Ástin á götunni

Fréttamynd

Sveinbjörn: Ætlum okkur alla leið

"Við erum komnir í 8-liða úrslit og þetta gerist vart betra,“ sagði markaskorarinn, Sveinbjörn Jónasson, eftir sigurinn í kvöld. Þróttur slóg Fram útúr Valitor-bikarnum eftir að hafa unnið þá 3-1 á Valbjarnarvelli.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tómas Ingi: Auðvitað er þetta sárt

Tómas Ingi Tómasson var í dag rekinn sem þjálfari 1. deildarliðs HK. Við starfi hans tekur Ragnar Gíslason sem hefur verið yfirþjálfari yngri flokka hjá HK. Kópavogsliðinu hefur ekki gengið vel undir stjórn Tómasar Inga og situr á botni 1. deildarinnar með aðeins eitt stig eftir sjö leiki.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Leikið í 16-liða úrslitum Valitorbikarsins í kvöld

Þrír leikir fara fram í kvöld í Valitor bikarkeppni karla í fótbolta í 16-liða úrslitum. Pepsideildaliðin Þór og Víkingur úr Reykjavík eigast við á Þórsvelli á Akureyri og hefst sá leikur kl. 18.30. Tveir leikir hefjast kl. 19.15. Haukar, sem leika í 1. deild, taka á móti Keflvíkingum sem eru í efstu deild. Fjölnir og Hamar leika í Grafarvogi en Fjölnir er í næst efstu deild en Hamar úr Hveragerði leikur í 2. deild. Bein netútvarpslýsing verður frá leik Hauka og Keflavíkur á Boltavarpinu á visir.is.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Katrín og Rúnar hljóta verðlaun frá UEFA

Evrópska knattspyrnusambandið UEFA hefur ákveðið að verðlauna þá landsliðsmenn sem spila 100 eða fleiri landsleiki fyrir þjóð sína. Af íslenskum landsliðsmönnum hafa aðeins Rúnar Kristinsson og Katrín Jónsdóttir spilað yfir 100 landsleiki.

Fótbolti
Fréttamynd

ÍR og Víkingar úr Ólafsvík lönduðu þremur stigum

Tveir leikir fóru fram í 1. deild karla í kvöld í fótbolta. ÍR og Leiknir áttust við í fyrri Breiðholtslagnum í sumar og þar hafði ÍR betur, 3-2. ÍR er í 8. sæti með 10 stig en Leiknir í því næst neðsta með 4. Í Ólafsvík sigraði Víkingur lið Þróttar frá Reykjavík 2-1. Með sigrinum þokuðu Víkingar sér upp í 9. sæti en liðið er með 9 stig en Þróttur er með 10 stig í því 6.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Pistillinn: Erum ekki í þessu fyrir peningana

Á minni lífsleið hef ég búið í fjórum löndum. Alls staðar hef ég verið spurð að því hvernig í ósköpunum við Íslendingar getum átt svona marga íþróttamenn í fremstu röð. Mín kenning er sú að meginþorri Íslendinga sé öfgasinnaður. Taki hlutverk sitt í samfélaginu alvarlega og sé mjög gjarn á að fara yfir strikið í áhugamálum sínum. Og við erum ávallt stolt af sjálfum okkur og því sem okkar er og verður.

Fótbolti
Fréttamynd

Skagamenn juku forskot sitt á toppnum í sex stig

Skagamenn eru komnir með sex stiga forskot í 1. deild karla eftir leiki kvöldsins sem voru í 6. umferð deildarinnar. ÍA vann 3-1 sigur á ÍR upp á Skaga og græddi á því að bæði Haukar og Þróttur, liðin í næstu sætum á eftir, töpuðu bæði sínum leikjum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ódýrast að klára UEFA-þjálfaragráðurnar á Íslandi

Knattspyrnusamband Íslands hefur tekið saman á heimasíðu sinni kostnað þjálfara á Norðurlöndum að sækja sér UEFA-þjálfaragráðurnar. Þar kom í ljós að það er ódýrast að taka þessar gráður hér á Íslandi. KSÍ útskrifaði á dögunum 35 þjálfara með KSÍ A gráðu.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Skagamenn töpuðu fyrstu stigunum - HK eitt á botninum

Víkingar úr Ólafsvík urðu fyrstir til þess að taka stig af Skagamönnum í 1. deild karla í fótbolta en 4. umferðinni lauk með fjórum leikjum í kvöld. Hjörtur Júlíus Hjartarson tryggði ÍA-liðinu 1-1 jafntefli á móti Víkingi með sínu þriðja marki í sumar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Geir kýs Blatter: Fylgi foringja vorum Platini

Sepp Blatter, forseti FIFA, setti nú síðdegis FIFA-þingið. Mikill fjölmiðlasirkus er í kringum þingið eins og íþróttaáhugamönnum er kunnugt um. Á morgun er síðan sjálft forsetakjörið og þar er aðeins Sepp Blatter í framboði.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Skagamenn einir með fullt hús eftir sigur á Selfossi

Skagamenn héldu áfram sigurgöngu sinni í 1. deild karla í fótbolta eftir 2-1 sigur á Selfossi í dag. ÍA hefur unnið þrjá fyrstu leiki sína á Íslandsmótinu og er eina liðið með fullt hús þar sem að Fjölnismenn töpuðu á móti BÍ/Bolungarvík fyrir vestan.

Íslenski boltinn