Ítalski boltinn

Fréttamynd

Hamsik semur við Napoli á morgun

Sögusagnirnar um framtíð Marek Hamsik taka væntanlega enda á morgun þegar hann mun skrifa undir nýjan samning við Napoli. Svo segir Aurelio De Laurentis, forseti Napoli.

Fótbolti
Fréttamynd

Udinese á toppinn á Ítalíu

Udinese stökk upp í toppsæti ítölsku úrvalsdeildarinnar í dag er það vann heimasigur á Siena. AC Milan er í öðru sæti eftir stórsigur á Catania.

Fótbolti
Fréttamynd

Krkic kom Roma í gang

AS Roma stökk í kvöld upp í sjöunda sæti ítölsku úrvalsdeildarinnar er það vann fínan útisigur á Novara, 0-2.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus vill fá Bale og Nani

Það er uppgangur hjá Juventus þessa dagana og forráðamenn félagsins hugsa stórt. Nú vilja þeir fá þá Gareth Bale og Nani til félagsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Moratti: Gengið er ekki Ranieri að kenna

Það hefur ekkert gengið hjá Inter í vetur og þjálfaraskipti snemma veturs hafa litlu breytt fyrir félagið. Massimo Moratti, forseti Inter, vill þó ekki kenna núverandi þjálfara, Claudio Ranieri, um gengið síðustu vikur.

Fótbolti
Fréttamynd

Juventus hélt toppsætinu með sigri á Inter

Juventus vann í kvöld 2-1 sigur á Inter sem er fyrir vikið en í bullandi vandræðum við fallsvæði deildarinnar. Juve er hins vegar enn taplaust og á toppi deildarinnar með nítján stig eftir níu leiki.

Fótbolti
Fréttamynd

Emil skoraði í þriðja leiknum í röð

Emil Hallfreðsson er sjóðheitur með liði sínu, Hellas Verona í ítölsku B-deildinni, um þessar mundir. Í dag skoraði hann í sínum þriðja deildarleik í röð en Verona vann þá 2-1 sigur á Cittadella á útivelli.

Fótbolti
Fréttamynd

AC Milan hækkaði launin hjá þjálfaranum sínum

Massimiliano Allegri, þjálfari AC Milan, er greinilega að standa sig vel í starfinu að mati yfirboðara hans því hann er búinn að fá 500 þúsund evru launahækkun. AC Milan er samt ekki tilbúið að gera nýjan samning við hann fyrr en eftir tímabilið.

Fótbolti
Fréttamynd

Samuel Eto'o útilokar ekki að fara til Inter á láni

Samuel Eto'o útilokar það ekki að fara á láni til síns gamla félags í vetrarfríinu í Rússlandi en Anzhi Makhachkala keypti Kamerúnmanninn frá Internazionale í ágúst. Internazionale þarf nauðsynlega á styrk að halda í sóknarleiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Milan íhugar að gera Del Piero tilboð

Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, hefur gefið í skyn að Milanóliðið muni reyna að semja við Alessandro del Piero næsta sumar en þá rennur samningur hans við Juventus út.

Fótbolti
Fréttamynd

Emil skoraði í öðrum leiknum í röð

Emil Hallfreðsson skoraði mark Hellas Verona sem gerði 1-1 jafntefli við Nocerina í ítölsku B-deildinni í kvöld. Markið skoraði hann á 76. mínútu og tryggði sínum mönnum þar með stig á útivelli.

Fótbolti
Fréttamynd

Del Piero fær ekki nýjan samning hjá Juventus

Alessandro Del Piero, fyrirliði Juventus, er að spila sitt síðasta tímabil með Juventus en samningur þessa 36 ára gamla framherja rennur út í vor. Del Piero hefur leikið með Juventus frá 1993 og er markahæsti leikmaður félagsins frá upphafi.

Fótbolti
Fréttamynd

Öruggur sigur hjá AC Milan

AC Milan rétti aðeins úr kútnum í ítölsku úrvalsdeildinni í kvöld er liðið vann sannfærandi 3-0 heimasigur á Palermo í kvöld.

Fótbolti