Spænski boltinn Barcelona - Atletico Madrid í beinni á Sýn í kvöld Eiður Smári Guðjohnsen verður væntanlega í byrjunarliði Evrópumeistara Barcelona í kvöld þegar liðið tekur á móti Atletico Madrid í beinni útsendingu á Sýn klukkan 20:50. Þetta er síðasti leikurinn í spænsku deildinni fyrir jólafrí og það verður Hörður Magnússon sem lýsir leik kvöldsins eins og honum einum er lagið. Fótbolti 21.12.2006 15:58 Rijkaard tekur upp hanskann fyrir félaga sinn Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, hefur nú tekið upp hanskann fyrir landa sinn og fyrrum liðsfélaga Marco Van Basten, landsliðsþjálfara Hollendinga, eftir að Louis van Gaal fór hörðum orðum um Van Basten í fjölmiðlum á dögunum og sagði hann lélegan þjálfara. Rijkaard lét þann gamla heyra það í gær. Fótbolti 21.12.2006 15:07 Deilur Nistelrooy og Kuyt halda áfram Hollensku framherjarnir Dirk Kuyt hjá Liverpool og Ruud Van Nistelrooy hjá Real Madrid eru litlir vinir og hafa þeir deilt í fjölmiðlum um nokkurt skeið. Nistelrooy sendi landa sínum pillu í gær. Fótbolti 21.12.2006 12:48 Real Madrid kaupir Gago Spænska stórveldið Real Madrid hefur fengið 13,7 milljón punda tilboð sitt í miðjumanninn Fernando Gago samþykkt frá argentínska félaginu Boca Juniors. Þetta tilkynntu forráðamenn Juniors í dag og mun leikmaðurinn fara til Madrid til að skrifa undir samning í næstu viku. Gago er tvítugur og er talinn mikið efni líkt og framherjinn Gonzalo Higuain sem gekk í raðir Real í síðustu viku. Fótbolti 21.12.2006 12:38 Real Madrid niðurlægt á heimavelli Stórlið Real Madrid var niðurlægt á heimavelli sínum Santiago Bernabeu í gær þegar smálið Recreativo kom í heimsókn og vann stórsigur 3-0. Leikmenn Real spiluðu hörmulega í leiknum og enginn slakari en nýkjörinn knattspyrnumaður ársins, Fabio Cannavaro. Sevilla er á toppnum eftir auðveldan 4-0 sigur á Deportivo. Fótbolti 21.12.2006 11:51 Ronaldinho náði einni æfingu Brasilíumaðurinn Ronaldinho hefur verið á ferð og flugi undanfarna daga og náði aðeins einni æfingu fyrir leik Barcelona gegn Atletico Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn hefst kl. 21 og er í beinni útsendingu á Sýn. Fótbolti 20.12.2006 18:18 Cassano og Diarra settir út úr hópnum Miðjumaðurinn Mahamadou Diarra og sóknarmaðurinn Antonio Cassano voru báðir settir út úr leikmannahópi Real Madrid fyrir leikinn gegn Recreativo sem sýndur verður í beinni útsendingu á Sýn í kvöld. Sjónvarpsupptökur náðust af leikmönnunum um helgina þar sem þeir gagnrýndu þjálfara sinn Fabio Capello. Fótbolti 20.12.2006 17:18 Vil alls ekki missa af leiknum gegn Liverpool Argentínska undrabarnið Lionel Messi hefur ekki spilað með Evrópumeisturum Barcelona síðan í nóvember, þegar hann ristarbrotnaði í 3-1 sigurleik gegn Real Zaragoza. Messi var fyrr í vikunni valinn besti ungi leikmaður heims en hann er nú að vinna í því að jafna sig eftir aðgerð. Fótbolti 19.12.2006 20:55 Valencia - Mallorca í beinni á Sýn Extra í kvöld Leikur Valencia og Mallorca í spænska boltanum verður sýndur beint á Sýn Extra klukkan 19:55 í kvöld, en leikurinn verður svo sýndur á Sýn að loknum leik Liverpool og Arsenal í enska deildarbikarnum. Annað kvöld verður svo leikur Real Madrid og Recreativo í beinni á Sýn Extra á sama tíma og leikur Newcastle og Chelsea í deildarbikarnum á Englandi sýndur beint á Sýn. Fótbolti 19.12.2006 16:28 Sveinn farinn að æfa með Barcelona Fréttir frá Spáni í dag herma að Eiður Smári Guðjohnsen hafi nú komið átta ára gömlum syni sínum Sveini að hjá yngri flokkum Barcelona þar sem hann mun æfa undir handleiðslu góðra manna. Það er því útlit fyrir að knattspyrnuhefðin sterka í fjölskyldunni haldi áfram og hver veit nema Sveinn feti í fótspor föður síns og afa og verði atvinnumaður í knattspyrnu í framtíðinni. Fótbolti 19.12.2006 14:13 Real vann nauman sigur Real Madrid vann gríðarlega mikilvægan sigur á Espanyol í spænska boltanum í kvöld þar sem Ruud van Nistelrooy skoraði sigurmark liðsins. Real náði að hanga á sigrinum þó það missti Fabio Cannavaro af velli með rautt spjald eftir 54 mínútur. Sevilla er í efsta sæti deildarinnar með 34 stig, Barcelona hefur 33 og á leik til góða og Real Madrid hefur 32 stig. Fótbolti 17.12.2006 20:15 Espanyol - Real Madrid í beinni á Sýn Leikur Espanyol og Real Madrid er nú hafinn í beinni lýsingu Arnars Björnssonar á Sýn, en þar á undan var leikur Recreativo og Sevilla í beinni og það voru gestirnir sem höfðu auðveldan sigur 4-1. Þá er enn eftir leikur Getafe og Atletico í spænska boltanum og svo verður leikur úr NFL í beinni auk Tiger Woods mótsins í golfi. Fótbolti 17.12.2006 18:06 Íþróttaveislan á Sýn heldur áfram alla helgina Það er búið að vera mikið fjör á sjónvarpsstöðinni Sýn í dag og halda beinar útsendingar áfram langt fram á kvöld. Nú stendur Race of Champions sem hæst og klukkan 20:50 verður leikur Zaragoza og Valencia í spænska boltanum í beinni. Þá er rétt að minna á golfmót Tiger Woods í beinni klukkan 20 á Sýn Extra. Fótbolti 16.12.2006 19:17 Gonzalo Higuain á leið til Real Madrid? Talsmaður argentínska liðsins River Plate segir að félagið sé hársbreidd frá því að ná samningum við Real Madrid á Spáni um sölu á framherjanum efnilega Gonzalo Higuain. Hann er aðeins 19 ára gamall en hefur slegið í gegn í heimalandi sínu undanfarið og talið er að Real muni kaupa hann í janúar fyrir rúmar 8 milljónir punda. Fótbolti 14.12.2006 19:07 Sevilla lagði Real Madrid Sevilla vann í kvöld mikilvægan 2-1 sigur á Real Madrid í uppgjöri liðanna í spænska boltanum. David Beckham kom Real yfir snemma leiks með glæsilegu marki úr aukaspyrnu, en Freddy Kanoute jafnaði fyrir Sevilla og það var svo varamaðurinn Chevanton sem skoraði sigurmark heimamanna með glæsilegri hjólhestaspyrnu 13 mínútum fyrir leikslok. Sevilla fór því upp fyrir Real í annað sæti deildarinnar. Fótbolti 9.12.2006 23:31 Ronaldinho tryggði Barcelona sigur Brasilíski snillingurinn Ronaldinho skoraði eina mark leiksins í kvöld þegar Barcelona sigraði Real Sociedad 1-0 í spænsku deildinni. Barcelona er því enn á toppnum en mátti þakka fyrir að sleppa með öll þrjú stigin í kvöld enda var liðið nokkuð frá sínu besta. Eiður Smári var í byrjunarliði Barcelona en fór af velli um miðjan síðari hálfleik. Nú er að hefjast bein útsending frá leik Real Madrid og Sevilla á Sýn. Fótbolti 9.12.2006 20:59 Barcelona - Sociedad í beinni á Sýn Nú er hafin leikur Barcelona og Real Sociedad í spænska boltanum og er hann sýndur beint í lýsingu Harðar Magnússonar á sjónvarpsstöðinni Sýn. Eiður Smári Guðjohnsen er á sínum stað í byrjunarliði Barcelona en síðar í kvöld verður svo á dagskrá Sýnar leikur Sevilla og Real Madrid. Fótbolti 9.12.2006 19:16 Frábær ef ég skora - Feitur ef ég skora ekki Brasilíski framherjinn Ronaldo hjá Real Madrid er orðinn dauðleiður á þeirri umfjöllun sem hann hefur fengið í fjölmiðlum undanfarin ár, en kappinn skoraði tvö mörk fyrir Madrid í Meistaradeildinni í vikunni. Hann hefur ekki átt fast sæti í liði Real Madrid og vitað er að Fabio Capello er ósáttur við líkamlegt ástand framherjans snjalla. Fótbolti 8.12.2006 17:43 Cannavaro meiddur eftir tæklingu samherja Nýkjörinn knattspyrnumaður Evrópu, ítalski miðvörðurinn Fabio Cannavaro hjá Real Madrid, missir væntanlega af sínum þriðja leik í röð með félaginu eftir að hann meiddist á ökkla á æfingu liðsins í morgun. Cannavaro varð þá fyrir harkalegri tæklingu frá félaga sínum Ruud Van Nistelrooy og reiddist sá ítalski í kjölfarið og neitaði að taka í hönd félaga síns eftir æfinguna. Fótbolti 7.12.2006 16:50 Við munum vinna Werder Bremen Leikmenn Barcelona munu mæta sigurvissir til leiks gegn Werder Bremen í viðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn, þrátt fyrir að hafa aðeins náð 1-1 jafntefli gegn Levante um helgina. Leikurinn er hreinn úrslitaleikur um hvort liðið fer áfram í 16-liða úrslit og nægir Bremen annað stigið í leiknum. Fótbolti 3.12.2006 19:58 Real einu stigi á eftir Barcelona Real Madrid heldur áfram að saxa á forskot Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og eftir 2-1 sigur liðsins á Atletico Bilbao í kvöld munar nú aðeins einu stigi. David Beckham og Ronaldo komu inn á í hálfleik hjá Real í kvöld og breyttu gangi leiksins. Fótbolti 3.12.2006 20:01 Rikjaard óánægður með nýtingu sinna manna Frank Rikjaard, þjálfari Barcelona, skaut föstum skotum að leikmönnum sínum í samtali við spænska fjölmiðla eftir jafntefnisleikinn gegn Levante í gær og gagnrýndi þá fyrir að nýta færin ekki nægilega vel. Fótbolti 3.12.2006 15:36 Faðir leikmanns fékk hjartaáfall og lést Hörmulegt atvik átti sér stað í viðureign Tenerife og Ponferradina í spænsku 2. deildinni í gær þegar faðir eins leikmanns Tenerife fékk hjartaáfall er hann horfði á leikinn úr áhorfastúkunum og lést. Fótbolti 2.12.2006 22:45 Barcelona náði aðeins jafntefli Barcelona fór illa að ráði sínu gegn Levante í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld og varð að láta sér lynda jafntefli, 1-1. Eiður Smári Guðjohnsen lék allan leikinn fyrir Barcelona og náði ekki að seta mark sitt á leikinn. Fótbolti 2.12.2006 21:01 Eiður stefnir á sigur í HM félagsliða Eiður Smári Guðjohnsen hjá Barcelona segir að hann og samherjar sínir stefni á sigur í Heimsmeistarakeppni félagsliða sem hefst í Japan þann 10. desember næstkomandi. Fótbolti 2.12.2006 12:40 Enn eitt áfallið fyrir Valencia Spænska stórliðið Valencia varð fyrir enn einu áfallinu í dag þegar úrugvæski landsliðsmaðurinn Mario Regueiro meiddist á hné á æfingu og verður frá keppni í 6-7 mánuði. Meiðslin eru nákvæmlega þau sömu og félagi hans Edu lenti í fyrir aðeins tveimur vikum, en nú eru 8 af fastamönnum liðsins á sjúkralista. Fótbolti 30.11.2006 15:18 Riquelme byrjaður að æfa á ný Argentínski landsliðsmaðurinn Juan Roamn Riquelme er nú byrjaður að æfa með liði sínu Villarreal á ný eftir sex daga leyfi. Riquelme var í Argentínu til að vera viðstaddur fæðingu síns þriðja barns og missti fyrir vikið af leik Villarreal og Barcelona um helgina. Fótbolti 28.11.2006 19:19 Bilbao rekur þjálfarann Baskaliðið Atletic Bilbao rak í dag þjálfarann Felix Sarriugarte eftir að liðið tapaði 3-1 fyrir Sevilla í spænsku deildinni í gær, en liðið datt niður á fallsvæðið í deildinni í kjölfarið. Bilbao hefur aldrei fallið úr efstu deild í sögu félagsins, en liðið slapp naumlega við fall á síðustu leiktíð og er sömuleiðis í vandræðum nú. Fótbolti 27.11.2006 19:26 Cannavaro þakkar landsliðinu og Juventus Ítalska landsliðið og Juventus voru Fabio Cannavaro ofarlega í huga í kvöld þegar hann tók við Gullknettinum, sem er viðurkenning sem afhent er knattspyrnumanni ársins að mati franska tímaritsins France Football. Cannavaro tileinkaði hluta verðlaunanna heimaborg sinni Napoli. Fótbolti 27.11.2006 19:00 Houllier segir það hneyksli að Cannavaro fái Gullknöttinn Gerrard Houllier, þjálfari Frakklandsmeistara Lyon, segir að það sé algjört hneyksli að ítalski varnarmaðurinn Fabio Cannavaro skuli hafa verið útnefndur knattspyrnumaður Evrópu í ár, en það verður staðfest við hátíðlega athöfn í kvöld. Fótbolti 27.11.2006 18:33 « ‹ 245 246 247 248 249 250 251 252 253 … 267 ›
Barcelona - Atletico Madrid í beinni á Sýn í kvöld Eiður Smári Guðjohnsen verður væntanlega í byrjunarliði Evrópumeistara Barcelona í kvöld þegar liðið tekur á móti Atletico Madrid í beinni útsendingu á Sýn klukkan 20:50. Þetta er síðasti leikurinn í spænsku deildinni fyrir jólafrí og það verður Hörður Magnússon sem lýsir leik kvöldsins eins og honum einum er lagið. Fótbolti 21.12.2006 15:58
Rijkaard tekur upp hanskann fyrir félaga sinn Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, hefur nú tekið upp hanskann fyrir landa sinn og fyrrum liðsfélaga Marco Van Basten, landsliðsþjálfara Hollendinga, eftir að Louis van Gaal fór hörðum orðum um Van Basten í fjölmiðlum á dögunum og sagði hann lélegan þjálfara. Rijkaard lét þann gamla heyra það í gær. Fótbolti 21.12.2006 15:07
Deilur Nistelrooy og Kuyt halda áfram Hollensku framherjarnir Dirk Kuyt hjá Liverpool og Ruud Van Nistelrooy hjá Real Madrid eru litlir vinir og hafa þeir deilt í fjölmiðlum um nokkurt skeið. Nistelrooy sendi landa sínum pillu í gær. Fótbolti 21.12.2006 12:48
Real Madrid kaupir Gago Spænska stórveldið Real Madrid hefur fengið 13,7 milljón punda tilboð sitt í miðjumanninn Fernando Gago samþykkt frá argentínska félaginu Boca Juniors. Þetta tilkynntu forráðamenn Juniors í dag og mun leikmaðurinn fara til Madrid til að skrifa undir samning í næstu viku. Gago er tvítugur og er talinn mikið efni líkt og framherjinn Gonzalo Higuain sem gekk í raðir Real í síðustu viku. Fótbolti 21.12.2006 12:38
Real Madrid niðurlægt á heimavelli Stórlið Real Madrid var niðurlægt á heimavelli sínum Santiago Bernabeu í gær þegar smálið Recreativo kom í heimsókn og vann stórsigur 3-0. Leikmenn Real spiluðu hörmulega í leiknum og enginn slakari en nýkjörinn knattspyrnumaður ársins, Fabio Cannavaro. Sevilla er á toppnum eftir auðveldan 4-0 sigur á Deportivo. Fótbolti 21.12.2006 11:51
Ronaldinho náði einni æfingu Brasilíumaðurinn Ronaldinho hefur verið á ferð og flugi undanfarna daga og náði aðeins einni æfingu fyrir leik Barcelona gegn Atletico Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Leikurinn hefst kl. 21 og er í beinni útsendingu á Sýn. Fótbolti 20.12.2006 18:18
Cassano og Diarra settir út úr hópnum Miðjumaðurinn Mahamadou Diarra og sóknarmaðurinn Antonio Cassano voru báðir settir út úr leikmannahópi Real Madrid fyrir leikinn gegn Recreativo sem sýndur verður í beinni útsendingu á Sýn í kvöld. Sjónvarpsupptökur náðust af leikmönnunum um helgina þar sem þeir gagnrýndu þjálfara sinn Fabio Capello. Fótbolti 20.12.2006 17:18
Vil alls ekki missa af leiknum gegn Liverpool Argentínska undrabarnið Lionel Messi hefur ekki spilað með Evrópumeisturum Barcelona síðan í nóvember, þegar hann ristarbrotnaði í 3-1 sigurleik gegn Real Zaragoza. Messi var fyrr í vikunni valinn besti ungi leikmaður heims en hann er nú að vinna í því að jafna sig eftir aðgerð. Fótbolti 19.12.2006 20:55
Valencia - Mallorca í beinni á Sýn Extra í kvöld Leikur Valencia og Mallorca í spænska boltanum verður sýndur beint á Sýn Extra klukkan 19:55 í kvöld, en leikurinn verður svo sýndur á Sýn að loknum leik Liverpool og Arsenal í enska deildarbikarnum. Annað kvöld verður svo leikur Real Madrid og Recreativo í beinni á Sýn Extra á sama tíma og leikur Newcastle og Chelsea í deildarbikarnum á Englandi sýndur beint á Sýn. Fótbolti 19.12.2006 16:28
Sveinn farinn að æfa með Barcelona Fréttir frá Spáni í dag herma að Eiður Smári Guðjohnsen hafi nú komið átta ára gömlum syni sínum Sveini að hjá yngri flokkum Barcelona þar sem hann mun æfa undir handleiðslu góðra manna. Það er því útlit fyrir að knattspyrnuhefðin sterka í fjölskyldunni haldi áfram og hver veit nema Sveinn feti í fótspor föður síns og afa og verði atvinnumaður í knattspyrnu í framtíðinni. Fótbolti 19.12.2006 14:13
Real vann nauman sigur Real Madrid vann gríðarlega mikilvægan sigur á Espanyol í spænska boltanum í kvöld þar sem Ruud van Nistelrooy skoraði sigurmark liðsins. Real náði að hanga á sigrinum þó það missti Fabio Cannavaro af velli með rautt spjald eftir 54 mínútur. Sevilla er í efsta sæti deildarinnar með 34 stig, Barcelona hefur 33 og á leik til góða og Real Madrid hefur 32 stig. Fótbolti 17.12.2006 20:15
Espanyol - Real Madrid í beinni á Sýn Leikur Espanyol og Real Madrid er nú hafinn í beinni lýsingu Arnars Björnssonar á Sýn, en þar á undan var leikur Recreativo og Sevilla í beinni og það voru gestirnir sem höfðu auðveldan sigur 4-1. Þá er enn eftir leikur Getafe og Atletico í spænska boltanum og svo verður leikur úr NFL í beinni auk Tiger Woods mótsins í golfi. Fótbolti 17.12.2006 18:06
Íþróttaveislan á Sýn heldur áfram alla helgina Það er búið að vera mikið fjör á sjónvarpsstöðinni Sýn í dag og halda beinar útsendingar áfram langt fram á kvöld. Nú stendur Race of Champions sem hæst og klukkan 20:50 verður leikur Zaragoza og Valencia í spænska boltanum í beinni. Þá er rétt að minna á golfmót Tiger Woods í beinni klukkan 20 á Sýn Extra. Fótbolti 16.12.2006 19:17
Gonzalo Higuain á leið til Real Madrid? Talsmaður argentínska liðsins River Plate segir að félagið sé hársbreidd frá því að ná samningum við Real Madrid á Spáni um sölu á framherjanum efnilega Gonzalo Higuain. Hann er aðeins 19 ára gamall en hefur slegið í gegn í heimalandi sínu undanfarið og talið er að Real muni kaupa hann í janúar fyrir rúmar 8 milljónir punda. Fótbolti 14.12.2006 19:07
Sevilla lagði Real Madrid Sevilla vann í kvöld mikilvægan 2-1 sigur á Real Madrid í uppgjöri liðanna í spænska boltanum. David Beckham kom Real yfir snemma leiks með glæsilegu marki úr aukaspyrnu, en Freddy Kanoute jafnaði fyrir Sevilla og það var svo varamaðurinn Chevanton sem skoraði sigurmark heimamanna með glæsilegri hjólhestaspyrnu 13 mínútum fyrir leikslok. Sevilla fór því upp fyrir Real í annað sæti deildarinnar. Fótbolti 9.12.2006 23:31
Ronaldinho tryggði Barcelona sigur Brasilíski snillingurinn Ronaldinho skoraði eina mark leiksins í kvöld þegar Barcelona sigraði Real Sociedad 1-0 í spænsku deildinni. Barcelona er því enn á toppnum en mátti þakka fyrir að sleppa með öll þrjú stigin í kvöld enda var liðið nokkuð frá sínu besta. Eiður Smári var í byrjunarliði Barcelona en fór af velli um miðjan síðari hálfleik. Nú er að hefjast bein útsending frá leik Real Madrid og Sevilla á Sýn. Fótbolti 9.12.2006 20:59
Barcelona - Sociedad í beinni á Sýn Nú er hafin leikur Barcelona og Real Sociedad í spænska boltanum og er hann sýndur beint í lýsingu Harðar Magnússonar á sjónvarpsstöðinni Sýn. Eiður Smári Guðjohnsen er á sínum stað í byrjunarliði Barcelona en síðar í kvöld verður svo á dagskrá Sýnar leikur Sevilla og Real Madrid. Fótbolti 9.12.2006 19:16
Frábær ef ég skora - Feitur ef ég skora ekki Brasilíski framherjinn Ronaldo hjá Real Madrid er orðinn dauðleiður á þeirri umfjöllun sem hann hefur fengið í fjölmiðlum undanfarin ár, en kappinn skoraði tvö mörk fyrir Madrid í Meistaradeildinni í vikunni. Hann hefur ekki átt fast sæti í liði Real Madrid og vitað er að Fabio Capello er ósáttur við líkamlegt ástand framherjans snjalla. Fótbolti 8.12.2006 17:43
Cannavaro meiddur eftir tæklingu samherja Nýkjörinn knattspyrnumaður Evrópu, ítalski miðvörðurinn Fabio Cannavaro hjá Real Madrid, missir væntanlega af sínum þriðja leik í röð með félaginu eftir að hann meiddist á ökkla á æfingu liðsins í morgun. Cannavaro varð þá fyrir harkalegri tæklingu frá félaga sínum Ruud Van Nistelrooy og reiddist sá ítalski í kjölfarið og neitaði að taka í hönd félaga síns eftir æfinguna. Fótbolti 7.12.2006 16:50
Við munum vinna Werder Bremen Leikmenn Barcelona munu mæta sigurvissir til leiks gegn Werder Bremen í viðureign liðanna í Meistaradeild Evrópu á þriðjudaginn, þrátt fyrir að hafa aðeins náð 1-1 jafntefli gegn Levante um helgina. Leikurinn er hreinn úrslitaleikur um hvort liðið fer áfram í 16-liða úrslit og nægir Bremen annað stigið í leiknum. Fótbolti 3.12.2006 19:58
Real einu stigi á eftir Barcelona Real Madrid heldur áfram að saxa á forskot Barcelona í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta og eftir 2-1 sigur liðsins á Atletico Bilbao í kvöld munar nú aðeins einu stigi. David Beckham og Ronaldo komu inn á í hálfleik hjá Real í kvöld og breyttu gangi leiksins. Fótbolti 3.12.2006 20:01
Rikjaard óánægður með nýtingu sinna manna Frank Rikjaard, þjálfari Barcelona, skaut föstum skotum að leikmönnum sínum í samtali við spænska fjölmiðla eftir jafntefnisleikinn gegn Levante í gær og gagnrýndi þá fyrir að nýta færin ekki nægilega vel. Fótbolti 3.12.2006 15:36
Faðir leikmanns fékk hjartaáfall og lést Hörmulegt atvik átti sér stað í viðureign Tenerife og Ponferradina í spænsku 2. deildinni í gær þegar faðir eins leikmanns Tenerife fékk hjartaáfall er hann horfði á leikinn úr áhorfastúkunum og lést. Fótbolti 2.12.2006 22:45
Barcelona náði aðeins jafntefli Barcelona fór illa að ráði sínu gegn Levante í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld og varð að láta sér lynda jafntefli, 1-1. Eiður Smári Guðjohnsen lék allan leikinn fyrir Barcelona og náði ekki að seta mark sitt á leikinn. Fótbolti 2.12.2006 21:01
Eiður stefnir á sigur í HM félagsliða Eiður Smári Guðjohnsen hjá Barcelona segir að hann og samherjar sínir stefni á sigur í Heimsmeistarakeppni félagsliða sem hefst í Japan þann 10. desember næstkomandi. Fótbolti 2.12.2006 12:40
Enn eitt áfallið fyrir Valencia Spænska stórliðið Valencia varð fyrir enn einu áfallinu í dag þegar úrugvæski landsliðsmaðurinn Mario Regueiro meiddist á hné á æfingu og verður frá keppni í 6-7 mánuði. Meiðslin eru nákvæmlega þau sömu og félagi hans Edu lenti í fyrir aðeins tveimur vikum, en nú eru 8 af fastamönnum liðsins á sjúkralista. Fótbolti 30.11.2006 15:18
Riquelme byrjaður að æfa á ný Argentínski landsliðsmaðurinn Juan Roamn Riquelme er nú byrjaður að æfa með liði sínu Villarreal á ný eftir sex daga leyfi. Riquelme var í Argentínu til að vera viðstaddur fæðingu síns þriðja barns og missti fyrir vikið af leik Villarreal og Barcelona um helgina. Fótbolti 28.11.2006 19:19
Bilbao rekur þjálfarann Baskaliðið Atletic Bilbao rak í dag þjálfarann Felix Sarriugarte eftir að liðið tapaði 3-1 fyrir Sevilla í spænsku deildinni í gær, en liðið datt niður á fallsvæðið í deildinni í kjölfarið. Bilbao hefur aldrei fallið úr efstu deild í sögu félagsins, en liðið slapp naumlega við fall á síðustu leiktíð og er sömuleiðis í vandræðum nú. Fótbolti 27.11.2006 19:26
Cannavaro þakkar landsliðinu og Juventus Ítalska landsliðið og Juventus voru Fabio Cannavaro ofarlega í huga í kvöld þegar hann tók við Gullknettinum, sem er viðurkenning sem afhent er knattspyrnumanni ársins að mati franska tímaritsins France Football. Cannavaro tileinkaði hluta verðlaunanna heimaborg sinni Napoli. Fótbolti 27.11.2006 19:00
Houllier segir það hneyksli að Cannavaro fái Gullknöttinn Gerrard Houllier, þjálfari Frakklandsmeistara Lyon, segir að það sé algjört hneyksli að ítalski varnarmaðurinn Fabio Cannavaro skuli hafa verið útnefndur knattspyrnumaður Evrópu í ár, en það verður staðfest við hátíðlega athöfn í kvöld. Fótbolti 27.11.2006 18:33