Ástin á götunni Góð sala á Ísland-Svíþjóð Það er mikil spenna á meðal sænskra knattspyrnáhugamanna fyrir leik liðsins við Íslendinga. Alls hafa 28 þúsund miðar verið seldir á leikinn sem er liður í undankeppni HM en hann fer fram á Råsunda leikvanginum í Stokkhólmi miðvikudaginn 12. október næstkomandi. Sport 17.10.2005 23:45 Kári og félagar í góðum málum "Síðustu tveir leikir hafa verið algerir úrslitaleikir og unnust þeir báðir, fyrst 2-0 gegn Malmö og svo í kvöld," sagði Kári við Fréttablaðið í gær en hann var í byrjunarliðinu í báðum leikjum, rétt eins og í flestum leikjum tímabilsins með Gautaborg. Sport 17.10.2005 23:45 Aðsókn minnkar í úrvalsdeildinni Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu hafa nú boðað til sérstaks fundar til að ræða framtíð deildarkeppninnar, í ljósi þess að aðsókn hefur minnkað nokkuð það sem af er leiktíðinni frá því sem var í fyrra. Sport 17.10.2005 23:45 Fjórir leikir í Þýskalandi Fjórir leikir voru á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.Monchengladbach vann góðan sigur á Werder Bremen á heimavelli 2-1 og þá vann Bayern Munchen enn einu sinni, nú gegn Frankfurt á útivelli, 1-0 með marki frá varamanninum Paolo Guerrero. Sport 17.10.2005 23:45 Beckham sló mótherja sinn Sergio Sanches, leikmaður Espanyol á Spáni, sagði að David Beckham hefði slegið sig í göngunum þegar leikmenn gengu af velli eftir tap Real Madrid gegn Espanyol í spænsku deildinni um helgina. Sport 17.10.2005 23:45 Rússar hafa áhuga á Aston Villa Forráðamenn Aston Villa hafa staðfest að viðræður séu í gangi við rússneska fjárfesta sem hafa í huga að kaupa félagið. Orðrómi sem kominn var á kreik að því fylgdi loforð um 75 milljónir punda til leikmannakaupa hefur þó verið vísað á bug og það tekið skýrt fram að viðræður séu aðeins á frumstigi. Sport 17.10.2005 23:45 Gústaf tekur við Haukum Gústaf Adolf Björnsson er tekinn við þjálfun 1. deildarliðs Hauka í fótbolta. Gústaf Adolf var ráðinn á mánudagskvöld eftir að stjórn Hauka hafði nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi Izudin Daða Dervic sem þjálfaði Hauka síðustu tvö sumur. Sport 17.10.2005 23:45 Rooney fær tveggja leikja bann Táningurinn skapstirði Wayne Rooney hjá Manchester United, fær tveggja leikja bann í Meistaradeild Evrópu fyrir brottvísun sína í leiknum gegn Villareal á dögunum, þar sem hann fékk að líta sitt annað gula spjald fyrir kaldhæðnisleg mótmæli við dómara leiksins. Sport 17.10.2005 23:45 Portsmouth datt út úr bikarnum Nú er leik Gillingham og Portsmouth lokið í enska bikarnum. Það var Gillingham sem hafði sigur eftir framlengdan leik 3-2, eftir að hafa lent undir 2-1 í byrjun síðari hálfleiks. Það féllu því tvö úrvalsdeildarlið úr bikarnum í kvöld, því eins og fram kom hér áðan, tapaði Tottenham fyriri Grimsby. Sport 17.10.2005 23:45 Grimsby - Tottenham beint á Sýn Enska deildarbikarkeppnin í knattspyrnu hefst í kvöld. 21 leikur verður háður en viðureign Grimsby og Tottenham verður sýnd beint á Sýn klukkan 18.45. Sport 17.10.2005 23:44 Hafði tap á tilfinningunni Guðjón Þórðarson og félagar í Notts County töpuðu sínum fyrsta leik í ensku annari deildinni um helgina þegar liðið lá 2-0 fyrir Shrewsbury. "Ég var með slæma tilfinningu fyrir þessum leik alveg frá því ég vaknaði á laugardagsmorguninn," sagði Guðjón í viðtali á heimasíðu félagsins. Sport 17.10.2005 23:45 Rooney á að fara til sálfræðings David James, fyrrum aðalmarkvörður enska landsliðsins og leikmaður Manchester City, segir að Wayne Rooney ætti að fara til íþróttasálfræðings til að leita sér hjálpar við skapferli sínu, sem hefur hvað eftir annað komið honum í vandræði undanfarið. Sport 17.10.2005 23:43 Ronaldinho bestur Brasilíski snillingurinn Ronaldinho var í gærkvöld kosinn knattspyrnumaður ársins við sérstaka athöfn í London í gærkvöldi, þar sem tilkynnt var sérstakt heimsúrval leikmanna. Það voru leikmennirnir sjálfir sem gáfu atkvæði í úrvalsliðið, en aðdáendur um heim allan sem réðu valinu á þeim besta. Sport 17.10.2005 23:43 Wenger hrósar Sol í hástert Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hrósar varnarmanninum Sol Campbell í hástert fyrir það hugarfar sem hann hefur sýnt að undanförnu, en hann var lengi frá æfingum og keppni vegna meiðsla. Sport 17.10.2005 23:43 Enn skorar Gunnar Heiðar Leikjum kvöldsins í sænska og norska boltanum er lokið. Gunnar Heiðar Þorvaldsson var enn eina ferðina á skotskónum fyrir Halmstad sem gerði 1-1 jafntefli við Elfsborg á heimavelli. Kári Árnason lék 67 mínútur fyrir Djurgarden, sem sigraði IFK Gautaborg 3-1. Sport 17.10.2005 23:43 Arsenal lagði Everton Tvö mörk frá varnarmanninum Sol Campbell eftir föst leikatriði voru nóg fyrir Arsenal, sem lagði Everton í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni, 2-0. Campbell hefur verið lengi frá vegna meiðsla, en hefur nú svo sannarlega stimplað sig inn í liðið á ný. Sport 17.10.2005 23:43 Juventus með fullt hús Juventus er eina liðið á Ítalíu sem hefur unnið alla leiki sína. Ítalíumeistararnir sigruðu Ascoli, 2-1, í gær. Juventus er með níu stig en fjögur lið eru með sjö stig: Fiorentina, Lazio, Palermo og Livorno. Sport 17.10.2005 23:43 Liverpool getur unnið hvern sem er Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segist merkja framfarir hjá liði sínu frá í fyrra, jafnvel þótt það hafi ekki byrjað deildarkeppnina í ár með neinum glæsibrag, enda aðeins sex stig og eitt mark komið í hús í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins. Sport 17.10.2005 23:43 Ferguson í Noregi Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United er staddur í Noregi í dag, þar sem hann er að gera allt sem í hans valdi stendur til að greiða fyrir kaupum félagsins á nígeríska unglingnum John Obi Mikel. Þetta kemur fram í norskum fjölmiðlum í dag. Sport 17.10.2005 23:43 Gardner frá í tvo mánuði Varnarmaðurinn Anthony Gardner hjá Tottenham Hotspurs, verður frá keppni í tvo mánuði vegna meiðsla á læri sem hann hlaut í leiknum gegn Aston Villa á laugardag. Þetta kom í ljós eftir að hann fór í læknisskoðun í morgun. Sport 17.10.2005 23:43 Chelsea hugsar um að vinna Steve Clarke, aðstoðarknattspyrnustjóri Chelsea, vísar því á bug að liðið sé að spila leiðinlegan fótbolta eins og margir vilja meina að liðið sé að gera um þessar mundir og segir að aðalmálið sé að vinna leiki. Sport 17.10.2005 23:43 Ensk lið á höttunum eftir Helguera Nú er talið líklegt að spænski landsliðsmaðurinn Ivan Helguera, sem verið hefur á mála hjá Real Madrid undanfarin ár, gangi jafnvel til liðs við enskt úrvalsdeildarfélag þegar félagaskiptaglugginn á Englandi opnar um áramótin. Sport 17.10.2005 23:43 Didier Deschamps hættur hjá Mónakó Didier Deschamps er hættur sem knattspyrnustjóri hjá franska úrvalsdeildarliðinu Mónakó en liðinu hefur ekki gengið vel það sem af er leiktíð. Eftir 2-0 tap gegn Rennes um helgina ákvað Deschamps að segja af sér. Sport 17.10.2005 23:43 Jarosik slær í gegn hjá Birmingham Tékkinn Jíri Jarosik hefur byrjarð tímabilið frábærlega með Birmingham City, en hann kom til félagsins frá Chelsea fyrir skemmstu. "Ég er mjög ánægður með það hvernig hefur gengið hjá Birmingham. Þetta er gott félag sem ég get vel hugsað mér að vera hjá í langan tíma, ef vel gengur." Sport 17.10.2005 23:43 Enski boltinn hefur breyst Enski landsliðsmaðurinn Michael Owen hefur áhyggjur af gangi mála í ensku úrvalsdeildinni, þar sem sóknarleikur er ekki lengur aðalsmerki deildarinnar. "Deildin hefur breyst á þessu eina ári sem ég var á Spáni. Öll liðin leggja meiri áherslu á að verjast heldur en að sækja og það er erfiðara að skora mörk heldur en áður." Sport 17.10.2005 23:43 Butt kærður fyrir kjaftbrúk Nicky Butt, leikmaður Birmingham, hefur verið kærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir að úthúða aðstoðardómara þegar hann var rekinn af velli í leiknum gegn Portsmouth um helgina. Sport 17.10.2005 23:43 Fjórtan sigrar hjá Bayern í röð Bayern München setti met í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær þegar liðið vann fjórtánda leik sinn í röð. Þeir unnu níu síðustu leik sína á síðustu leiktíð og hafa unnið alla fimm til þessa. Bæjarar lögðu Hannover að velli 1-0 með marki Martins Demichelis. Werder Bremen er í öðru sæti, tveimur stigum á eftir Bayern, með 13 stig eftir 3-2 sigur á Borussia Dortmund. Sport 14.10.2005 06:43 Roy Keane fótbrotinn Áföllin koma í halarófu hjá Manchester United í upphafi leiktíðar í ensku úralsdeildinni í knattspyrnu en fyrirliði liðsins, Roy Keane fótbrotnaði í leik liðsins gegn Liverpool í dag. Framristarbein brotnaði og er búist við að Keane verði frá í 2 mánuði. Sport 14.10.2005 06:43 Öruggur sigur Inter á Lecce Inter Milan vann auðveldan sigur á Lecce með þremur mörkum gegn engu í ítölsku fyrstu deildinni í fótbolta í gær og Parma marði 1-0 sigur á Empoli. Inter er efst í deildinni með sjö stig en það gæti breyst í dag þegar þriðju umferðinni lýkur. Sport 14.10.2005 06:43 Borgvardt kom inn fyrir Østenstad Allan Borgvardt lék síðustu 5 mínúturnar með Viking sem tapaði 1-0 fyrir Odd Grenland í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu nú síðdegis. Allan kom inn á sem varamaður fyrir Egil Østenstad. Stefán Gíslason lék allan tímann í liði Lyn sem tapaði fyrir Ham Kam 1-0. Við hlið Stefáns á miðjunni lék John Obi Mikel. Sport 14.10.2005 06:43 « ‹ 297 298 299 300 301 302 303 304 305 … 334 ›
Góð sala á Ísland-Svíþjóð Það er mikil spenna á meðal sænskra knattspyrnáhugamanna fyrir leik liðsins við Íslendinga. Alls hafa 28 þúsund miðar verið seldir á leikinn sem er liður í undankeppni HM en hann fer fram á Råsunda leikvanginum í Stokkhólmi miðvikudaginn 12. október næstkomandi. Sport 17.10.2005 23:45
Kári og félagar í góðum málum "Síðustu tveir leikir hafa verið algerir úrslitaleikir og unnust þeir báðir, fyrst 2-0 gegn Malmö og svo í kvöld," sagði Kári við Fréttablaðið í gær en hann var í byrjunarliðinu í báðum leikjum, rétt eins og í flestum leikjum tímabilsins með Gautaborg. Sport 17.10.2005 23:45
Aðsókn minnkar í úrvalsdeildinni Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu hafa nú boðað til sérstaks fundar til að ræða framtíð deildarkeppninnar, í ljósi þess að aðsókn hefur minnkað nokkuð það sem af er leiktíðinni frá því sem var í fyrra. Sport 17.10.2005 23:45
Fjórir leikir í Þýskalandi Fjórir leikir voru á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld.Monchengladbach vann góðan sigur á Werder Bremen á heimavelli 2-1 og þá vann Bayern Munchen enn einu sinni, nú gegn Frankfurt á útivelli, 1-0 með marki frá varamanninum Paolo Guerrero. Sport 17.10.2005 23:45
Beckham sló mótherja sinn Sergio Sanches, leikmaður Espanyol á Spáni, sagði að David Beckham hefði slegið sig í göngunum þegar leikmenn gengu af velli eftir tap Real Madrid gegn Espanyol í spænsku deildinni um helgina. Sport 17.10.2005 23:45
Rússar hafa áhuga á Aston Villa Forráðamenn Aston Villa hafa staðfest að viðræður séu í gangi við rússneska fjárfesta sem hafa í huga að kaupa félagið. Orðrómi sem kominn var á kreik að því fylgdi loforð um 75 milljónir punda til leikmannakaupa hefur þó verið vísað á bug og það tekið skýrt fram að viðræður séu aðeins á frumstigi. Sport 17.10.2005 23:45
Gústaf tekur við Haukum Gústaf Adolf Björnsson er tekinn við þjálfun 1. deildarliðs Hauka í fótbolta. Gústaf Adolf var ráðinn á mánudagskvöld eftir að stjórn Hauka hafði nýtt sér uppsagnarákvæði í samningi Izudin Daða Dervic sem þjálfaði Hauka síðustu tvö sumur. Sport 17.10.2005 23:45
Rooney fær tveggja leikja bann Táningurinn skapstirði Wayne Rooney hjá Manchester United, fær tveggja leikja bann í Meistaradeild Evrópu fyrir brottvísun sína í leiknum gegn Villareal á dögunum, þar sem hann fékk að líta sitt annað gula spjald fyrir kaldhæðnisleg mótmæli við dómara leiksins. Sport 17.10.2005 23:45
Portsmouth datt út úr bikarnum Nú er leik Gillingham og Portsmouth lokið í enska bikarnum. Það var Gillingham sem hafði sigur eftir framlengdan leik 3-2, eftir að hafa lent undir 2-1 í byrjun síðari hálfleiks. Það féllu því tvö úrvalsdeildarlið úr bikarnum í kvöld, því eins og fram kom hér áðan, tapaði Tottenham fyriri Grimsby. Sport 17.10.2005 23:45
Grimsby - Tottenham beint á Sýn Enska deildarbikarkeppnin í knattspyrnu hefst í kvöld. 21 leikur verður háður en viðureign Grimsby og Tottenham verður sýnd beint á Sýn klukkan 18.45. Sport 17.10.2005 23:44
Hafði tap á tilfinningunni Guðjón Þórðarson og félagar í Notts County töpuðu sínum fyrsta leik í ensku annari deildinni um helgina þegar liðið lá 2-0 fyrir Shrewsbury. "Ég var með slæma tilfinningu fyrir þessum leik alveg frá því ég vaknaði á laugardagsmorguninn," sagði Guðjón í viðtali á heimasíðu félagsins. Sport 17.10.2005 23:45
Rooney á að fara til sálfræðings David James, fyrrum aðalmarkvörður enska landsliðsins og leikmaður Manchester City, segir að Wayne Rooney ætti að fara til íþróttasálfræðings til að leita sér hjálpar við skapferli sínu, sem hefur hvað eftir annað komið honum í vandræði undanfarið. Sport 17.10.2005 23:43
Ronaldinho bestur Brasilíski snillingurinn Ronaldinho var í gærkvöld kosinn knattspyrnumaður ársins við sérstaka athöfn í London í gærkvöldi, þar sem tilkynnt var sérstakt heimsúrval leikmanna. Það voru leikmennirnir sjálfir sem gáfu atkvæði í úrvalsliðið, en aðdáendur um heim allan sem réðu valinu á þeim besta. Sport 17.10.2005 23:43
Wenger hrósar Sol í hástert Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hrósar varnarmanninum Sol Campbell í hástert fyrir það hugarfar sem hann hefur sýnt að undanförnu, en hann var lengi frá æfingum og keppni vegna meiðsla. Sport 17.10.2005 23:43
Enn skorar Gunnar Heiðar Leikjum kvöldsins í sænska og norska boltanum er lokið. Gunnar Heiðar Þorvaldsson var enn eina ferðina á skotskónum fyrir Halmstad sem gerði 1-1 jafntefli við Elfsborg á heimavelli. Kári Árnason lék 67 mínútur fyrir Djurgarden, sem sigraði IFK Gautaborg 3-1. Sport 17.10.2005 23:43
Arsenal lagði Everton Tvö mörk frá varnarmanninum Sol Campbell eftir föst leikatriði voru nóg fyrir Arsenal, sem lagði Everton í leik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni, 2-0. Campbell hefur verið lengi frá vegna meiðsla, en hefur nú svo sannarlega stimplað sig inn í liðið á ný. Sport 17.10.2005 23:43
Juventus með fullt hús Juventus er eina liðið á Ítalíu sem hefur unnið alla leiki sína. Ítalíumeistararnir sigruðu Ascoli, 2-1, í gær. Juventus er með níu stig en fjögur lið eru með sjö stig: Fiorentina, Lazio, Palermo og Livorno. Sport 17.10.2005 23:43
Liverpool getur unnið hvern sem er Rafael Benitez, knattspyrnustjóri Liverpool, segist merkja framfarir hjá liði sínu frá í fyrra, jafnvel þótt það hafi ekki byrjað deildarkeppnina í ár með neinum glæsibrag, enda aðeins sex stig og eitt mark komið í hús í fyrstu fjórum leikjum tímabilsins. Sport 17.10.2005 23:43
Ferguson í Noregi Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United er staddur í Noregi í dag, þar sem hann er að gera allt sem í hans valdi stendur til að greiða fyrir kaupum félagsins á nígeríska unglingnum John Obi Mikel. Þetta kemur fram í norskum fjölmiðlum í dag. Sport 17.10.2005 23:43
Gardner frá í tvo mánuði Varnarmaðurinn Anthony Gardner hjá Tottenham Hotspurs, verður frá keppni í tvo mánuði vegna meiðsla á læri sem hann hlaut í leiknum gegn Aston Villa á laugardag. Þetta kom í ljós eftir að hann fór í læknisskoðun í morgun. Sport 17.10.2005 23:43
Chelsea hugsar um að vinna Steve Clarke, aðstoðarknattspyrnustjóri Chelsea, vísar því á bug að liðið sé að spila leiðinlegan fótbolta eins og margir vilja meina að liðið sé að gera um þessar mundir og segir að aðalmálið sé að vinna leiki. Sport 17.10.2005 23:43
Ensk lið á höttunum eftir Helguera Nú er talið líklegt að spænski landsliðsmaðurinn Ivan Helguera, sem verið hefur á mála hjá Real Madrid undanfarin ár, gangi jafnvel til liðs við enskt úrvalsdeildarfélag þegar félagaskiptaglugginn á Englandi opnar um áramótin. Sport 17.10.2005 23:43
Didier Deschamps hættur hjá Mónakó Didier Deschamps er hættur sem knattspyrnustjóri hjá franska úrvalsdeildarliðinu Mónakó en liðinu hefur ekki gengið vel það sem af er leiktíð. Eftir 2-0 tap gegn Rennes um helgina ákvað Deschamps að segja af sér. Sport 17.10.2005 23:43
Jarosik slær í gegn hjá Birmingham Tékkinn Jíri Jarosik hefur byrjarð tímabilið frábærlega með Birmingham City, en hann kom til félagsins frá Chelsea fyrir skemmstu. "Ég er mjög ánægður með það hvernig hefur gengið hjá Birmingham. Þetta er gott félag sem ég get vel hugsað mér að vera hjá í langan tíma, ef vel gengur." Sport 17.10.2005 23:43
Enski boltinn hefur breyst Enski landsliðsmaðurinn Michael Owen hefur áhyggjur af gangi mála í ensku úrvalsdeildinni, þar sem sóknarleikur er ekki lengur aðalsmerki deildarinnar. "Deildin hefur breyst á þessu eina ári sem ég var á Spáni. Öll liðin leggja meiri áherslu á að verjast heldur en að sækja og það er erfiðara að skora mörk heldur en áður." Sport 17.10.2005 23:43
Butt kærður fyrir kjaftbrúk Nicky Butt, leikmaður Birmingham, hefur verið kærður af enska knattspyrnusambandinu fyrir að úthúða aðstoðardómara þegar hann var rekinn af velli í leiknum gegn Portsmouth um helgina. Sport 17.10.2005 23:43
Fjórtan sigrar hjá Bayern í röð Bayern München setti met í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær þegar liðið vann fjórtánda leik sinn í röð. Þeir unnu níu síðustu leik sína á síðustu leiktíð og hafa unnið alla fimm til þessa. Bæjarar lögðu Hannover að velli 1-0 með marki Martins Demichelis. Werder Bremen er í öðru sæti, tveimur stigum á eftir Bayern, með 13 stig eftir 3-2 sigur á Borussia Dortmund. Sport 14.10.2005 06:43
Roy Keane fótbrotinn Áföllin koma í halarófu hjá Manchester United í upphafi leiktíðar í ensku úralsdeildinni í knattspyrnu en fyrirliði liðsins, Roy Keane fótbrotnaði í leik liðsins gegn Liverpool í dag. Framristarbein brotnaði og er búist við að Keane verði frá í 2 mánuði. Sport 14.10.2005 06:43
Öruggur sigur Inter á Lecce Inter Milan vann auðveldan sigur á Lecce með þremur mörkum gegn engu í ítölsku fyrstu deildinni í fótbolta í gær og Parma marði 1-0 sigur á Empoli. Inter er efst í deildinni með sjö stig en það gæti breyst í dag þegar þriðju umferðinni lýkur. Sport 14.10.2005 06:43
Borgvardt kom inn fyrir Østenstad Allan Borgvardt lék síðustu 5 mínúturnar með Viking sem tapaði 1-0 fyrir Odd Grenland í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu nú síðdegis. Allan kom inn á sem varamaður fyrir Egil Østenstad. Stefán Gíslason lék allan tímann í liði Lyn sem tapaði fyrir Ham Kam 1-0. Við hlið Stefáns á miðjunni lék John Obi Mikel. Sport 14.10.2005 06:43