Ástin á götunni

Fréttamynd

Lars Lagerbäck byrjar á móti Svartfjallalandi

Knattspyrnusambönd Íslands og Svartfjallalands hafa komist að samkomulagi um að karlalandslið þjóðanna leiki vináttulandsleik miðvikudaginn 29. febrúar 2012. Leikið verður í Podgorica í Svartfjallalandi.

Fótbolti
Fréttamynd

Lars mun ræða aftur við Heiðar

Landsliðsþjálfari Íslands, Lars Lagerbäck, hefur líkt og aðrir hrifist af leik Heiðars Helgusonar upp á síðkastið. Lagerbäck mun ræða betur við Heiðar um þann möguleika að taka landsliðsskóna úr hillunni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þrjú töp í röð hjá strákunum - myndir

Íslenska 21 árs landsliðið tapaði sínum þriðja leik í röð í undankeppni EM þegar liðið heimsótti hið gríðarsterka enska landslið í gær. Englendingar unnu leikinn 5-0 og hafa nú fullt hús og markatöluna 16-1 í fyrstu fjórum leikjum sínum í riðlinum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þetta fá íslensku félögin í styrk frá UEFA og KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands hefur gefið það út hvað íslensku félögin fá í árlegan styrk frá sambandinu en peningarnir koma bæði frá UEFA í gegnum tekjur af Meistaradeild UEFA 2010/2011 sem og frá framlagi frá KSÍ til þeirra félaga sem áttu ekki rétt á styrknum frá UEFA. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá KSÍ.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jafntefli gegn Noregi ekki nóg

Íslenska U-19 landslið karla er úr leik í undankeppni EM 2012 eftir 2-2 jafntefli gegn Noregi í dag. Ísland endaði í neðsta sæti riðilsins en samt hefði sigur dugað til að komast áfram.

Fótbolti
Fréttamynd

Edda veik og nokkrir lykilmenn tæpir

Afar ólíklegt er að Edda Garðarsdóttir geti spilað með íslenska landsliðinu gegn því norður-írska í undankeppni EM 2012 á morgun. Leikurinn fer fram í Belfast.

Fótbolti
Fréttamynd

Dóra María: Það hefði verið leiðinlegt að klúðra þessu færi

Íslenska kvennalandsliðið þurfti að hafa fyrir sigri í Ungverjalandi á laugardaginn í undankeppni EM 2013 en sigurmark Dóru Maríu Lárusdóttur sá til þess að stelpurnar okkar eru enn á réttri leið í baráttu sinni fyrir að koma inn á sitt annað Evrópumót í röð. Ísland vann leikinn 1-0 og hefur þar með náð í 10 stig af 12 mögulegum í riðlinum.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fékk harðsperrur í magann

Íslenska kvennalandsliðið verður í eldlínunni í Pápa í Ungverjalandi í dag þegar liðið mætir heimamönnum í fjórða leik sínum í undankeppni EM 2013 en jafnframt þeim fyrsta á útivelli.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Sara Björk: Stundum hleyp ég of mikið

Sara Björk Gunnarsdóttir sló í gegn á sínu fyrsta ári í sænsku deildinni og var fljót að eigna sér byrjunarliðssætið í Malmö alveg eins og hún gerði aðeins 17 ára gömul í íslenska landsliðinu. Sænski meistaratitillinn kom í höfn eftir 6-0 sigur á Örebro þar sem hún átti þátt í þremur marka Malmö.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hafsteinn Briem samdi við Val

Miðvallarleikmaðurinn Hafsteinn Briem gekk í dag í raðir Vals frá HK og samdi hann við Valsmenn til næstu þriggja ára. Hann er 21 árs gamall en hefur þó verið lykilmaður í liði HK undanfarin þrjú ár.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ólafur: Við erum ekki eins góðir í fótbolta og menn halda

Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, segir það ekki vera skref niður á við að taka við 1. deildarliði Hauka en Ólafur skrifaði undir þriggja ára samning við Haukana í dag. Ólafur segir að starf landsliðsþjálfara Íslands í fótbolta sé eitt það erfiðasta sem er í boði en hann svaraði gagnrýni á sig fullum hálsi í viðtali við Guðjón Guðmundsson í kvöldfréttum Stöðvar tvö.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ólafur gerir þriggja ára samning við Hauka

Ólafur Jóhannesson hefur gert þriggja ára samning við Hauka um að taka við meistaraflokksliði félagsins. Ólafur hefur verið landsliðsþjálfari undanfarin fjögur ár en þar á undan þjálfaði hann FH í fimm ár. Þetta kom fram á blaðamannafundi nú rétt áðan.

Íslenski boltinn