Spænski boltinn

Fréttamynd

Marquez frá í mánuð

Mexíkaninn Rafael Marquez verður frá næsta mánuðinn eftir að hann meiddist í leik Stuttgart og Barcelona í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Henry skoraði þrennu

Thierry Henry opnaði markareikning sinn fyrir Barcelona í deildinni með látum í gær þeggar hann skoraði þrennu í 4-1 útisigri liðsins á Levante í gærkvöldi. Viðureignin var leikur kattarins að músinni og var Leo Messi enn í eldlínunni. Hann átti þátt í tveimur marka Henry og skoraði það fjórða sjálfur. Barcelona skaust á toppinn með sigrinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Spænskir þjálfarar njóta ekki virðingar

Bernd Schuster segir að þjálfarar á Spáni eigi langt í land með að njóta sömu virðingar og kollegar þeirra á Englandi. Hann segir litla þolinmæði í garð þeirra og á ekki von á að sjá stjóra sitja í starfi í tíu ár á Spáni líkt og þekkist á Englandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldinho vill frekar fara til Milan

Ítalska blaðið Gazzetta dello Sport heldur áfram að kynda undir orðróm um að Ronaldinho sé á leið frá Barcelona þrátt fyrir að forráðamenn Katalóníufélagsins hafi gefið út að hann fari ekki fet.

Fótbolti
Fréttamynd

Tryggði hendur sínar fyrir 660 milljónir

Spænski landsliðsmarkvörðurinn Iker Casillas hjá Real Madrid hefur tryggt hendur sínar fyrir 660 milljónir króna fyrir leiktíðina. Tryggingin er meiðsla- og slysatrygging. "Tryggingafyrirtækið mat upphæðina, en ég vona að komi aldrei neitt fyrir hendurnar á mér. Annars eru allir líkamshlutar jafn mikilvægir, svo ég hugsa ekki mikið um þetta," sagði Casillas á blaðamannafundi.

Fótbolti
Fréttamynd

Óttaðist að missa af óperunni

Ramon Calderon, forseti Real Madrid, lenti í hrakningum á JFK flugvellinum í New York á dögunum þegar honum var ruglað saman við mann sem eftirlýstur var af innflytjendaeftirlitinu í Bandaríkjunum.

Fótbolti
Fréttamynd

Hierro ráðinn framkvæmdastjóri

Spænska knattspyrnusambandið hefur ráðið fyrrum landsliðsmanninn Fernando Hierro í stöðu framkvæmdastjóra sambandsins. Þetta kemur fram á síðu sambandsins í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Calderon fékk óblíðar móttökur í New York

Forseti Real Madrid lenti í heldur óskemmtilegri reynslu þegar hann var á ferð á flugvellinum í New York í Bandaríkjunum á dögunum. Þar var honum haldið föngnum í nokkrar klukkustundir vegna gruns um að hann væri maður á svarta lista innflytjendaeftirlitsins.

Fótbolti
Fréttamynd

Ronaldinho verður klár gegn Stuttgart

Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að Brasilíumaðurinn Ronaldinho hafi lofað sér að verða orðinn klár í slaginn á ný þegar liðið mætir Stuttgart í Meistaradeildinni í næstu viku. Ronaldinho er meiddur á kálfa og missir væntanlega af leikjum gegn Zaragoza annað kvöld og Levante um helgina.

Fótbolti
Fréttamynd

Samsæri í gangi gegn Ronaldinho

Roberto de Assis, bróðir og umboðsmaður Ronaldinho hjá Barcelona, segir samsæri vera í gangi hjá félaginu gegn bróður sínum. Ronaldinho er einn þeirra sem kennt hefur verið um slappa byrjun liðsins á tímabilinu.

Fótbolti
Fréttamynd

Pires: Skilnaðurinn hefur áhrif á Henry

Robert Pires, fyrrum félagi Thierry Henry frá því hjá Arsenal, segir hjónaskilnaðinn vera ástæðu þess að stuðningsmenn Barcelona hafi enn ekki fengið að sjá hinn sanna Henry.

Fótbolti
Fréttamynd

Saviola í skýjunum með fyrsta markið

Argentínski framherjinn Javier Saviola skoraði sitt fyrsta mark fyrir Real Madrid í gær þegar liðið vann sigur á Almeria í spænsku deildinni. Saviola var keyptur til Real frá Barcelona í sumar og var ekki lengi að launa forráðamönnum félagsins traustið.

Fótbolti
Fréttamynd

Heppnin með Valencia

Stórlið Real Madrid og Valencia á Spáni voru ekki sérstaklega sannfærandi í kvöld þegar þau unnu sigra á lægra skrifuðum andstæðingum sínum. Valenca hafði heppnina með sér þegar slysalegt mark tryggði sigurinn gegn Valladolid.

Fótbolti
Fréttamynd

Sneijder meiddur

Hollenski landsliðsmaðurinn Wesley Sneijder hjá Real Madrid gæti misst af leik Hollendinga við Albani annað kvöld og hugsanlega leik Real gegn Almeria um helgina eftir að hann meiddist á ökkla á æfingu með landsliðinu. Snejder hefur verið í frábæru formi með Real síðan hann gekk í raðir liðsins í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Navarro laus úr banni

Varnarmaðurinn David Navarro hjá Real Mallorca verður væntanlega í leikmannahópi Real Mallorca fyrir leik liðsins gegn Villarreal á sunnudaginn, en þá verður hann búinn að ljúka sex mánaða keppnisbanninu sem hann fékk fyrir slagsmál á sínum tíma. Navarro er samningsbundinn Valencia en er lánsmaður hjá Mallorca. Hann var einn aðalmaðurinn í ólátunum sem urðu á leik Valencia og Inter Milan í mars.

Fótbolti
Fréttamynd

Oleguer gæti farið í fangelsi

Spænski knattspyrnumaðurinn Oleguer gæti átt yfir höfði sér allt að þriggja ára fangelsi ef hann verður fundinn sekur um að hafa komist í kast við lögreglu í átökum sem brutust út fyrir utan krá í grennd við Barcelona fyrir tæpum þremur árum.

Fótbolti
Fréttamynd

Vicente frá í mánuð

Spænski landsliðsmaðurinn Vicente hjá Valencia verður frá keppni í mánuð vegna meiðsla á læri. Þetta kom í ljós eftir að hann fór til sérfræðinga í Madrid í gær sem fengnir voru til að skoða hann eftir að hann hélt því fram í fjölmiðlum að læknar Valencia væru vanhæfir. Hann á yfir höfði sér sekt vegna þeirrar yfirlýsingar, en læknar Valencia höfðu áður dæmt að meiðsli hans væru af sálrænum toga.

Fótbolti
Fréttamynd

Dos Santos er ekki á förum frá Barcelona

Faðir mexíkóska undrabarnsins Giovani Dos Santos hjá Barcelona segir ekkert til í blaðaskrifum á Englandi þar sem fullyrt hefur verið að Chelsea sé að undirbúa kauptilboð í drenginn. Dos Santos hefur náð að komast í aðallið Barcelona og þykir eitt mesta efni í Evrópu. Faðir hans segir drenginn ánægðan hjá Barcelona og bendir á að hann sé í viðræðum um nýjan samning við Katalóníufélagið.

Fótbolti
Fréttamynd

Riquelme byrjaður að æfa með Villarreal á ný

Argentínski leikstjórnandinn Juan Roman Riquelme mætti í dag á sína fyrstu æfingu með spænska liðinu Villarreal í langan tíma. Riquelme var í sumar tjáð að krafta hans væri ekki lengur óskað hjá félaginu eftir ósætti hans við þjálfarann, en hann hefur nú snúið til æfinga á ný með liðinu eftir að hafa æft einn í tvær vikur.

Fótbolti