Ástin á götunni

Fréttamynd

Íslenska 17 ára landsliðið vann riðilinn

Strákarnir í 17 ára landsliðinu tryggðu sér sigur í sínum riðli í undankeppni EM með því að vinna 2-1 sigur á Armeníu í lokaleiknum í Keflavík í dag. Íslenska liðið fékk hjálp frá Tyrkjum sem unnu 6-1 sigur á Tékkum og tryggðu sér þar með annað sætið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sara Björk: Við hefðum getað gert betur

„Þetta féll ekki með okkur í dag. Við fengum mark á okkur snemma sem við ætluðum ekki að gera, svo náðum við ekki að halda boltanum næginlega vel og mér fannst vera smá stress í hópnum. Við náðum ekki að gera það sem við ætluðum að leggja upp með," sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, eftir 0-3 tap Breiðabliks fyrir franska liðinu Juvisy Essonne á Kópavogsvelli í dag í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Blikakonur töpuðu 0-3 í fyrri leiknum á móti Juvisy

Breiðablikskonur töpuðu 0-3 fyrir franska liðinu Juvisy Essonne á Kópavogsvelli í dag í fyrri leik liðanna í 32 liða úrslitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta. Franska liðið var mun sterkara liðið og baráttuglaðar Blikakonur komust lítið áleiðis í sóknarleik sínum. Róðurinn verður því þungur fyrir Breiðabliksliðið í seinni leiknum í Frakklandi eftir þrjár vikur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stelpurnar stútuðu Litháen í fyrsta leiknum

Íslenska 17 ára landsliðið vann risasigur í fyrsta leik sínum í sínum riðli í undankeppni EM en íslenska liðið vann 14-0 sigur á Litháen í dag. Guðmunda Brynja Óladóttir (Selfoss) og Aldís Kara Lúðvíksdóttir (FH) skoruðu báðar þrennu í leiknum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Bjarni Þór: Ég held að Skotarnir henti okkur bara mjög vel

Bjarni Þór Viðarsson, fyrirliði íslenska 21 árs landsliðsins var sáttur með dráttinn í umspilinu um sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins en íslenska liðið mætir þar Skotum í tveimur leikjum um sæti í úrslitakeppninni sem fram fer í Danmörku næsta sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Strákarnir mæta Skotum í umspilinu

Íslenska 21 árs landsliðið í fótbolta dróst á móti Skotlandi í umspilinu um sæti í úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Danmörku næsta sumar. Leikirnir fara fram 8 og 12. október næstkomandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Ísland getur ekki mætt Englandi eða Spáni í umspilinu

Íslenska 21 árs landsliðið verður í neðri styrkleikaflokknum þegar það verður dregið í umspilið fyrir úrslitakeppni Evrópumótsins sem fram fer í Danmörku á næsta ári. Drátturinn fer fram fyrir hádegi á föstudaginn en styrkleikaröðunin var gefin út á heimasíðu UEFA í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Án leikmanna sem hafa skorað 17 af 28 mörkum liðsins

Íslenska 21 árs landsliðið er án sterkra leikmanna þegar liðið mætir Tékkum í dag í úrslitaleik riðilsins í undankeppni EM. Sjö leikmenn liðsins eru uppteknir með A-landsliðinu sem mætir Dönum í kvöld og þeir hafa skorað 61 prósent marka liðsins í keppninni til þessa.

Fótbolti
Fréttamynd

Sölvi Geir Ottesen við BT: Við vinnum Dani á Parken

Sölvi Geir Ottesen, fyrirliði íslenska landsliðsins, verður einn íslensku leikmannanna á heimavelli þegar Ísland mætir Dönum á Parken á morgun í undankeppni EM. Sölvi Geir spilar með FC Kaupmannahöfn og hann var sigurviss í viðtali við danska blaðið BT.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Halldór: Týpískur Leiknissigur

Halldór Kristinn Halldórsson, fyrirliði Leiknis, segir sigurinn á HK í dag vera týpískan Leiknissigur. Liðið er á toppi deildarinnar með Víkingum en hefur aðeins skorað 30 mörk í sumar.

Íslenski boltinn