Box

Fréttamynd

Prinsinn áfrýjar

Fyrrum heimsemeistarinn Prince Naseem Hamed ætlar að áfrýja 15 mánaða fangelsisdómnum sem hann fékk fyrir glæfraakstur á dögunum. Lögmaður hans segir áfrýjunina beinast að lengd fangelsisdómsins og orðum sem dómarinn lét út úr sér þegar hann kvað upp dóm í málinu.

Sport
Fréttamynd

Hatton lagði Collazo í frábærum bardaga

Ricky Hatton mætti líklega einhverjum sterkasta andstæðingi sínum á ferlinum þegar hann lagði hinn örvhenta Luis Collazo naumlega í Boston Garden í nótt. Hatton er þar með orðinn heimsmeistari WBA meistari í veltivigt og sveik engann í fyrsta bardaga sínum í Bandaríkjunum sem sýndur var beint á Sýn í nótt.

Sport
Fréttamynd

Prinsinn í grjótið

Fyrrum heimsmeistarinn í hnefaleikum, Prince Naseem Hamed, var í dag dæmdur í 15 mánaða fangelski fyrir gáleysislegan akstur sem olli alvarlegu umferðarslysi í heimabæ hans Sheffield á Englandi. Hamed viðurkenndi brot sitt og er nú á leið í fangelsi, sem þýðir að ekkert verður úr endurkomu hans í hringinn í Bandaríkjunum á árinu eins og til stóð.

Sport
Fréttamynd

Hatton er óhræddur

Enski hnefaleikarinn Ricky Hatton er óhræddur við þá áskorun sem hann tekst á við annað kvöld þegar hann berst við hinn örvhenta Luiz Collazo í Boston. Hatton ætlar sér sem kunnugt er stóra hluti í Bandaríkjunum og bíður færis að fá að berjast við Floyd Mayweather í framtíðinni. Bardaginn annað kvöld verður í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Ætlar sér stóra hluti í Ameríku

Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton ætlar að sýna úr hverju hann er gerður á laugardagskvöldið þegar hann keppir sinn fyrsta bardaga í Bandaríkjunum. Bardaginn er sá fyrsti af þremur í samningi hans við HBO-sjónvarpsstöðina. Bardagi Hatton og Luis Collazo í Boston verður sýndur í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni Sýn á laugardagskvöldið.

Sport
Fréttamynd

Hatton valdi rangan andstæðing

Luiz Collazo, andstæðingur breska hnefaleikarans Ricky Hatton, segir að hann hafi gert stór mistök þegar hann samþykkti að mæta sér í hringnum í Boston þann 13. maí. Hatton ætlar sér stóra hluti í Bandaríkjunm og ákvað að þyngja sig til að mæta hinum örvhenta Collazo.

Sport
Fréttamynd

Fyrsti Íslandsmeistarinn í boxi í 53 ár

Ingrid Maria Mathisen úr Hnefaleikafélagi Reykjavíkur er fyrsti Íslandsmeistarinn í boxi í 53 ár. Hún sigraði Marianne Sigurðardóttur í fyrsta bardaga kvöldsins sem var í léttvigt yngri kvenna. Stefán Breiðfjörð var valinn besti boxari kvöldsins en hann sigraði Alexei Siggeirsson í hörkubardaga.

Sport
Fréttamynd

Íslandsmótið í hnefaleikum

Nú stendur yfir Íslandsmót í hnefaleikum - hið fyrsta í rúm 50 ár. Undankeppnin hefur staðið yfir á fimmtudegi og föstudegi og sjálf úrslitakeppnin verður á laugardagskvöldið, annað kvöld. Sjónvarpsstöðin Sýn verður með beina útsendingu frá úrslitunum og hefst útsendingin kl. 20.

Lífið
Fréttamynd

Þakklátur Guði fyrir hnefaleikana

Íslandsmótið í hnefaleikum fer fram um helgina. Meðal keppenda er hinn 18 ára gamli Sigurjón Arnórsson sem lærði box af afa sínum, Matthíasi Matthíassyni, sem 81 árs að aldri er enn að æfa hnefaleika.

Sport
Fréttamynd

HBO ætlar að gera Hatton að stórstjörnu

Ameríski kapalsjónvarpsrisinn HBO hefur lofað breska hnefaleikaranum Ricky Hatton að gera hann að stórstjörnu í Bandaríkjunum. Hatton hefur lengi dreymt um frægð og frama í Bandaríkjunum og nú hefur HBO lofað honum að gera hann jafn stóran þar í landi og hann er í heimalandinu. Hann berst við Luis Collazo í Bandaríkjunum þann 13. maí.

Sport
Fréttamynd

Mayweather vann Judah

Heimsmeistarinn Floyd Mayweather tryggði stöðu sína sem einn allra besti boxari heims þegar hann sigraði Zab Judah á stigum í bardaga þeirra í Las Vegas í nótt. Mayweather var sannarlega betri í bardaganum og hirti IBF-beltið af Judah með sigrinum. Mayweather er ósigraður í 35 bardögum.

Sport
Fréttamynd

Mayweather mætir Judah

Bardagi Floyd Mayweather og Zab Judah verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn í nótt og hefst útsendingin klukkan eitt eftir miðnættið. Mayweather hefur aldrei tapað bardaga og ætlar sér að hirða IBF-beltið af Judah, en Mayweather er almennt álitinn besti hnefaleikari heims í dag, pund-fyrir-pund.

Sport
Fréttamynd

Hatton mætir Collazo

Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton ætlar upp um einn þyngdarflokk þegar hann mætir bandaríska veltivigtarmeistaranum Luis Collazo í Boston þann 13. maí næstkomandi. Hatton er handhafi IBF og WBA meistaratitlanna í léttveltivigt, en ætlar nú að þyngja sig og leitast við að bæta við sig einum titli í viðbót á bandarískri grundu.

Sport
Fréttamynd

Rahman ætlar að ganga frá Toney

WBC meistarinn í þungavigt, Hasim Rahman, segist muni ganga frá áskoranda sínum Andrew Toney þegar þeir mætast í hringnum í Atlantic City á laugardagskvöldið. Bardaginn verður sýndur í beinni útsendingu á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Calzaghe og Lacy boxa í beinni í kvöld

Áhugamenn um hnefaleika bíða spenntir eftir boxbardaga Walesverjans Joe Calzaghe og Bandaríkjamannsins Jeff Lacy. Þeir mætast í Manchester í kvöld um titil WBO og IBF heimssambandanna í léttmillivigt. Bardaginn byrjar laust eftir klukkan 11 í kvöld og hann verður sýndur beint á Sýn.

Sport
Fréttamynd

Mosley of mikið fyrir Vargas

"Sugar" Shane Mosley hafði betur á tæknilegu rothöggi í 10. lotu í bardaga sínum við Fernando Vargas í Las Vegas í nótt, en bardaginn var sýndur í beinni útsendingu á Sýn. Vargas sýndi hetjulega baráttu, en hann varð að játa sig sigraðan að hluta til vegna þess að vinstra auga hans var svo bólgið að hann sá ekki út um það.

Sport
Fréttamynd

Khan stefnir á titil á næsta ári

Breska hnefaleikaundrið Amir Khan hefur sett stefnuna á titil í hnefaleikum um þetta leiti á næsta ári, en hann keppir aðeins sinn sjötta bardaga sem atvinnumaður á laugardaginn þegar hann mætir Jackson Williams í London.

Sport
Fréttamynd

Toney vill berjasti við Lewis

Hnefaleikarinn James Toney segist þess fullviss að hann geti lokkað fyrrum heimsmeistarann Lennox Lewis til að taka hanskana fram að nýju til að berjast við sig ef hann nær að vinna Hasim Rahman í titilbardaga þeirra í næsta mánuði.

Sport
Fréttamynd

Mayweather með stórar yfirlýsingar

Bandaríski hnefaleikarinn Floyd Mayweather er með skýr skilaboð til hins breska Ricky Hatton sem ætlar að hasla sér völl í Bandaríkjunum á næsu mánuðum. "Ef Hatton ætlar að berjast við mig, fer eins fyrir honum og Prinsinum á sínum tíma. Ef hann fer inn í hringinn með mér, verður hann laminn og kemur aldrei til Bandaríkjanna aftur," sagði Mayweather.

Sport
Fréttamynd

Khan mætir Williams í Norwich

Nú hefur verið tilkynnt að næsti andstæðingur undrabarnsins Amir Khan verði Jackson Williams og munu þeir eigast við þann 25. febrúar næstkomandi í London. Bardagi þeirra verður háður á undan viðureign Danny Williams og Matt Skelton í þungavigt.

Sport
Fréttamynd

Khan rotaði Martynov á 75 sekúndum

Vonarstjarna Breta í boxinu, unglingurinn Amir Khan, rotaði andstæðing sinn Vitali Martynov eftir aðeins 75 sekúndur í fimmta bardaga sínum sem atvinnumaður í Nottingham í gærkvöld. Þetta var fyrsti sex lotu bardagi Khan á ferlinum, en hann þurfti ekki nema eina til að ganga frá Hvít-Rússanum.

Sport
Fréttamynd

Gatti sigraði Damgaard

Hnefaleikarinn Arturo Gatti þurfti að hafa mikið fyrir því að leggja hinn danska Thomas Damgaard í Atlantic City í nótt, en Gatty var dæmdur sigur í tíundu lotu í bardaga sem á tíðum var hrein og klár slagsmál. Damgaard sýndi mikla keppnishörku og tók við miklum barsmíðum, en þurfti að lokum að játa sig sigraðan í bardaganum, sem var í beinni útsendingu á Sýn í nótt.

Sport
Fréttamynd

Bardaga Castillo og Corrales frestað

Þriðja bardaga þeirra Diego Corrales og Luis Castillo hefur verið frestað eftir að Corrales meiddist á æfingu á dögunum, en meiðsli hans munu þurfa nokkrar vikur til að jafna sig. Því verður ekki af því að þeir mætist aftur 4. febrúar eins og til stóð.

Sport
Fréttamynd

Hatton ætlar að berjast við þá stóru

Breski hnefaleikarinn Ricky Hatton hefur nú gefið út hverjir óskamótherjar hans séu fyrir árið 2006, en hann ætlar sér stóra hluti í Bandaríkjunum á árinu eftir að hafa mestmegnis barist við landa sína fram að þessu.

Sport
Fréttamynd

Óvíst með bardaga Hopkins og Jones

Draumabardagi þeirra Bernard Hopkins og Roy Jones Jr gæti nú verið í hættu, því illa gengur að semja um peningahliðina á bardaganum, sem fyrirhugaður var þann 11. mars næstkomandi. Báðir hnefaleikarar mega að vísu muna fífil sinn fegurri, en þó var talið víst að húsfyllir yrði þegar þessir fyrrum kóngar í sínum þyngdarflokki mættust aftur í hringnum.

Sport
Fréttamynd

Keppir í fyrsta sinn við útlending

Vonarstjarna breskra hnefaleika, hinn 19 ára gamli Amir Khan, keppir í fyrsta skipti við útlendan andstæðing á atvinnumannsferli sínum í Nottingham þann 28. janúar nk. Hann mun keppa við hinn 21 árs gamla Vitali Marynov, en Englendingar vonast til að Khan verði orðinn stórstjarna í hnefaleikaheiminum á næsta ári.

Sport
Fréttamynd

Mayweather vill berjast við Hatton á árinu

Þjálfari hnefaleikarans Floyd Mayweather segir að bardagi milli Mayweather og Ricky Hatton á árinu sé nú mjög raunhæfur möguleiki, ekki síst eftir að Zab Judah tapaði óvænt fyrir Carlos Baldomir á dögunum. Hatton hefur lengið viljað berjast í Bandaríkjunum til að verða sér út um meiri peninga og hróður á heimsvísu og nú lítur út fyrir að sá draumur gæti orðið að veruleika fljótlega.

Sport
Fréttamynd

Jones og Hopkins berjast aftur

Hinir frábæru hnefaleikamenn Roy Jones Jr og Bernard Hopkins hafa samþykkt að mætast í hringnum í vor, en þeir félagar börðust síðast árið 1993. Þar hafði Roy Jones betur, en eftir það skildu leiðir og þeir urðu báðir óumdeildir meistarar í sinni þyngd í meira en áratug.

Sport
Fréttamynd

Drátturinn í Meistaradeildinni beint á NFS

Í dag klukkan 11:00 verður dregið í 16 liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Áhugasömum er bent á að hægt er að sjá dráttinn í beinni útsendingu á sjónvarpsstöðinni NFS. Stöðinni er hægt að ná á rás 6 á Digital Ísland hjá 365 eða hér á Vísi VefTV.

Sport