Spænski boltinn

Fréttamynd

Forseti Barcelona búinn að hafa samband við Xavi

Joan Laporta, forseti spænska knattspyrnufélagsins Barcelona, staðfestir að hann sé búinn að vera í sambandi við fyrrverandi leikmann félagsins, Xavi, eftir að Ronald Koeman var vikið úr starfi sem knattspyrnustjóri félagsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Ráku Koeman í flugvélinni

Forráðamenn Barcelona voru ekkert að tvínóna við hlutina eftir tapið fyrir Rayo Vallecano í spænsku úrvalsdeildinni í gær og ráku Ronald Koeman í flugvélinni á leiðinni frá Madríd til Barcelona.

Fótbolti
Fréttamynd

Þrjú töp í seinustu fjórum hjá Barcelona

Barcelona þurfti að sætta sig við 1-0 tap er liðið heimsótti Rayo Vallecano í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Þetta var þriðja tap Barcelona í seinustu fjórum deildarleikjum liðsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid vann El Clasico

Real Madrid bar sigurorð af Barcelona í hinum sögufræga leik við Barcelona, El Clasico, í dag. Real Madrid hafði yfirhöndina allan leikinn eftir að hafa komist yfir í hálfleik og unnu að lokum sigur, 1-2.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona komst aftur á sigurbraut

Barcelona tók á móti Valencia í spænsku úrvalsdeildinni í kanttspyrnu í kvöld. Börsungar höfðu aðeins unnið einn af síðustu fjórum deildarleikjum sínum, og því var 3-1 sigur í kvöld kærkominn.

Fótbolti
Fréttamynd

AS líkir Andra Lucasi við Haaland

Spænska stórblaðið AS segir að Andri Lucas Guðjohnsen minni um margt á Erling Braut Haaland og muni mögulega leika sinn fyrsta leik fyrir aðallið Real Madrid í vetur.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona mun ekki spila á Camp Nou í heilt ár

Það gengur mikið á hjá spænska knattspyrnuliðinu Barcelona þessa dagana. Uppfæra þarf heimavöll liðsins, Camp Nou, og ljóst er að Börsungar muni þurfa að fara 12 mánuði án þess að spila heimaleik.

Fótbolti
Fréttamynd

Loks búinn að finna sér nýtt lið

Hægri bakvörðurinn Serge Aurier er loks búinn að finna sér nýtt lið en hann fór frítt frá Tottenham Hotspur í sumar. Fílabeinsstrendingurinn samdi við spænska úrvalsdeildarfélagið Villareal í dag.

Fótbolti