Tækni

Fréttamynd

Tvær þjóðir í einu landi

Íslendingar verða tvær þjóðir í einu landi ef ekki verður gerður skurkur í að byggja upp fjarskiptamöguleika á landsbyggðinni, sagði Runólfur Ágústsson, rektor við Viðskiptaháskólann á Bifröst, við útskrift kvenna í atvinnurekstri á landsbyggðinni.

Innlent
Fréttamynd

Rafmagnið víkur fyrir ljósinu

Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, segir að aflagðar hafi verið fyrirætlanir um frekari uppbyggingu eða endurnýjun á tækjabúnaði vegna internettenginga um raforkukerfið, sem seld hefur verið undir merkjum Fjöltengis Orkuveitunnar.

Innlent
Fréttamynd

Jón leggur í langsund

Jón S. von Tetzchner, íslenskur forstjóri norska vafrafyrirtækisins Opera Software, sagðist á vinnufundi í fyrirtækinu ætla að synda frá Noregi til Bandaríkjana ef fleiri en milljón hlaða niður nýjustu útgáfu vafrans sem út kom á þriðjudag á fyrstu fjórum dögunum.

Innlent
Fréttamynd

Telja samtvinnun óheimila

Stjórn INTER, samtaka netþjónusta, sendi í gær kvörtun til Samkeppnisstofnunar vegna nýrra tilboða á netþjónustu hjá Og Vodafone og Símanum. INTER telur að um ólöglega samtvinnun þjónustu á milli óskyldra markaða sé að ræða, auk skaðlegrar undirverðlagningar.

Innlent
Fréttamynd

Og Vodafone yfirtekur Fjöltengi

"Þetta held ég að allir hafi séð fyrir nema Alfreð Þorsteinsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir á sínum tíma," segir Guðlaugur Þór Þórðarsson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, en fjarskiptafyrirtækið Og Vodafone hefur að mestu lokið yfirtöku á Fjöltengi, internetfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur.

Innlent
Fréttamynd

Jemenar læra af Íslendingum

Stjórnvöld í Jemen hafa ákveðið að leita á náðir Íslendinga og læra af reynslu íslenskra stjórnvalda af rafrænum ríkisrekstri. Jemenar vilja fara að íslenskri fyrirmynd, segir í þarlendum fjölmiðlum, og auka færni, skilvísi og samskipti innan hins opinbera. Í <em>Yemen Times</em> segir að íslenska tilraunin hafi leitt í ljós að rafræn samskipti og samvinna ráðuneyta auki mjög á skilvirkni.

Erlent
Fréttamynd

Efla uppbyggingu háhraðanets

Heimili, fyrirtæki og stofnanir verða öll komin með möguleika á háhraðatengingum fyrir lok næsta árs samkvæmt fjarskiptaáætlun samgönguráðherra. Efla á háhraðatengingarnar á næstu árum þannig að árið 2010 verði hraðinn í fastneti að lágmarki 100 megabæt á sekúndu og eitt megabæt til notanda í farnetum.

Innlent
Fréttamynd

Ísland verið fremst í fjarskiptum

Ísland kemst í fremstu röð í heiminum í upplýsingatækni og fjarskiptum með fimm ára fjarskiptaáætlun sem hefst í ár. Með henni á að bæta sjónvarps- og útvarpssendingar til dreifðra byggða og sjómanna auk þess sem farsímakerfið verður eflt og háhraðatengingu komið upp um allt land.

Innlent
Fréttamynd

Háhraðavæðing fyrir árið 2007

Fjarskiptaáætlun fyrir tímabilið 2005-2010 gerir ráð fyrir að öll heimili, stofnanir og fyrirtæki landsins verði orðin háhraðavædd fyrir árið 2007 sem muni skipa Íslandi í fremstu röð þjóða í upplýsingatækni. Áætlunin gerir ráð fyrir að ein sjónvarpsstöð hið minnsta verði send stafrænt út um gervihnött fyrir landið allt og næstu mið strax á þessu ári og að í boði verði stafrænt sjónvarp um háhraðanet.

Innlent
Fréttamynd

Farsímanotendum fjölgar hratt

Símtölum í farsímakerfum símafyrirtækja hérlendis fjölgar jafnt og þétt á kostnað almenna símkerfisins en notendur þess hafa ekki verið færri síðan 1997. Fjölda smáskilaboða milli farsíma hefur fjölgað þrefalt á síðustu fjórum árum.

Innlent
Fréttamynd

Heilaæxli fylgi ekki farsímanotkun

Notkun farsíma eykur ekki líkurnar á heilaæxli samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar frá Danmörku. Rannsóknin náði til rúmlega þúsund manna og leiddi í ljós að ekki er fylgni á milli notkunar farsíma og krabbameins í heila. Rannsakendur benda þó á að enn hafi ekki verið gerðar langtímarannsóknir á áhrifum farsíma þar sem tæknin hafi ekki verið nógu lengi við lýði.

Erlent
Fréttamynd

Modernus að gefast upp á blogginu

Modernus, sem rekur samræmda vefmælingu íhugar að hætta mælingu á íslenskum bloggvefjum, eftir því sem fram kemur á vefsíðu Modernuss. Orðrétt segir á vef fyrirtækisins; "Eftir stendur að ekkert lát er á bloggæðinu svonefnda og að fyrr eða síðar kemur að því að of dýrt verður fyrir Modernus að mæla allar þessar síður, nema auknar tekjur komi til - því miður."

Innlent
Fréttamynd

Með rafrænan sjónvarpsvísi

Fjarskiptafyrirtækið Hive ætlar að vera með vikulegan rafrænan dagskrárvísi í tengslum við sjónvarpsútsendingar sínar sem hefjast á netinu í vor.

Innlent
Fréttamynd

Aukin neytendavernd

Fjarskiptafyrirtæki sem býður internetþjónustu er skylt að skýra áskrifendum sínum frá því hvenær þeir greiða fyrir niðurhal erlendis frá.

Innlent
Fréttamynd

Ná sjónvarpssendingum um ADSL

Annar áfangi stafrænnar sjónvarpsþjónustu Símans um ADSL-kerfi sín er hafinn. Í vikunni hafa 11 bæjarfélög á landsbyggðinni bæst í hóp þeirra 20 bæjarfélaga sem undanfarið hafa fengið aðgang að stafrænu sjónvarpi um ADSL. Um er að ræða bæjarfélög sem þegar í dag ná útsendingum Skjás eins en eru í fyrsta sinn að fá aðgang að erlendum sjónvarpsrásum.

Innlent
Fréttamynd

Farsímar taki við af sjónvarpi

Farsímar taka brátt við af sjónvarpi sem helsti auglýsingamiðill heimsins. Þetta segir Andrew Robinson, einn helsti auglýsingasérfræðingur heims. Hann segir að með nýrri upptökutækni verði sífellt auðveldara fyrir fólk að forðast auglýsingar í sjónvarpi. Leiðin fyrir auglýsendur til þess að nálgast fólk verði í framtíðinni í gegnum farsíma og eins fartölvur.

Innlent
Fréttamynd

Óánægja meðal starfsfólks

Nýtt rafrænt stimpilklukkukerfi sem tekið hefur verið upp á ríkisspítölunum þykir það flókið að starfsfólk hefur sagt upp störfum og fleiri íhuga uppsagnir. Hefur öllum starfsmönnum verið gert að sækja sérstök námskeið til að læra á kerfið og hefur Fréttablaðið heimildir fyrir því að sú krafa hafi fyllt mælinn hjá fjölmörgum einstaklingum.

Innlent
Fréttamynd

Bitnar á börnum og unglingum

Gægju- og njósnabúnaður er sívaxandi vandamál í heimilistölvum. Búast má við að ný heimilistölva geti allt að 850 veirur, orma og hlaðið inn gægju- og njósnabúnaði af ýmsu tagi á einni klukkustund sé hún lítið varin og netnotkunin óvarleg. Óværan bitnar einkum á börnum og unglinum. </font /></b />

Innlent
Fréttamynd

Sony sektað fyrir einkaleyfabrot

Dómstóll í Kaliforníu hefur sett sölubann á Playstation-leiki og sektað framleiðandann Sony um 90 milljónir bandaríkjadala fyrir brot á einkaleyfalöggjöfinni. Sony hefur ákveðið að áfrýja að dómnum og á meðan er fyrirtækinu heimilt að selja tölvuleikina. Dómstóllinn féllst á rök tölvufyrirtækisins Immersion, sem stefndi Sony, að það ætti einkarétt á þeirri tækni sem veldur titringi í stjórnborði Playstation-leikjanna.

Leikjavísir
Fréttamynd

Þjófnaðarhugbúnaði laumað í tölvur

Tölvunotendum stafar æ meiri ógn af óprúttnum náungum sem lauma hugbúnaði í tölvurnar þeirra eða reyna að plata út úr þeim viðkvæmar upplýsingar. Bandarískur sérfræðingur í tölvuöryggismálum segir einu vörn fólks gegn þessu að uppfæra vírusvarnir sínar reglulega.

Innlent
Fréttamynd

Bætir GSM-kerfi sitt á Vesturlandi

Og Vodafone hefur tekið í notkun GSM-senda í Hvalfjarðargöngum, en um er að ræða lokahluta verkefnis sem staðið hefur yfir frá því í fyrra og felur í sér helmingsfjölgun á sendum á GSM-dreifikerfi Og Vodafone á Vesturlandi. Í tilkynningu frá félaginu segir að markmiðið hafi verið að efla og þétta kerfið á þessu landssvæði, sérstaklega við þjóðveg 1.

Innlent
Fréttamynd

Fjarskiptatækni vel nýtt á Íslandi

Íslendingar standa næstfremstir allra þjóða í nýtingu á nýrri tækni í upplýsinga- og samskiptaiðnaði. Þetta kemur fram í árlegri skýrslu Alþjóðaefnahagsráðsins sem nær til 104 landa. Singapúr er í efsta sæti listans. Framfarir Íslendinga eru miklar því að í fyrra skipuðu þeir tíunda sæti listans.

Innlent
Fréttamynd

Aukning í árásum tölvuhakkara

Mikil aukning hefur orðið á árásum svokallaðra tölvuhakkara á vefsíður íslenskra fyrirtækja upp á síðkastið. Lögreglan í Reykjavík hvetur einstaklinga og fyrirtæki til að huga vel að vírusvörnum í tölvum sínum.

Innlent
Fréttamynd

Skype gríðarlega vinsælt

Meira en 150 þúsund manns hlaða niður símaforritinu Skype á degi hverjum, að sögn sænsks höfundar forritsins. Með Skype geta nettengdir talað ókeypis saman heimshorna á milli. Notendur Skype eru nú um 29 milljónir.

Erlent
Fréttamynd

Símar og vefir gáfu sig undan IDOL

Svo mikil þátttaka var í kosningu í tengslum við IDOL undanúrslitin að símakerfi hreinlega gáfust upp. Þá var svo mikil umferð á vef Vísis vegna IDOL leiksins að verulega hægði á vefnum og um tíma var hann við það að fara niður.

Innlent
Fréttamynd

Má ekki hafa Playstation2.is

Samkeppnisráð hefur úrskurðað að Haukur Vagnsson, sem búsettur er í Þýskalandi, hafi með skráningu lénsins playstation2.is, brotið gegn ákvæðum samkeppnislaga. Því hefur Hauki verið bönnuð notkun lénsins og verður hann að afskrá það innan tveggja vikna frá birtingu ákvörðunarinnar.

Leikjavísir
Fréttamynd

Vísir mest sótti vefur landsins

Vísir.is er orðinn fjölsóttasti vefur landsins. Þetta kemur fram í samræmdri vefmælingu Modernus fyrir vikuna 21. til 27. febrúar. Tæplega 160 þúsund manns heimsóttu Vísi síðustu heilu vikuna í febrúar og varð það til þess að vefurinn er kominn í efsta sæti á lista Modernus yfir þá vefi sem flestir netnotendur fara inn á.

Innlent
Fréttamynd

Ólögmæt lénsskráning

Samkeppnisráð hefur úrskurðað að Haukur Vagnsson, sem búsettur er í Þýskalandi, hafi með skráningu lénsins playstation2.is, brotið gegn ákvæðum samkeppnislaga. Því hefur Hauki verið bönnuð notkun lénsins og verður hann að afskrá það innan tveggja vikna frá birtingu ákvörðunarinnar. 

Leikjavísir