Spænski boltinn

Fréttamynd

Vantaði alla auðmýkt í Mourinho

Fyrrum leikmaður Real Madrid, Guti, er ekki sáttur við portúgalska þjálfarann, Jose Mourinho, sem skilur við Real Madrid eftir sitt þriðja og lélegasta tímabil með liðið.

Fótbolti
Fréttamynd

Fabregas verður ekki seldur

Það er búið að orða Cesc Fabregas mikið við England síðustu daga og þá hefur hann sérstaklega mikið verið orðaður við Man. Utd.

Fótbolti
Fréttamynd

Vilanova á að hætta með Barcelona

Hollenska goðsögnin Johan Cruyff er ekki vön því að liggja á skoðunum sínum. Hann hefur nú lýst þeirri skoðun sinni að Tito Vilanova eigi að hætta að þjálfa Barcelona.

Fótbolti
Fréttamynd

Gefur Real Madrid undir fótinn

Þó svo margt hafi bent til þess upp á síðkastið að Gareth Bale ætli sér að vera áfram hjá Tottenham þá hefur umboðsmaður hans verið að gefa Real Madrid undir fótinn.

Fótbolti
Fréttamynd

Zidane á að fá Bale til Real Madrid

Real Madrid hefur haft það á stefnu sinni í áraraðir að kaupa bestu leikmenn heims. Ekki á að hverfa frá þeirri stefnu og efstur á blaði félagsins í dag er Walesverjinn Gareth Bale sem spilar fyrir Tottenham.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona á enn möguleika á 100 stigum

Alexis Sánchez og Pedro Rodríguez skoruðu mörk Barcelona í 2-0 útisigri á nágrönnunum í Espanyol í næstsíðustu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Barcelona er þar með komið með 97 stig og getur náð hundrað stigunum með sigri í lokaleiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Real Madrid missti niður 2-0 forystu

Real Madrid varð að sætta sig við 3-3 jafntefli á móti Real Sociedad í næstsíðustu umferð spænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Real Madrid komst í 2-0 og 3-2 en Xabi Prieto tryggði Real Sociedad jafntefli á þriðju mínútu í uppbótartíma.

Fótbolti
Fréttamynd

Ég verð ekkert fúll þótt hann fari frá okkur

Diego Simeone, þjálfari Atletico Madrid, virðist vera búinn að sætta sig við að kólumbíski framherjinn Radamel Falcao sé á förum frá spænska félaginu. Argentínski þjálfarinn ætlar í það minnsta ekki að fara í fýlu ákveði Falcao að leita annað.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho í tveggja leikja bann

Jose Mourinho, stjóri Real Madrid, hefur verið dæmdur í tveggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í bikarúrslitaleiknum á Spáni í síðustu viku.

Fótbolti
Fréttamynd

Mourinho hættir í lok leiktíðar

Jose Mourinho mun láta af störfum sem þjálfari Real Madrid í lok leiktíðar. Florentino Perez, forseti félagsins, greindi frá þessu á blaðamannafundi sem boðað var til í Madríd í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Atlético vann Real í bikarúrslitaleiknum - Ronaldo fékk rautt

Atlético Madrid er spænskur bikarmeistari í knattspyrnu eftir 2-1 sigur á Real Madrid í framlengdum bikarúrslitaleik á Santiago Bernabéu í kvöld. Brasilíumaðurinn Miranda skoraði sigurmarkið á 98. mínútu. Real Madrid endaði leikinn með tíu menn eftir að Cristiano Ronaldo fékk rauða spjaldið á 117. mínútu. Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, fékk líka rautt.

Fótbolti
Fréttamynd

Xavi: Mourinho fór skelfilega illa með Casillas

Xavi, leikmaður Barcelona, er allt annað en sáttur með þá meðferð sem Iker Casillas, liðsfélagi hans úr spænska landsliðinu, fékk hjá Real Madrid á þessu tímabili. Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, gróðursetti Casillas á varamannabekknum á miðju tímabili og gagnrýndi hann líka ítrekað opinberlega.

Fótbolti
Fréttamynd

Við munum sakna Mourinho

Brasilíumaðurinn Dani Alves, leikmaður Barcelona, segir að það verði missir fyrir spænsku úrvalsdeildina ef Jose Mourinho hættir hjá Real Madrid í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Messi meiddist en Barcelona vann

Barcelona á enn möguleika á að jafna stigametið á Spáni eftir 2-1 endurkomusigur á útivelli á móti Atletico Madrid í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Brcelona var búið að tryggja sér titilinn fyrir leikinn þar sem að Real Madrid náði aðeins jafntefli á móti Espanyol í gær.

Fótbolti
Fréttamynd

Atletico hefur áhuga á Villa

Það bendir flest til þess að framherji Barcelona, David Villa, yfirgefi félagið í sumar. Hann er meðal annars orðaður við Atletico Madrid.

Fótbolti
Fréttamynd

Barcelona orðið Spánarmeistari

Barcelona varð í kvöld Spánarmeistari í knattspyrnu. Liðið þurfti þó ekki að spila til þess að landa titlinum. Real Madrid gerði í kvöld jafntefli, 1-1, gegn Espanyol og Real á því ekki lengur möguleika á því að ná Barcelona.

Fótbolti