Spænski boltinn

Fréttamynd

Fleiri lið en Barcelona í vandræðum vegna nýju reglanna

Nýtt tímabil í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta hefst eftir tvo daga með leik Valencia og Getafe á föstudagskvöld. Valencia er ásamt stórliðinu Barcelona á meðal nokkurra liða í deildinni sem ekki geta skráð nýja leikmenn sína til leiks vegna nýrra fjárhagsreglna í deildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

PSG fékk Messi frítt en greiðir himinhá laun

Lionel Messi hefur samþykkt tveggja ára samning við franska félagið Paris Saint Germain sem fær argentínska snillinginn á frjálsri sölu. PSG þarf hins vegar að borga honum stórar upphæðir fyrir þjónustu hans inn á vellinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Hefði ekki mátt spila launa­laust með Barcelona

Lionel Messi hefur yfirgefið spænska stórveldið Barcelona og mun að öllum líkindum semja við franska knattspyrnufélagið París-Saint Germain síðar í dag. Vegna regluverks La Liga, spænsku úrvalsdeildarinnar, gátu Börsungar ekki samið við Argentínumanninn á nýjan leik þar sem hann hefði ekki mátt spila launalaust með félaginu.

Fótbolti
Fréttamynd

„Barça verður aldrei samt án þín“

Spánverjinn Cesc Fabregas, sem leikur með Mónakó í Frakklandi, sendi Lionel Messi hjartnæma kveðju á samfélagsmiðlinum Twitter. Fabregas er jafnaldri Messi og æfði með honum sem unglingur áður en þeir spiluðu saman fyrir aðallið Barcelona síðar.

Fótbolti
Fréttamynd

„Engar áhyggjur, ég verð hér í ár“

Sergio Agüero, leikmaður Barcelona, segist ætla að vera hjá félaginu áfram þrátt fyrir vandræðin sem plaga klúbbinn. Sögusagnir hafa verið á kreiki um að hann vilji fara burt frá Katalóníu.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi á förum frá Barcelona

Þau risastóru tíðindi voru að berast að Lionel Messi mun ekki skrifa undir nýjan samning við spænska félagið Barcelona. Messi varð samningslaus þann 30. júní síðastliðinn, og nú fyrr í dag sigldu samningaviðræður hans við Barcelona í strand.

Fótbolti
Fréttamynd

Brunaútsala hjá Barcelona

Barcelona er tilbúið að selja varnarmennina Clement Lenglet, Sergino Dest og Samuel Umtiti til að létta á launakostnaði félagsins.

Fótbolti