
Fréttamynd

Adriano endurheimtir gullruslafötuna

Brasilíski sóknarmaðurinn Adriano hjá Roma hefur unnið ítölsku gullruslafötuna fyrir árið 2010. Þetta er í þriðja sinn sem hann vinnur þessi verðlaun en hann hlaut þau einnig 2005 og 2006.

Fótbolti
Fréttamynd

Kalt á milli Buffon og Del Neri

Samband markvarðarins Gianluigi Buffon hjá Juventus og þjálfarans Gigi Del Neri er ekki upp á það besta. Pirringur er milli þeirra og hefur umboðsmaður Buffon sagt að henn hefði sektað Del Neri ef hann væri í stjórn Juventus.

Fótbolti
Fréttamynd

Forseti Parma: Allir vilja Cassano

„Cassano er frábær leikmaður sem allir vilja hafa í sínu liði," segir Tommaso Ghirardi, forseti Parma á Ítalíu, sem er einn þeirra sem hafa lýst yfir áhuga á því að fá sóknarmanninn Antonio Cassano frá Sampdoria.

Fótbolti
Fréttamynd

Ítalskir leikmenn hættir við að fara í verkfall um helgina

Leikmannasamtök ítölsku A-deildarinnar hafa hætt við boðað verkfall um helgina eftir að þau náðu samkomulagi við forráðamenn ítölsku deildarinnar í gær. Samingurinn hefur ekki verið undirritaður en leikmenn hafa engu að síður hætt við verkfallið.

Fótbolti
Fréttamynd

Roy Hodgson vill fá Ronaldinho til Liverpool

Brasilíumaðurinn Ronaldinho gæti verið á leiðinni á Anfield næsta sumar ef marka má fréttir frá Ítalíu í morgun. Itasportpress heldur því fram að hinn þrítugi fyrrum besti knattspyrnumaður heims sé á óskalistanum hjá Roy Hodgson.

Enski boltinn
Fréttamynd

Kenny Miller til Milan í janúar?

Skoski landsliðsmaðurinn Kenny Miller hjá Glasgow Rangers er orðaður við ítalska stórveldið AC Milan. Miller er þrítugur sóknarmaður og hefur verið funheitur á yfirstandandi tímabili.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldinho fær tvo leiki til að sanna sig

Brasilíumaðurinn Ronaldinho fær tvo leiki til þess að sanna sig fyrir þjálfara AC Milan, Massimiliano Allegri. Ef hann stendur sig vel og sýnir virkilega vilja til þess að vera hjá félaginu þá fær hann nýtt samningstilboð.

Fótbolti
Fréttamynd

Þjálfari Milan vill líka fá Balotelli

Það eru ekki bara leikmenn AC Milan sem vilja fá Mario Balotelli til félagsins því nú hefur þjálfarinn, Massimiliano Allegri, lýst því yfir að Balotelli sé meira en velkomið að ganga í raðir félagsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Zlatan vill fá Balotelli til Milan

AC Milan hefur ekki farið leynt með áhuga sinn á ítalska framherjanum hjá Man. City, Mario Balotelli. Stjórnarformaður félagsins, Adriano Galliani, hefur þegar gefið það út að Milan muni kaupa hann ef City vill selja.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter vill fá Cassano

Inter bíður á hliðarlínunni eftir því að Antonio Cassano losni frá Sampdoria. Ítölsku meistararnir eru tilbúnir að veðja á hinn óstýriláta framherja.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldinho þarf að vera duglegri

Massimiliano Allegri, knattspyrnustjóri AC Milan, segir að Brasilíumaðurinn Ronaldinho þurfi að leggja meira á sig ætli hann sér að vinna sæti í byrjunarliðinu á nýjan leik.

Fótbolti
Fréttamynd

Eto'o í þriggja leikja bann

Samuel Eto'o hefur verið dæmdur í þriggja leikja bann af ítalska knattspyrnusambandinu fyrir að skalla andstæðing í leik með Inter um helgina. Hann var þar að auki sektaður um 30 þúsund evrur.

Fótbolti
Fréttamynd

Moratti: Benitez öruggur í starfi

Massimo Moratti, forseti Evrópumeistara Inter, segir að Rafa Benitez sé öruggur í starfi sínu sem knattspyrnustjóri liðsins þrátt fyrir slæma stöðu þess í ítölsku úrvalsdeildinni.

Fótbolti