Ástin á götunni

Fréttamynd

Kaupir Juventus Vieira í dag?

Luciano Moggi, framkvæmdastjóri Juventus er staddur í London þessa stundina, þar sem hann segist vera að ganga frá kaupum á fyrirliða Arsenal, Patrick Vieira.

Sport
Fréttamynd

Evrópukeppni félagsliða í kvöld

ÍBV og Keflavík verða í eldlínunni í dag í forkeppni Evrópukeppni félagsliða í knattspyrnu. Eyjamenn leika á heimavelli fyrri leik sinn gegn Færeyska liðinu B-36 og hefst leikurinn á Hásteinsvelli klukkan sex. Keflvíkingar leika gegn Etzella frá Luxembourg á útivelli og verður flautað til leiks klukkan 16.30.

Sport
Fréttamynd

Selfoss saxaði á Leikni

Tveir leikir fóru fram í 2. deild karla í kvöld. Topplið Leiknis gerði 1-1 jafntefli í nágrannaslagnum gegn ÍR og Selfoss vann Tindastól 3-0. Leiknir er efst með 22 stig eftir 10 leiki en Selfoss komst í 2. sætið með sigrinum og hafa 19 stig eftir 10 leiki. ÍR komst úr fallsæti með jafnteflisstiginu og eru í 7. sæti með 10 stig.

Sport
Fréttamynd

ÍBV náði ekki að sigra heima

ÍBV og B36 frá Færeyjum gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppni Evrópukeppni félagsliða en leiknum var að ljúka á Hásteinsvellinum í Eyjum. Færeyska liðið skoraði strax á 7. mínútu en Pétur Óskar Sigurðsson jafnaði á 25. mínútu.

Sport
Fréttamynd

Gerrard hvíldur í vetur

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, verður hvíldur reglulega á komandi keppnistímabili til þess að hann verði ekki ofkeyrður fyrir heimsmeistarakeppnina í Þýskalandi á næsta ári.

Sport
Fréttamynd

Sænska úrvalsdeildin

Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði eina mark Halmstad þegar liðið tapaði fyrir Gais 2-1 í sænsku bikarkeppninni í gær. Ásthildur Helgadóttir lék í 75.mínútu þegar lið hennar malmö bar sigurorð af AIK 2-0 í sænsku úrvalsdeildinni í gærkvöldi. Malmö og Umea eru efst í deildinni með 25 stig.

Sport
Fréttamynd

Young Boys

Skagamaðurinn fyrrverandi Grétar Rafn Steinsson lék allann leikinn með Youngs Boys þegar liðið vann Neuchatel Xamax 3-1 í fyrsta leik  svissnesku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í gær.

Sport
Fréttamynd

Draumur að spila með aðalliðinu

Bjarni Þór Viðarsson, knattspyrnumaðurinn ungi, lék sinn fyrsta leik með aðalliði enska liðsins Everton á miðvikudagskvöld þegar hann kom inn sem varamaður í æfingaleik gegn skoska liðinu Dundee United.

Sport
Fréttamynd

Fyrsta deild karla í kvöld

Þrír leikir eru í fyrstu deild karla í fótbolta í kvöld og flautað verður til leiks klukkan 20. Fjölnir tekur á móti Víkingi Reykjavík. Haukar og Breiðablik eigast við og Völsungar mæta KA á Húsavík. Leiknir og ÍR leika í annarri deild og Selfoss og Tindastóll.

Sport
Fréttamynd

Beretta tekinn við Parma

Mario Beretta hefur verið ráðinn nýr þjálfari ítalska liðsins Parma. Beretta var rekinn frá Chievo seint á síðasta tímabili eftir að liðið var komið niður í fallsvæðið. Það stoppaði þó ekki Parma.

Sport
Fréttamynd

Mathias Jonson til Djugardern

Sænski sóknarmaðurinn Mathias Jonson sem leikið hefur með Norwich City er á leiðinni til Djurgarden en með liðinu leika íslendingarnir Kári Árnason og Sölvi Geir Ottesen. Félögin hafa komist að samkomulagi um kaupverð en Jonson á eftir að semja um launaliði.

Sport
Fréttamynd

Forseti Juventus til London

Samkvæmt Sky fréttastofunni er Luciano Moggi, forseti Juventus, mættur ásamt fylgdarliði sínu til London til að ræða við Arsenal um hugsanleg kaup á Patrick Vieira, franska miðvallarleikmanninum í liði Arsenal.

Sport
Fréttamynd

Zidane hvetur Viera til að fara

Franska goðsögnin, Zinedine Zidane, leikmaður Real Madrid hvetur landa sinn Patrick Viera til að róa á önnur mið. Bæði Juventus og Real Madrid hafa sýnt Viera, sem er 29 ára gamall miðjumaður, mikinn áhuga.

Sport
Fréttamynd

Mourinho barmar sér

Jose Mourinho segir að það sé ekki tekið út með sældinni að eltast við góða leikmenn ef maður er knattspyrnustjóri Chelsea, því lið séu fljót að rísa upp á afturlappirnar ef einhver af leikmönnum þess er orðaður við ensku meistarana.

Sport
Fréttamynd

Liverpool og TNS í kvöld

Liverpool mætir Welska liðinu TNS í 1. umferð forkeppni meistaradeildarinnar í knattspyrnu í  kvöld.  Leikurinn verður sýndur beint á Sýn en hann hann hefst klukkan 18:45.  Margir leikmenn í TNS-liðinu eru gallharðir stuðningsmenn Liverpool. 

Sport
Fréttamynd

Efstu sætin í Visa bikar kvenna

KR, Fjölnir og Breiðablik tryggðu sér sæti í undanúrslitum Visa bikars kvenna í knattspyrnu í gær. KR lagði Stjörnuna að velli 1-3.Hrefna Jóhannesdóttir skoraði tvívegis fyrir KR.

Sport
Fréttamynd

Sir Alex á eftir markverði Stoke

Manchester United hafa gert 130 milljóna króna kauptilboð í varamarkvörð Stoke City, Ben Forster. Forster sem er 22 ára hefur enn ekki spilað leik með Stoke en markvarðarmál Stoke eru í öruggum höndum Steve Simonsen sem á sínum tíma var dýrasti markvörðurinn í enska boltanum.

Sport
Fréttamynd

Liverpool er 2 - 0 yfir

Liverpool er 2-0 yfir í hálfleik gegn Velska liðinu TSN í 1.umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Steven Gerard gerði bæði mörk liðsins en leikurinn fer fram á Anfield.

Sport
Fréttamynd

Wright-Phillips einbeittur

Stuart Pearce, knattpyrnustjóri Manchester City, segist vera orðinn dauðleiður á orðrómi um að Shaun Wright-Phillips sé á leið frá félaginu, en segir jafnframt að leikmaðurinn ungi hafi sýnt mikinn þroska með því að láta orðróminn ekki hafa áhrif á sig við æfingar.

Sport
Fréttamynd

Gerrard með þrennu

Liverpool sigraði T.N.S. frá Wales 3-0 í 1.umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Steven Gerrard gerði öll þrjú mörk liðsins en leikurinn fór fram á Anfield í Liverpool. Þetta var fyrsta þrennan hans fyrir félagið. Liðin mætast að nýju að viku liðinni á heimavelli T.N.S.

Sport
Fréttamynd

Beretta tekinn við Parma

Mario Beretta hefur verið ráðinn nýr þjálfari ítalska liðsins Parma. Beretta var rekinn frá Chievo seint á síðasta tímabili eftir að liðið var komið niður í fallsvæðið. Það stoppaði þó ekki Parma.

Sport
Fréttamynd

Liverpool bauð í Milito

Spænska liðið Real Zaragoza hefur staðfest að Liverpool hafi komið með tilboð í varnarmanninn Gabriel Milito en segja að leikmaðurinn sé ekki til sölu.

Sport
Fréttamynd

Forseti Barcelona strippar

Forseti spænsku meistaranna í Barcelona, Joan Laporta, reif sig úr görmunum fyrir framan flugvallarstafsmenn í Madrid í gær. Öryggishlið sem Laporta þurfti að fara í gegnum, bjallaði í þrígang og þegar forsetinn reyndi í fjórða skiptið missti hann stjórn á skapi sínu.

Sport
Fréttamynd

Simon Samuelsson til Keflavíkur

Eftir helgi kemur færeyski landsliðsmaðurinn Simon Samuelsson til reynslu hjá Keflavík. Hann hefur leikið með Vogi í Færeyjum og þykir mjög efnilegur framliggjandi miðjumaður. Móðir hans er íslensk og er úr Keflavík en Simon hefur búið í Færeyjum í ellefu ár.

Sport
Fréttamynd

Ólöglegur með Notts County

Varnarmaðurinn Brian O´Callaghan er enn samningsbundinn Keflavík í Landsbankadeildinni í fótbolta. O´Callaghan hefur þegar skrifað undir samning við Guðjón Þórðarson hjá Notts County þrátt fyrir að vera samningsbundinn hjá Suðurnesjaliðinu.

Sport
Fréttamynd

Chelsea sigraði í æfingaleik

Chelsea sigraði lið Wycombe í æfingaleik í kvöld 5-1. Jiri Jarosik gerði tvö marka Chelsea og þeir Arjen Robben, Carlton Cole og Joe Cole eitt mark hvor. Eiður Smári lék með Chelsea en var óheppinn að skora ekki, skot hans var varið á marklínu. Asier Del Horno lék sinn fyrsta leik með ensku meisturunum.

Sport
Fréttamynd

Bjarni Þór spilaði með Everton

Bjarni Þór Viðarsson, leikmaður Everton, lék sinn fyrsta leik með aðalliði Everton í dag þegar liðið mætti skoska liðinu Dundee United í æfingaleik. Everton vann leikinn 1-0. Bjarni Þór sem einungis er 18 ára  var fastamaður í varaliði Everton á síðast liðnu tímabili.

Sport
Fréttamynd

Shelbourne sigraði Írlands slaginn

Shelbourne frá Írlandi sigraði Glentoran frá Norður Írlandi í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld en leikurinn fór fram á Norður Írlandi. Þá tapaði HB frá Færeyjum fyrir Kaunas frá Litháen 4-2 í Færeyjum í sömu keppni. Þegar 63 mínútur eru liðnar af leik Liverpool og TNS er staðan 2-0 fyrir Liverpool. Þetta eru fyrri leikir liðanna.

Sport
Fréttamynd

Fróði og Pól á leið til landsins

ÍBV mætir B36 á morgun í Vestmannaeyjum í 1.umferð UEFA keppninnar í knattspyrnu. B36 er í efsta sæti færeysku Formúludeildarinnar ásamt Skála og HB.

Sport
Fréttamynd

Greta Mjöll með þrennu fyrir Blika

Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði þrennu fyrir Breiðablik sem komst í kvöld í undanúrslit VISA-bikars kvenna. Breiðablik vann nýliða Keflavíkur 3-1 og hefur unnið alla tíu leiki sína í deild og bikar í sumar. 1. deildarlið Fjölnis kom líka á óvart og sló út úrvalsdeildarlið ÍA.

Sport