Ástin á götunni

Fréttamynd

Wright-Phillips ekki með Englandi

Shaun Wright-Phillips, miðvallarleikmaður Chelsea, hefur dregið sig út úr enska landsliðshópnum fyrir leikinn gegn Dönum í kvöld vegna meiðsla á hné.

Sport
Fréttamynd

Byrjunarliðið gegn Suður Afríku

Landsliðsþjálfararnir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson hafa tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Suður-Afríku. Liðið er skipað (4-5-1) Árnir Gautur; Kristján Örn, Auðun, Stef´na G.,Indriði; Arnar Þór,Kári Árnason, Tryggvi G., Grétar Rafn, Eiður Smári; Heiðar Helguson. 

Sport
Fréttamynd

Landsleikurinn í beinni hér á Vísi

Landsleikur Íslands og Suður-Afríku í knattspyrnu sem fram fer í kvöld á Laugardalsvelli verður í beinni hér á boltavaktinni á Vísi. Elvar Geir Magnússon íþróttafréttamaður færir lesendum fregnir af vellinum um leið og eitthvað gerist.

Sport
Fréttamynd

Jafnt eftir hálftíma leik

Staðan er jöfn 1-1 í leik Íslands og Suður Afríku þegar hálftími er liðinn af leiknum. Grétar Rafn Steinsson kom Íslandi yfir á 25. mínútu en Delron Buckley jafnaði fyrir Suður Afríku rúmri mínútu síðar. Leikurinn er í beinni á <strong>BOLTAVAKT VÍSIS.</strong>

Sport
Fréttamynd

Fékk rautt eftir 30 sekúndur

Argentínumenn þurftu ekki að sýna á sér sparihliðarnar þegar þeir sóttu Ungverja heim í æfingaleik í gær og höfðu sigur 2-1, þrátt fyrir að leika manni færri síðustu 25 mínútur leiksins. Það var Maxi Rodriguez sem kom Argentínumönnum yfir eftir 17 mínútna leik, en lærisveinar Lothar Matthaus náðu að jafna metin rétt fyrir lok fyrri hálfleiksins.

Sport
Fréttamynd

Abbiati til Juventus að láni

Markvörðurinn Christian Abbiati er genginn til liðs við Juventus að láni frá A.C. Mílan. Gianluigi Buffon, aðalmarkvörður Juventus meiddiist illa í leik gegn A.C. Mílan um helgina þegar hann fór úr axlarlið eftir samstuð við Kaká leikmann Mílan og því þurfti Juventus sárlega á markverði að halda.

Sport
Fréttamynd

Kanoute til Sevilla

Sóknarmaðurinn Fredi Kanoute er genginn til liðs við Sevilla á Spáni frá enska liðinu Tottenham fyrir 4,4 milljónir punda. Malí búinn gerði fjögurra ára samninga við spænska liðið. Tottenham er nú sterklega orðaðir við þá Jermaine Jenas miðvallarleikmann Newcastle og Dirk Kuyt sóknartengilið PSV Eindhoven.

Sport
Fréttamynd

Ísland komið í 3-1

Ísland er að vinna Suður Afríku 3-1 á Laugardalsvelli. Þeir Arnar Þór Viðarsson, Grétar Rafn Steinsson og Heiðar Helguson hafa gert mörk Íslendinga en Delron Buckley gerði mark gestanna.

Sport
Fréttamynd

Ronaldo meiddur á ökkla

Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, leikur ekki með landsliði sínu, Portúgal gegn Egyptum á miðvikudag vegna ökklameiðsla. Ronaldo missti af leik United gegn Everton vegna sömu meiðsla en verður líklega með United gegn Aston Villa næsta laugardag. Í stað Ronaldos var Luis Boa Morte,leikmaður Fulham valinn í landsliðið.

Sport
Fréttamynd

Ólafur og Hannes líklega ekki með

Ólíklegt er að Ólafur Bjarnason og Hannes Þ. Sigurðsson leiki með íslenska landsliðinu gegn Suður-Afríkumönnum í vináttuleik í knattspyrnu á Laugardalsvellinum á morgun. Þeir eru báðir meiddir og Ólafur líklega með rifinn liðþófa. Ásgeir Sigurvinsson landsliðsþjálfari reiknar með því að leyfa sem flestum leikmönnum að spreyta sig annað kvöld.

Sport
Fréttamynd

Fish búinn að leggja árar í bát

Mark Fish, fyrrum fyrirliði Suður Afríska landsliðsins í knattspyrnu er hættur knattspyrnuiðkunnar vegna þrálátra hnémeiðsla. Fish,31árs lék með Bolton og Charlton í ensku úrvalsdeildinni en var síðast hjá Ipswich í ensku Championship deildinni.

Sport
Fréttamynd

Ósáttur við Mikka Mús leiki

Graeame Souness, knattspyrnustjóri Newcastle er ekki sáttur við vináttulandsleikina sem eru spilaðir í þessari viku. "Þetta eru Mikka Mús leikir sem skipta engu máli og nú þegar ég vil vinna með mína menn á æfingavellinum eru sex eða sjö leikmenn fjarverandi. Spurðu hvaða knattspyrnustjóra sem er, allir eru ósáttir," sagði Souness.

Sport
Fréttamynd

Byrjunarlið Englendinga gegn Dönum

Sven Göran Erikson hefur valið byrjunarlið Englendinga sem mætir Dönum á Parken á morgun. Michael Owen er hafður á bekknum því hann er í leikbanni í næsta leik liðsins í undankeppni HM. Lið Englands ( 4-3-1-2 eða 4-3-3), Paul Robinson, G.Neville, Rio, Terry, A.Cole; Gerrard, Lampard, Beckham, Joe Cole; Dafoe, Rooney.  

Sport
Fréttamynd

SWP meiddur

Enska landsliðið í knattspyrnu verður að vera án Shaun Wright-Phillips í æfingaleiknum við Dani annað kvöld, en tilkynnt var að hann færi ekki með liðinu til Danmerkur vegna þess að annað hné hans væri bólgið.

Sport
Fréttamynd

Berger rekinn

Jörg Berger þjálfari þýska liðsins Hansa Rostock var rekinn í gær og Frank Pagelsdorf  ráðinn í hans stað, en hann var þjálfari liðsins á árunum 1994 til 1997. Hansa Rostock, sem féll úr þýsku úrvalsdeildinni í vor, hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum í 2. deild. 

Sport
Fréttamynd

Hannes Þór og Ólafur Örn meiddir

Hannes Þór Sigurðsson, leikmaður Víking og Ólafur Örn Bjarnason, leikmaður Brann úr norska boltanum eru meiddir og verða því ekki með íslenska landsliðinu í knattspyrnu gegn Suður Afríku á morgun á Laugardalsvelli. Hannes Þór er meiddur á ökkla en Ólafur Örn er meiddur á liðþófa.

Sport
Fréttamynd

England sigraði Danmörk í U21

Enska landsliðið skipað leikmönnum 21 árs og yngri sigraði jafnaldra sína frá Danmörku 1-0 í kvöld með marki frá Darren Ambrose leikmanni Charlton. Á morgun eigast við aðallið þjóðanna í Parken í Danmörku.

Sport
Fréttamynd

Fowler á nokkuð í land

Robbie Fowler, framherjinn knái hjá Manchester City, er enn nokkrum vikum frá því að ná bata á þeim meiðslum sem hafa hrjáð hann í allt sumar.

Sport
Fréttamynd

Gerði tvö í litla nágrannaslagnum

Bjarni Þór Viðarsson, 17 ára gamall leikmaður Everton á Englandi gerði tvö mörk fyrir varlið liðsins gegn Liverpool í litla nágrannaslag liðana eins og þeir kalla leikinn á heimasíðu Everton. Hann gerði bæði mörkin í fyrri hálfleik og var óheppinn að gera ekki þrennu í kvöld því hann átti skot sem sleikti stöngina í lok fyrri hálfleiks.

Sport
Fréttamynd

Sölunni á Essien seinkar enn

Forráðamenn Lyon náðu ekki að senda samningsdrög til Chelsea í tæka tíð til að ganga frá félagsskiptum Mickael Essien og því verður það ekki fyrr en á morgun sem gengið verður frá kaupunum.

Sport
Fréttamynd

Nakata til Bolton

Japanski knattspyrnumaðurinn Hidetoshi Nakata hefur verið lánaður frá Fiorentina á Ítalíu til enska úrvalsdeildarliðsins Bolton.

Sport
Fréttamynd

Halvorsen hættir með Sundsvall

Norski þjálfarinn Jan Halvor Halvorsen hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Sundsvall hætti í gær störfum daginn eftir að lið hans var kjöldregið af Halmstad. Eyjamaðurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson skoraði þrennu þegar Halmstad vann Sundsvall 6-0 í fyrrakvöld. Halvorsen fór til Sundsvall í fyrra frá norska liðinu Sogndal og skrifaði þá undir þriggja ára samning.

Sport
Fréttamynd

Hodgson þjálfar Finna

Englendingurinn Roy Hodgson þjálfari norska úrvalsdeildarliðsins Viking, hefur verið ráðinn landsliðsþjálfari Finna frá og með haustinu 2006. Hodgson er reyndur þjálfari sem víða hefur komið við á ferli sínum og meðal annars hefur hann þjálfað Inter Mílan, Udinese, Blackburn og FC Kaupmannahöfn.

Sport
Fréttamynd

Buffon frá í átta vikur

Gianlugi Buffon, markvörður Juventus og ítalska landsliðsins er meiddur og mun því missa af upphafi leiktíðarinnar. Buffon fór úr axlarlið í leik gegn A.C. Milan um helgina og verður frá keppni í 8 vikur.

Sport
Fréttamynd

Mourinho ósáttur við sjálfan sig

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea náði ekki upp í nefið á sér af óánægju með leik liðs síns í sigrinum á Wigan í gær og sagðist axla ábyrgðina sjálfur.

Sport
Fréttamynd

AC Milan vann Berlusconi-bikarinn

AC Milan sigraði Juventus 2-1 í Berlusconi-bikarnum í fótbolta í gær. Patrick Viera kom Juventus yfir en Brasilíumennirnir Kaka og Serginho skoruðu fyrir AC Milan. Tveir leikmenn Juventus fóru meiddir af velli, Pavel Nedved og Gianluigi Buffon. Ítalska úrvalsdeildin hefst eftir hálfan mánuð.

Sport
Fréttamynd

Hermann kominn með nýtt númer

Hermann Hreiðarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu er búinn að skipta um númer hjá Charlton, Hermann sem hefur verið númer 12 síðustu leiktíðir er kominn í treyju númer 3 sem er hið eina sanna númer vinstri bakvarðar. Hermann verður ekki með landsliðinu sem mætir Suður Afríku á miðvikudag á Laugardalsvelli, landsliðsþjálfararnir gáfu honum frí.

Sport
Fréttamynd

Arnar Þór skoraði gegn Mouscron

Í belgíska fótboltanum skoraði Arnar Þór Viðarsson annað mark Lokeren í 2-0 sigri á Mouscron. Gunther Van Handenhoven skoraði seinna markið eftir sendingu Arnars Grétarssonar.

Sport
Fréttamynd

Lamb flæmdi Zenden frá Boro

Hollenski miðjumaðurinn Bundewijn Zenden segir að stjórnarformaður Middlesbrough, Keith Lamb, hafi verið ástæðan fyrir því að leikmaðurinn kaus að ganga til liðs við Liverpool í stað þess að vera áfram hjá Boro.

Sport
Fréttamynd

Mörkin í símann

Allir GSM viðskiptavinir Og Vodafone eiga nú kost á því að skoða mörkin úr ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeild Evrópu á þessu keppnistímabili. Þjónustan gefur knattspyrnuáhugamönnum tækifæri að fá send myndskeið af mörkum úr leikjum í Meistaradeildinni og ensku úrvalsdeildinni í símann fáeinum andartökum eftir að þau eru skoruð. 

Sport