Spænski boltinn

Fréttamynd

Zaragoza - Barcelona í beinni á Sýn

Leikur Real Zaragoza og Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn klukkan 20:50 í kvöld. Zaragoza mun eflaust reyna að endurtaka leikinn frá því liðin mættust í spænska bikarnum fyrir mánuði, þegar Zaragoza sigraði 4-2 í hörkuleik en það var stærsta tap Barca á leiktíðinni.

Sport
Fréttamynd

Ósáttur við stuðningsmennina

Brasilíski framherjinn Ronaldo hjá Real Madrid hefur látið í veðri vaka að hann fari frá félaginu í sumar því honum finnist stuðningsmenn liðsins aldrei hafa tekið sér opnum örmum.

Sport
Fréttamynd

Barcelona burstaði Betis

Spánarmeistarar Barcelona unnu stórsigur á Real Betis í kvöld og tryggðu stöðu sína á toppi La Liga deildarinnar. Real Madrid vann einnig öruggan sigur, þeir lögðu Alaves 3-0 á heimavelli.

Sport
Fréttamynd

Hlær að sögusögnum

Framherjinn Samuel Eto´o hjá Barcelona gat aðeins hlegið þegar hann var spurður út í orðróm þess efnis að hann væri á leið til Englandsmeistara Chelsea í sumar.

Sport
Fréttamynd

Fjögur mörk nægðu Real ekki

Real Madrid er úr leik í spænska bikarnum þrátt fyrir 4-0 sigur á Zaragoza í undanúrslitum keppninnar í kvöld, en Zaragoza vann fyrri leik liðanna 6-1 á dögunum og er því komið áfram í keppninni. Brasilíumennirnir Ronaldo, Robinho, Cicinho og Carlos skoruðu mörk Real.

Sport
Fréttamynd

Tekst Real hið ómögulega?

Nú er kominn hálfleikur í síðari viðureign Real Madrid og Zaragoza í undanúrslitum spænska bikarnum og hafa heimamenn 3-0 forystu. Zaragoza vann fyrri leik liðanna 6-1 og því var talið nær öruggt að Real væri úr leik. Þeir Cicinho, Robinho og Ronaldo skoruðu mörk Real á fyrstu tíu mínútum leiksins og þurfa því tvö mörk í viðbót til að tryggja sér sæti í úrslitunum.

Sport
Fréttamynd

Cuper hættur með Mallorca

Þjálfarinn Hector Cuper hefur sagt starfi sínu lausu sem knattspyrnustjóri spænska liðsins Real Mallorca, en liðinu hefur gengið afleitlega í vetur og er í neðsta sæti deildarinnar.

Sport
Fréttamynd

Stórleikur á Sýn í kvöld

Viðureign Valencia og Barcelona verður sýnd í beinni útsendingu á Sýn klukkan 19:50. Þetta er sannkallaður toppslagur því Barcelona er í efsta sæti deildarinnar með 52 stig, en Valencia í því þriðja með 43. Sigur hjá Barcelona í kvöld mundi þýða að liðið væri komið í afar vænlega stöðu í titilvörninni.

Sport
Fréttamynd

Bilbao - Real Madrid í beinni í kvöld

Leikur Atletico Bilbao og Real Madrid í spænska boltanum verður í beinni útsendingu á Sýn klukkan 20:50 í kvöld. Real tapaði síðasta leik sínum mjög illa þegar liðið steinlá í bikarnum 6-1 fyrir Zaragoza og því er ljóst að stuðningsmenn liðsins heimta sigur og ekkert annað í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Við játum okkur ekki sigraða

Juan Ramon Lopez Caro, stjóri Real Madrid, segir sína menn ekki ætla að játa sig sigraða í spænska bikarnum þrátt fyrir að vera kjöldregnir í fyrri leik sínum gegn Real Zaragoza í gærkvöldi 6-1.

Sport
Fréttamynd

Real Madrid niðurlægt

Stjörnulið Real Madrid var tekið í sannkallaða kennslustund í kvöld þegar liðið sótti Real Zaragoza heim í fyrri leik liðanna í undanúrslitum spænska bikarsins. Zaragoza sigraði 6-1 og eru möguleikar Madrid ansi litlir fyrir síðari leikinn, en hætt er við því að stuðningsmenn liðsins eigi eftir að láta vel í sér heyra eftir þennan skell.

Sport
Fréttamynd

Loksins tapaði Barcelona

Barcelona tapaði í kvöld á heimavelli sínum fyrir Atlético Madrid, 1-3 í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Þetta er fyrsta tap liðsins eftir að hafa unnið 18 leiki í röð í öllum keppnum. Fernando Torres skoraði tvisvar fyrir gestina en Henrik Larsson gerði eina mark heimamanna sem eru efstir með 52 stig, 9 stiga forskot á Valencia.

Sport
Fréttamynd

Zidane í fantaformi - skoraði tvennu

Real Madríd vann í gærkvöldi sjöunda leikinn í röð í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þegar liðið burstaði Espanyol 4-0. Zinedine Zidane var besti maður vallarins og skoraði tvö marka sinna manna. Klukkan 18 í dag verður leikur Barcelona og Atletico Madríd sýndur beint á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Ensku liðin vilja fá Beckham

Florentino Perez, forseti Real Madrid, segir að ensk lið bíði í röðum með að fá enska landsliðsmanninn David Beckham úr röðum spænska liðsins, en segir ekki á döfinni að selja leikmanninn.

Sport
Fréttamynd

Auðveldur sigur Barcelona

Barcelona heldur áfram sigurgöngu sinni í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og í dag vann liðið öruggan útisigur á Mallorca 3-0. Argentínumaðurinn Lionel Messi skoraði tvö mörk fyrir Barcelona og Ludovic Giuly skoraði eitt, en Börsungar léku manni fleiri síðasta stundarfjórðinginn eftir að Tuzzio var vikið af velli í liði Mallorca.

Sport
Fréttamynd

Fótboltinn þarf menn eins og Riquelme

Jose Pekerman, landsliðsþjálfari Argentínu, segir að fótboltinn þurfi nauðsynlega á mönnum eins og Juan Roman Riquelme að halda, en hinn snjalli leikstjórnandi Villareal á Spáni hefur ekki alltaf farið troðnar slóðir á leið sinni á toppinn.

Sport
Fréttamynd

Barcelona vinnur 18. leikinn í röð

Barcelona jók forystu sína á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í 10 stig í kvöld með 2-0 sigri á Alaves. Osasuna tapaði í kvöld fyrir Villareal, 2-1 og hrasaði þar með niður í 3. sæti. Valencia vann Real Betis á útivelli, 0-2 og náði þar með að komast upp fyrir Osasuna í 2. sætið.

Sport
Fréttamynd

Beckham og Carlos með glæsimörk fyrir Real Madrid

Real Madrid komst í gærkvöldi í 3. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu með 3-1 sigri á Cadiz. Mörk úr tveimur heimsklassaaukaspyrnum frá Robert Carlos og David Beckham tryggðu sigurinn. Atlético Madrid komst í 11. sæti deildarinnar í gærkvöldi þar sem liðið er með 23 stig með góðum 0-2 útisigri Real Zaragoza. 8 leikir eru á dagkrá La Liga á Spáni í dag;

Sport
Fréttamynd

Fullkomin byrjun fyrir Cassano

Ítalski framherjinn Antonio Cassano átti sannkallaða draumabyrjun með liði sínu Real Madrid í gærkvöldi þegar hann skoraði sigurmark liðsins á útivelli í 1-0 sigri á Real Betis í spænska bikarnum.

Sport
Fréttamynd

Gabri líklega til Middlesbrough

Allt útlit er fyrir að Middlesbrough sé að vinna kapphlaupið um spænska miðjumanninn Gabri, sem hefur hug á því að komast burt frá Barcelona.

Sport
Fréttamynd

Við getum betur

Brasilíski snillingurinn Ronaldinho hjá Barcelona segir að liðið geti gert enn betur en það hefur sýnt á fyrri helmingi keppnistímabilsins á Spáni og fagnar því að liðið þurfi ekki að treysta á neitt annað en sjálft sig til að vinna spænsku deildina.

Sport
Fréttamynd

Real er að rétta úr kútnum

Franski miðjumaðurinn Zinedine Zidane segir að Real Madrid sé nú óðum að sýna sitt rétta andlit eftir góðan 4-2 sigur liðsins á Sevilla í gær, þar sem hann skoraði sjálfur þrennu.

Sport
Fréttamynd

Beckham er sannur atvinnumaður

Juan Ramon Lopez Caro, stjóri Real Madrid, segir að David Beckham hafi tekið fréttunum af Sven-Göran Eriksson í bresku pressunni um helgina með stakri ró, en í blaðamenn News of the World lokkuðu Svíann í gildru þar sem hann talaði af sér, meðal annars um Beckham.

Sport
Fréttamynd

Zidane með þrennu fyrir Real Madrid

Real Madrid lyfti sér upp í 4. sæti spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld þegar liðið sigraði Sevilla 4-2. Zinedine Zidane var sjóðheitur og skoraði þrennu fyrir Madridarliðið sem var mun betri aðilinn í leiknum.

Sport
Fréttamynd

17. sigur Barcelona í röð

Óvænt úrslit urðu í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag þegar botnlið Alaves vann 2-0 útisigur á Deportivo Coruna. Þetta var fyrsti leikur Alaves undir stjórn nýja knattspyrnustjórans Juan Carlos Oliva. Barcelona vann 17. leik sinn í röð í öllum keppnum talið þegar Katalóníurisinn vann 2-1 sigur á Athletic Bilbao á Nou Camp í kvöld.

Sport
Fréttamynd

Real Madrid mætir Betis

Í dag var dregið í fjórðungsúrslit spænska bikarsins í knattspyrnu, en leikirnir verða spilaðir 18. og 25. janúar. Real Betis mætir Real Madrid, Cadiz mætir Espanyol, Deportivo mætir Valencia og Barcelona mætir annað hvort Zaragoza eða Atletico Madrid,

Sport
Fréttamynd

Real Madrid burstaði Atletico Bilbao

Einn leikur fór fram í spænska bikarnum í kvöld. Real Madrid bar sigurorð af Atletico Bilbao 4-0. Brasilíska undrabarnið Robinho skoraði tvö mörk fyrir Real í leiknum og þeir Ramos og Soldado sitt markið hvor. Þá endaði báðum leikjum kvöldsins í ítalska bikarnum með markalausu jafntefli, en það voru viðureignir Cittadella og Lazio annarsvegar og leikur Inter og Parma hinsvegar.

Sport
Fréttamynd

Vill losna frá Real Madrid

Danski miðjumaðurinn Thomas Gravesen hefur gefið það út í samtali við breska fjölmiðla að hann vilji losna frá spænska félaginu, því hann fái allt of lítið að spila. Gravesen hefur því verið mikið orðaður við lið í ensku úrvalsdeildinni, ekki síst sitt gamla félag Everton, sem virðist hafa saknað hans mikið síðan hann flutti í sólina á Spáni.

Sport
Fréttamynd

Markalaust hjá Villareal og Real Madrid

Villareal og Real Madrid gerðu markalaust jafntefli í spænska boltanum í kvöld. Villareal situr í fimmta sæti deildarinnar með 31 stig, en Real er í því sjötta með einu stigi minna. Leikurinn var sýndur á sjónvarpsstöðinni Sýn.

Sport
Fréttamynd

Fimmtándi sigur Barcelona í röð

Fátt virðist geta komið í veg fyrir að Barcelona verji titil sinn í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, því í gær vann liðið fimmtánda sigur sinn í röð í öllum keppnum þegar það lagði erkifjendur sína í Espanyol 2-1. Það voru Samuel Eto´o og Deco sem skoruðu mörk Katalóníuliðsins.

Sport