Ítalski boltinn

Fréttamynd

Doni: Get ekki horft á sjálfan mig í speglinum

Cristiano Doni, fyrrum fyrirliði ítalska liðsins Atalanta, hefur viðurkennt að hafa tekið þátt í að hagræða úrslitum leikja í ítölsku b-deildinni en hann var einn af sextán sem voru handteknir á mánudaginn vegna rannsóknar á Ítalíu á leikjum þar sem úrslitunum var hagrætt.

Fótbolti
Fréttamynd

Af hverju vill Juventus halda Herði? - hér er ein ástæðan

Ítalska stórliðið Juventus er búið að semja við Fram um kaup á hinum átján ára gamla Herði Björgvini Magnússyni sem hefur verið á láni hjá félaginu undanfarið ár. Hörður Björgvin hefur lítið spilað með Fram í Pepsi-deildinni en er að standa sig vel á Ítalíu.

Fótbolti
Fréttamynd

AC Milan á toppnum yfir jólin

Juventus mistókst að endurheimta toppsæti ítölsku úrvalsdeildarinnar þar sem að liðið mætti sætta sig við markalaust jafntefli við Udinese.

Fótbolti
Fréttamynd

AC Milan aftur á toppinn

AC Milan kom sér aftur á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar, um stundarsakir að minnsta kosti, með 2-0 sigri á Cagliari í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Leonardo: Paris St Germain ætlar ekki að stela Tevez

Leonardo, yfirmaður knattspyrnumála hjá franska liðinu Paris St Germain, segir að félagið ætli ekki að stela Carlos Tevez af hans gamla félagi AC Milan. Leonardo segist samt hafa áhuga á argentínska framherjanum ef að ítalska félagið hættir við að reyna að fá Tevez frá Manchester City.

Fótbolti
Fréttamynd

Emil lék allan leikinn

Emiil Hallfreðsson var að vanda í byrjunarliði Hellas Verona sem gerði markalaust jafntefli á útivelli gegn Varese í ítölsku B-deildinni í dag

Fótbolti
Fréttamynd

AC Milan komið á toppinn á Ítalíu

AC Milan komst á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar í kvöld er liðið vann sigur á heimavelli gegn Siena. Milan hefur reyndar leikið einum leik meira en Udinese og Juventus sem eru stigi á eftir..

Fótbolti
Fréttamynd

Silva vill vera hjá Milan til 2020

Brasilíski varnarmaðurinn Thiago Silva er himinlifandi hjá AC Milan og stefnir að því að vera hjá félaginu til ársins 2020. Leikmaðurinn hefur verið orðaður meðal annars við Barcelona en það hefur ekki komið honum ur jafnvægi.

Fótbolti
Fréttamynd

Rossi ætlar að ná EM næsta sumar

Ítalski framherjinn Giuseppe Rossi er bjartsýnn á að ná fullri heilsu á nýja árinu og hann verði kominn í nógu gott stand til þess að komast í ítalska landsliðið fyrir EM næsta sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Totti íhugar að yfirgefa Roma

Francesco Totti hefur komið öllum í opna skjöldu á Ítalíu með því að viðurkenna að hann íhugi nú að yfirgefa félagið sem hann hefur leikið með allan sinn feril.

Fótbolti
Fréttamynd

Valið stendur á milli heiðursins eða peninganna

AC Milan er ekki til í að spenna bogann of hátt vegna Carlosar Tevez og vilja forráðamenn félagsins að hann komi til félagsins á réttum forsendum. Vegna þess að hann sé metnaðarfullur knattspyrnumaður. Ekki vegna peninganna.

Fótbolti
Fréttamynd

Milan ekki að drífa sig vegna Tevez

Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, segir að ekkert liggi á að ganga frá samningi við sólstrandargæjann Carlos Tevez. Milan ku hafa náð samkomulagi við Tevez en nokkuð ber á milli félagsins og Man. City.

Fótbolti
Fréttamynd

Udinese hélt í toppsætið á Ítalíu

Fimm leikir fóru fram í ítölsku A-deildinni í dag en meistararnir í AC Milan gerðu 2-2 jafntefli við Bologna. Marco Di Vaio kom Bologna yfir í byrjun leiksins. Clarence Seedorf jafnaði síðan metin aðeins fimm mínútum síðar.

Fótbolti
Fréttamynd

Klose með tvö í sigri Lazio

Lazio kom sér í kvöld upp í annað sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar með 3-2 sigri á Lecce en Þjóðverjinn Miroslav Klose skoraði tvö marka fyrrnefnda liðsins í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Emil og félagar upp í annað sætið

Hellas Verona vann í dag sinn áttunda sigur í röð í ítölsku B-deildinni og er liðið komið upp í annað sæti deildarinnar. Með sama áframhaldi hefur liðið, sem er nýliði í deildinni, blandað sér í baráttunna um sæti í ítölsku úrvalsdeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Udinese vann Inter á San Siro

Udinese komst upp að hlið AC Milan á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta eftir 1-0 sigur á Inter Milan á San Siro í kvöld. Bæði AC Milan og Udinese eru með 27 stig en AC Milan heldur toppsætinu á betri markatölu.

Fótbolti
Fréttamynd

Þetta eru 55 bestu fótboltamenn í heimi

Alþjóðaknattspyrnsambandið, FIFA, hefur gefið það út hvaða 55 leikmenn koma til greina í heimslið sambandsins fyrir árið 2011. FIFA mun síðan tilkynna það 9. janúar næstkomandi hvaða ellefu leikmenn komast í úrvalslið ársins. FifPro, sem eru regnhlífarsamtök atvinnuknattspyrnumanna, stendur fyrir kjörinu í samstarfi við FIFA.

Fótbolti
Fréttamynd

Hellas Verona áfram í bikarnum

Emil Hallfreðsson og félagar í ítalska B-deildarliðinu Hellas Verona tryggðu sér í kvöld sæti í 16-liða úrslitum ítölsku bikarkeppninnar með 2-0 sigri á Parma.

Fótbolti
Fréttamynd

Mancini dæmdur í fangelsi í Mílanó

Mancini, fyrrum leikmaður brasilíska landsliðsins, hefur verið dæmdur í tveggja ára og átta mánaða fangelsi af dómara í Mílanó fyrir að nauðga brasilískri stúlku í partý á vegum Ronaldinho sem fram fór í desember í fyrra.

Fótbolti