Ítalski boltinn

Fréttamynd

Gasperini tekur við Inter

Ítalska félagið Inter tilkynnti í dag að það hefði ráðið Gian Piero Gasperini sem þjálfara félagsins. Hann tekur við starfinu af Brasilíumanninum Leonardo sem verður íþróttastjóri hjá PSG.

Fótbolti
Fréttamynd

Ekki víst að Leonardo hætti

Massimo Moratti, forseti ítalska félagsins Inter Milan, segir ekki víst að Brasilíumaðurinn Leonardo muni hætta sem knattspyrnustjóri liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Hellas Verona keypti Emil

Emil Hallfreðsson hefur gengið formlega til liðs við Hellas Verona eftir að hafa verið í láni hjá félaginu allt síðasta tímabil.

Fótbolti
Fréttamynd

Bojan Krkic á leið til Roma

Bojan Krkic leikmaður Barcelona er sagður á leið til Roma. Samkvæmt útvarpsstöðinni Catalunya Radio hafa félögin komist að samkomulagi um félagaskiptin og er kaupverðið talið vera um 10 milljón evrur.

Fótbolti
Fréttamynd

AC Milan hefur ekki borgað Barcelona krónu fyrir Zlatan Ibrahimovich

Forráðamenn Barcelona eru ekki sáttir við forsvarsmenn AC Milan þar sem að ítalska liðið á enn eftir að greiða eftirstöðvar af kaupverði sænska landsliðsframherjans Zlatans Ibrahimovich. AC Milan skuldar Spánar og Evrópumeistaraliðinu rétt um 4 milljarða kr. og hafa Börsungar óskað eftir því að FIFA taki málið til meðferðar.

Fótbolti
Fréttamynd

Villas-Boas tekur ekki við Inter

Ítalska knattspyrnufélagið Inter hefur útilokað Andre Villas-Boas sem næsta knattspyrnustjóra félagsins. Félagið er í leit að knattspyrnustjóra eftir að Leonardo yfirgaf félagið eftir aðeins sex mánuði í starfi.

Fótbolti
Fréttamynd

Eto'o, Song og Assou-Ekotto fyrir aganefnd

Kamerúnsku landsliðsmennirnir Samuel Eto'o hjá Inter, Alex Song hjá Arsenal og Benoit Assou-Ekotto hjá Tottenham hafa verið kallaðir fyrir aganefnd knattspyrnusambandsins í Kamerún. Þeir eiga að gera grein fyrir hegðun sinni í tengslum við leik landsliðsins gegn Senegal 4. júní síðastliðinn.

Fótbolti
Fréttamynd

LA Galaxy á höttunum eftir Totti

Bandaríska knattspyrnuliðið LA Galaxy er tilbúið að bjóða ítalska knattspyrnumanninum Francesco Totti 14 milljónir evra í árslaun gangi hann til liðs við félagið. Fyrir hjá Galaxy eru stjörnur á borð við David Beckham, Landon Donovan og Juan Pablo Angel.

Fótbolti
Fréttamynd

Moratti ósáttur við ummæli Sneijder

Massimo Moratti forseti ítalska knattspyrnufélagsins Inter er ekki sáttur við ummæli Wesley Sneijder. Hollenski miðjumaðurinn sagði aðeins æðri máttarvöld vita hvar framtíð hans lægi. Hann hefur verið orðaður við Chelsea og Manchester United að undanförnu.

Fótbolti
Fréttamynd

Julio Cesar útilokar Manchester United

Julie Cesar markvörður Inter og brasilíska landsliðið hefur tekið af allan vafa varðandi framtíð sína. Hann staðfestir ennfremur að Wesley Sneijder verði áfram hjá félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Sneijder áfram hjá Inter

Wesley Sneijder hefur blásið á allar sögusagnir þess efnis að hann sé á förum frá Inter. Hann hefur ítrekað verið orðaður við Chelsea og Manchester United undanfarið en segist vilja vera áfram hjá Inter.

Fótbolti
Fréttamynd

Markvörður fagnaði of snemma

Ótrúlegt atvik átti sér stað í 7. deild ítalskrar knattspyrnu nýverið. Markvörðurinn Loris Angeli hjá Dro hefði betur sleppt fagnaðarlátum sínum þegar vítaspyrna andstæðingsins small í slánni. Angeli hljóp í burtu en á meðan tók boltinn sig til, skoppaði nokkrum sinnum og lak inn í markið.

Fótbolti
Fréttamynd

Krkic orðaður við Udinese

Umboðsmaður Bojan Krkic leikmanns Barcelona segir félagið í viðræðum við Udinese á Ítalíu um hugsanleg vistaskipti kappans. Möguleiki er á að leikmaðurinn fari sem hluti af líklegum kaupum Barcelona á Alexis Sanchez frá ítalska félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

Klose til Lazio

Markahrókurinn Miroslav Klose hefur gengið til liðs við Lazio á Ítalíu. Klose var laus allra mála hjá Bayern Munchen og kemur til liðsins á frjálsri sölu. Hann skrifaði undir tveggja ára samning.

Fótbolti
Fréttamynd

Sanchez semur við Barcelona

Alexis Sanchez framherji Udinese hefur komist að samkomulagi um persónuleg kjör við stórlið Barcelona. Að sögn forseta Udinese, Franco Soldati, fær Sanchez jafnvirði tæpra 500 milljóna króna í árslaun. Þetta kemur fram í chileskum fjölmiðlum.

Fótbolti
Fréttamynd

Zlatan Ibrahimovich með enn eitt gullkornið

Zlatan Ibrahimovich, þarf ekki að berja í sig sjálfstraust á hverjum einasta degi, því hann fullyrðir að hann sé besti fótboltamaður heims. Nýjasta útspil sænska landsliðsframherjans hefur vakið mikla athygli og flestir fótboltasérfræðingar hafa einfaldlega hlegið þegar þeir hafa heyrt af þessari skoðun framherjans.

Fótbolti
Fréttamynd

Luis Enrique að taka við Roma

Flest bendir til þess að Spánverjinn Luis Enrique taki við þjálfun ítalska knattspyrnuliðsins A.S. Roma. "Mér líst vel á verkefnið hjá Roma. Það þarf bara að ganga frá nokkrum smáatriðum áður en gengið verður frá samningi,“ sagði Enrique við ítalska fjölmiðla.

Fótbolti
Fréttamynd

Enrique líklega að taka við Roma

Fyrrum leikmaður Barcelona og Real Madrid, Luis Enrique, verður að öllum líkindum næsti þjálfari ítalska úrvalsdeildarliðsins Roma. Þetta herma ítalskir fjölmiðlar í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Pirlo samdi við Juventus

Andrea Pirlo hefur söðlað um og gengið til liðs við Juventus eftir að hafa verið á mála hjá AC Milan í áratug.

Fótbolti