Íslenski handboltinn Gylfi og Pauzuolis með 5 mörk Gylfi Gylfason og Robertas Pauzuolis skoruðu fimm mörk hvor fyrir Wilhelmshaven sem sigraði botnlið Post Schwerin í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik með 33 mörkum gegn 26 í gærkvöld. Þá skoraði Jaliesky Garcia tvö mörk fyrir Göppingen sem tapaði fyrir Nordhorn, 39-30. Sport 13.10.2005 19:00 Guðjón sterkur í Evrópukeppninni Guðjón Valur Sigurðsson skoraði átta mörk þegar þýska liðið Essen sigraði Dynamo Astrachan frá Rússlandi með 31 marki gegn 23. Liðin mætast aftur um næstu helgi í Rússlandi. Gummersbach og Magdeburg eigast við í hinum undanúrslitaleiknum 6. og 9. apríl. Sport 13.10.2005 18:59 Sigur hjá Ólafi Stefáns Fyrri leikirnir í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta fóru fram um helgina. Á laugardag tóku Evrópumeistarar Celje Lasko á móti spænska stórliðinu Barcelona í Celje og sigruðu heimamenn með þriggja marka mun, 34-31 Sport 13.10.2005 19:00 Átta mörk Snorra dugðu ekki Snorri Steinn Guðjónsson átti mjög góðan leik þegar Grosswallstadt tapaði fyrir Gummersbach 23-28 í þýska handboltanum í gær. Snorri var markahæstur í liði Grosswallstadt, skoraði átta mörk, þar af þrjú af vítalínunni, en Einar Hólmgeirsson skoraði þrjú. Kóreumaðurinn Kyung-Shin Yoon skoraði tíu mörk fyrir Gummersbach. Sport 13.10.2005 18:59 Ekkert aprílgabb á HSÍ Öll stóru íþróttasamböndin voru með létt og skemmtileg aprílgöbb nema Handknattleikssamband Íslands, HSÍ. Sport 13.10.2005 18:59 Sigfús lék aftur með Magdeburg Landsliðsmaðurinn, Sigfús Sigurðsson, lék sinn fyrsta leik í langan tíma þegar Magdeburg sigraði Minden 32-24 í þýska handboltanum í gærkvöldi. Sigfús skoraði eitt mark. Magdeburg er í þriðja sæti deildarinnar með 38 stig, 6 stigum á eftir Kiel og Flensburg. Sport 13.10.2005 18:59 Sjö mörk Dags dugðu ekki Dagur Sigurðsson skoraði 7 mörk þegar lið hans Bregenz tapaði með eins marks mun 30-29 fyrir Krems í uppgjöri efstu liðanna í austuríska handboltanum. Dagur hafði mest áður skorað 6 mörk í úrslitakeppninni í leik í febrúar og er núna fjórði markahæstur í Bregenz-liðinu. Sport 13.10.2005 18:59 ÍBV í undanúrslitin Íslandsmeistarar ÍBV í sigruðu Víking í dag, 28-22, í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í handbolta kvenna og einvígið 2-0, en þær höfðu áður sigraði í Eyjum. Sport 13.10.2005 18:59 FH í úrslitakeppnina FH-ingar tryggðu sér í kvöld áttunda og síðasta sætið í úrlitakeppni karla í handknattleik, en í kvöld sigruðu þeir Víkinga í Víkinni með tveggja stiga mun, 27-25. FH-ingar sigruðu einnig fyrri leikinn, en þá með fjögurra marka mun, 29-25. FH mætir deildarmeisturum Hauka í 8-liða úrslitum og fer fyrsti leikurinn fram á þriðjudaginn. Sport 13.10.2005 18:59 Úrslitakeppni kvenna í kvöld Úrslitakeppnin í DHL deild kvenna í handbolta hefst í kvöld með tveimur leikjum. Sport 13.10.2005 18:59 Valsstúlkur með góða stöðu Valsstúlkur eru með góða stöðu eftir fyrsta leik í 8-liða úrslitum DHL deildar kvenna í handknattleik. Valsstúlkur sigruðu FH Í Kaplakrika í kvöld með þriggja marka mun, 19-22 og leiða því einvígið 1-0. Sport 13.10.2005 18:59 ÍBV sigraði Víking ÍBV sigraði Víking, í Eyjum, með 30 mörkum gegn 27 í 8-liða úrslitum DHL deildarinnar í handknattleik kvenna, en Víkingsstúlkur leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 14-17. Sport 13.10.2005 18:59 Bjarni með samningstilboð Bjarni Fritzson, leikmaður ÍR og landsliðsmaður í handknattleik, hefur fengið tilboð frá franska liðinu Cretail. Bjarni var til reynslu hjá franska liðinu í tvo daga en var á leið heim í dag. Honum var boðinn þriggja ára samningur en samkvæmt heimildum íþróttadeildar er samningurinn uppsegjanlegur að tveimur árum liðnum. Sport 13.10.2005 18:58 FH og Víkingur mætast í umspili FH og Víkingur mætast í kvöld í fyrsta leik liðanna í umspili um sæti í 8 liða úrslitum á Íslandsmótinu í handknattleik. Leikurinn, sem fram fer í Kaplakrika, hefst klukkan 19.15. Sport 13.10.2005 18:58 Held að Víkingur vinni í Eyjum ÍBV-stúlkur höfnuðu í öðru sæti í deildarkeppninni í vetur og þær mæta Víkingi, sem hafnaði í því sjöunda, í Eyjum í kvöld. Í hinum leik kvöldsins mætast liðin í fjórða og fimmta sætinu, FH og Valur í Kaplakrika. Erlendur Ísfeld hafði þetta að segja um viðureignir kvöldsins. Sport 13.10.2005 18:58 Kíl náði efsta sætinu Kíl vermir efsta sætið í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik eftir nauman sigur á Hamborg, 25-24, á útivelli í gærkvöldi. Christian Zeits skoraði sigurmarkið á lokasekúndum leiksins. Sport 13.10.2005 18:58 Créteil vill fá Bjarna Landsliðsmaðurinn og ÍR-ingurinn Bjarni Fritzson kom heim frá Frakklandi í gær þar sem hann var í skoðun hjá franska félaginu Créteil. Sport 13.10.2005 18:58 FH lagði Víkinga FH sigraði Víking, 29-25, í fyrri leik liðanna um sæti í úrslitakeppni karla í handknattleik, en leikið var í Kaplakrika. Víkingar leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 17-14, en í síðari hálfleik hrundi leikur þeirra og FH-ingar gengu á lagið og tóku öll völd. Sport 13.10.2005 18:58 Danir sigruðu Þjóðverja Danir sigruðu Þjóðverja í vináttulandsleik í handknattleik í Flensburg í gær, 25-24. Þetta var fyrsti landsleikur Dana undir stjórn nýráðins landsliðsþjálfara, Ulriks Wibeks. Sport 13.10.2005 18:58 Spilar meiddur í úrslitakeppninni Landsliðsmaðurinn Ingimundur Ingimundarson, leikmaður ÍR, hefur verið burðast með meiðsli síðan um áramót og ljóst að hann þarf að fara í speglun hið fyrsta. Sport 13.10.2005 18:58 Mocsai tekur við Gummersbach Lajos Mocsai frá Ungverjalandi verður næsti þjálfari Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik, en landsliðsmennirnir Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson munu leika með liðinu á næstu leiktíð. Mocsai var í sex ár þjálfari kvennalandsliðs Ungverja, en hann hefur áður þjálfað Lemgo og Nettelsted í Þýskalandi. Sport 13.10.2005 18:58 Frakkar sigruðu á heimavelli Frakkar sigruðu á Bercy-mótinu í handknattleik sem lauk í París í gær. Frakkar sigruðu Þjóðverja 30 - 26 í lokaumferðinni en Túnisar tryggðu sért annað sætið með sigri á Rússum, 31-30. Sport 13.10.2005 18:58 Kláruðu verkefnið með stæl Ísland lék um helgina við Úkraínu, Holland og Austurríki um laust sæti á Heimsmeistaramóti U-21 árs liða sem fram fer í Ungverjalandi í sumar. Sport 13.10.2005 18:58 Bætt vörn og markvarsla Eftir tap í öðrum leiknum gegn Pólverjum á laugardag, náði íslenska liðið að rífa sig upp og vinna sigur í síðasta leiknum á páskadag 31-30, þar sem Jailesky Garcia og Einar Hólmgeirsson voru markahæstir með sjö mörk hvor. Sport 13.10.2005 18:58 Sigur á Pólverjum í síðasta leik Íslenska landsliðið í handknattleik sigraði Pólverja 31-30 í Laugardalshöll í gær. Birkir Ívar Guðmundsson fór á kostum í marki íslenska liðsins og varði 22 skot og var besti maður vallarsins. Jaliesky Garcia og Einar Hólmgeirsson voru markahæstir með 7 mörk hvor. Sport 13.10.2005 18:58 Síðasti leikurinn við Pólverja Ísland og Pólland mætast í síðasta vináttulandsleik þjóðanna hér á landi yfir páskana í dag klukkan fjögur. Pólverjar sigruðu Íslendinga í gær með 32 mörkum gegn 28 og eiga Íslendingar, sem unnu sigur í fyrsta leiknum, harma að hefna í dag. Sport 13.10.2005 15:33 U-21 árs liðið mætir Austurríki Ungmennalandslið karla í handknattleik mætir í dag Austurríkismönnum í unndankeppni heimsmeistaramótsins í Laugardalshöll og hefst leikur liðanna klukkan tvö. Íslensku piltunum nægir jafntefli til að tryggja sér sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Ungverjalandi í ágúst. Sport 13.10.2005 15:33 Tap fyrir Pólverjum Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði í dag fyrir Pólverjum í öðrum vináttulandsleik þjóðanna, 28-32. Pólverjar voru yfir í hálfleik 13-16. Markahæstur hjá Íslandi var Guðjón Valur Sigurðsson með 8 mörk. Einar Hólmgeirsson kom næstur með 5. Sport 13.10.2005 18:58 Stúlkurnar unnu Slóvaka Íslenska kvennalandsliðið í handbolta, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, vann Slóvakíu, 26-22, í undankeppni heimsmeistaramótsins í Frakklandi í gær. Íslensku stúlkurnar mæta Úkraínumönnum í dag og Frökkum á morgun. Sport 13.10.2005 18:58 Bjarni æfir með Creteil Samkvæmt heimildum íþróttadeildar Bylgjunnar hefur franska liðið Creteil boðið ÍR-ingnum Bjarna Fritzsyni til æfinga hjá sér á næstu dögum. Bjarni hefur verið fyrirliði ÍR-inga og einn lykilamanna liðsins undanfarin ár og leiddi þá m.a. til sigurs í bikarkeppninni á dögunum. Sport 13.10.2005 18:57 « ‹ 107 108 109 110 111 112 113 114 115 … 123 ›
Gylfi og Pauzuolis með 5 mörk Gylfi Gylfason og Robertas Pauzuolis skoruðu fimm mörk hvor fyrir Wilhelmshaven sem sigraði botnlið Post Schwerin í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik með 33 mörkum gegn 26 í gærkvöld. Þá skoraði Jaliesky Garcia tvö mörk fyrir Göppingen sem tapaði fyrir Nordhorn, 39-30. Sport 13.10.2005 19:00
Guðjón sterkur í Evrópukeppninni Guðjón Valur Sigurðsson skoraði átta mörk þegar þýska liðið Essen sigraði Dynamo Astrachan frá Rússlandi með 31 marki gegn 23. Liðin mætast aftur um næstu helgi í Rússlandi. Gummersbach og Magdeburg eigast við í hinum undanúrslitaleiknum 6. og 9. apríl. Sport 13.10.2005 18:59
Sigur hjá Ólafi Stefáns Fyrri leikirnir í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í handbolta fóru fram um helgina. Á laugardag tóku Evrópumeistarar Celje Lasko á móti spænska stórliðinu Barcelona í Celje og sigruðu heimamenn með þriggja marka mun, 34-31 Sport 13.10.2005 19:00
Átta mörk Snorra dugðu ekki Snorri Steinn Guðjónsson átti mjög góðan leik þegar Grosswallstadt tapaði fyrir Gummersbach 23-28 í þýska handboltanum í gær. Snorri var markahæstur í liði Grosswallstadt, skoraði átta mörk, þar af þrjú af vítalínunni, en Einar Hólmgeirsson skoraði þrjú. Kóreumaðurinn Kyung-Shin Yoon skoraði tíu mörk fyrir Gummersbach. Sport 13.10.2005 18:59
Ekkert aprílgabb á HSÍ Öll stóru íþróttasamböndin voru með létt og skemmtileg aprílgöbb nema Handknattleikssamband Íslands, HSÍ. Sport 13.10.2005 18:59
Sigfús lék aftur með Magdeburg Landsliðsmaðurinn, Sigfús Sigurðsson, lék sinn fyrsta leik í langan tíma þegar Magdeburg sigraði Minden 32-24 í þýska handboltanum í gærkvöldi. Sigfús skoraði eitt mark. Magdeburg er í þriðja sæti deildarinnar með 38 stig, 6 stigum á eftir Kiel og Flensburg. Sport 13.10.2005 18:59
Sjö mörk Dags dugðu ekki Dagur Sigurðsson skoraði 7 mörk þegar lið hans Bregenz tapaði með eins marks mun 30-29 fyrir Krems í uppgjöri efstu liðanna í austuríska handboltanum. Dagur hafði mest áður skorað 6 mörk í úrslitakeppninni í leik í febrúar og er núna fjórði markahæstur í Bregenz-liðinu. Sport 13.10.2005 18:59
ÍBV í undanúrslitin Íslandsmeistarar ÍBV í sigruðu Víking í dag, 28-22, í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Íslandsmótsins í handbolta kvenna og einvígið 2-0, en þær höfðu áður sigraði í Eyjum. Sport 13.10.2005 18:59
FH í úrslitakeppnina FH-ingar tryggðu sér í kvöld áttunda og síðasta sætið í úrlitakeppni karla í handknattleik, en í kvöld sigruðu þeir Víkinga í Víkinni með tveggja stiga mun, 27-25. FH-ingar sigruðu einnig fyrri leikinn, en þá með fjögurra marka mun, 29-25. FH mætir deildarmeisturum Hauka í 8-liða úrslitum og fer fyrsti leikurinn fram á þriðjudaginn. Sport 13.10.2005 18:59
Úrslitakeppni kvenna í kvöld Úrslitakeppnin í DHL deild kvenna í handbolta hefst í kvöld með tveimur leikjum. Sport 13.10.2005 18:59
Valsstúlkur með góða stöðu Valsstúlkur eru með góða stöðu eftir fyrsta leik í 8-liða úrslitum DHL deildar kvenna í handknattleik. Valsstúlkur sigruðu FH Í Kaplakrika í kvöld með þriggja marka mun, 19-22 og leiða því einvígið 1-0. Sport 13.10.2005 18:59
ÍBV sigraði Víking ÍBV sigraði Víking, í Eyjum, með 30 mörkum gegn 27 í 8-liða úrslitum DHL deildarinnar í handknattleik kvenna, en Víkingsstúlkur leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 14-17. Sport 13.10.2005 18:59
Bjarni með samningstilboð Bjarni Fritzson, leikmaður ÍR og landsliðsmaður í handknattleik, hefur fengið tilboð frá franska liðinu Cretail. Bjarni var til reynslu hjá franska liðinu í tvo daga en var á leið heim í dag. Honum var boðinn þriggja ára samningur en samkvæmt heimildum íþróttadeildar er samningurinn uppsegjanlegur að tveimur árum liðnum. Sport 13.10.2005 18:58
FH og Víkingur mætast í umspili FH og Víkingur mætast í kvöld í fyrsta leik liðanna í umspili um sæti í 8 liða úrslitum á Íslandsmótinu í handknattleik. Leikurinn, sem fram fer í Kaplakrika, hefst klukkan 19.15. Sport 13.10.2005 18:58
Held að Víkingur vinni í Eyjum ÍBV-stúlkur höfnuðu í öðru sæti í deildarkeppninni í vetur og þær mæta Víkingi, sem hafnaði í því sjöunda, í Eyjum í kvöld. Í hinum leik kvöldsins mætast liðin í fjórða og fimmta sætinu, FH og Valur í Kaplakrika. Erlendur Ísfeld hafði þetta að segja um viðureignir kvöldsins. Sport 13.10.2005 18:58
Kíl náði efsta sætinu Kíl vermir efsta sætið í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik eftir nauman sigur á Hamborg, 25-24, á útivelli í gærkvöldi. Christian Zeits skoraði sigurmarkið á lokasekúndum leiksins. Sport 13.10.2005 18:58
Créteil vill fá Bjarna Landsliðsmaðurinn og ÍR-ingurinn Bjarni Fritzson kom heim frá Frakklandi í gær þar sem hann var í skoðun hjá franska félaginu Créteil. Sport 13.10.2005 18:58
FH lagði Víkinga FH sigraði Víking, 29-25, í fyrri leik liðanna um sæti í úrslitakeppni karla í handknattleik, en leikið var í Kaplakrika. Víkingar leiddu með þremur mörkum í hálfleik, 17-14, en í síðari hálfleik hrundi leikur þeirra og FH-ingar gengu á lagið og tóku öll völd. Sport 13.10.2005 18:58
Danir sigruðu Þjóðverja Danir sigruðu Þjóðverja í vináttulandsleik í handknattleik í Flensburg í gær, 25-24. Þetta var fyrsti landsleikur Dana undir stjórn nýráðins landsliðsþjálfara, Ulriks Wibeks. Sport 13.10.2005 18:58
Spilar meiddur í úrslitakeppninni Landsliðsmaðurinn Ingimundur Ingimundarson, leikmaður ÍR, hefur verið burðast með meiðsli síðan um áramót og ljóst að hann þarf að fara í speglun hið fyrsta. Sport 13.10.2005 18:58
Mocsai tekur við Gummersbach Lajos Mocsai frá Ungverjalandi verður næsti þjálfari Gummersbach í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik, en landsliðsmennirnir Guðjón Valur Sigurðsson og Róbert Gunnarsson munu leika með liðinu á næstu leiktíð. Mocsai var í sex ár þjálfari kvennalandsliðs Ungverja, en hann hefur áður þjálfað Lemgo og Nettelsted í Þýskalandi. Sport 13.10.2005 18:58
Frakkar sigruðu á heimavelli Frakkar sigruðu á Bercy-mótinu í handknattleik sem lauk í París í gær. Frakkar sigruðu Þjóðverja 30 - 26 í lokaumferðinni en Túnisar tryggðu sért annað sætið með sigri á Rússum, 31-30. Sport 13.10.2005 18:58
Kláruðu verkefnið með stæl Ísland lék um helgina við Úkraínu, Holland og Austurríki um laust sæti á Heimsmeistaramóti U-21 árs liða sem fram fer í Ungverjalandi í sumar. Sport 13.10.2005 18:58
Bætt vörn og markvarsla Eftir tap í öðrum leiknum gegn Pólverjum á laugardag, náði íslenska liðið að rífa sig upp og vinna sigur í síðasta leiknum á páskadag 31-30, þar sem Jailesky Garcia og Einar Hólmgeirsson voru markahæstir með sjö mörk hvor. Sport 13.10.2005 18:58
Sigur á Pólverjum í síðasta leik Íslenska landsliðið í handknattleik sigraði Pólverja 31-30 í Laugardalshöll í gær. Birkir Ívar Guðmundsson fór á kostum í marki íslenska liðsins og varði 22 skot og var besti maður vallarsins. Jaliesky Garcia og Einar Hólmgeirsson voru markahæstir með 7 mörk hvor. Sport 13.10.2005 18:58
Síðasti leikurinn við Pólverja Ísland og Pólland mætast í síðasta vináttulandsleik þjóðanna hér á landi yfir páskana í dag klukkan fjögur. Pólverjar sigruðu Íslendinga í gær með 32 mörkum gegn 28 og eiga Íslendingar, sem unnu sigur í fyrsta leiknum, harma að hefna í dag. Sport 13.10.2005 15:33
U-21 árs liðið mætir Austurríki Ungmennalandslið karla í handknattleik mætir í dag Austurríkismönnum í unndankeppni heimsmeistaramótsins í Laugardalshöll og hefst leikur liðanna klukkan tvö. Íslensku piltunum nægir jafntefli til að tryggja sér sæti í lokakeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Ungverjalandi í ágúst. Sport 13.10.2005 15:33
Tap fyrir Pólverjum Íslenska karlalandsliðið í handbolta tapaði í dag fyrir Pólverjum í öðrum vináttulandsleik þjóðanna, 28-32. Pólverjar voru yfir í hálfleik 13-16. Markahæstur hjá Íslandi var Guðjón Valur Sigurðsson með 8 mörk. Einar Hólmgeirsson kom næstur með 5. Sport 13.10.2005 18:58
Stúlkurnar unnu Slóvaka Íslenska kvennalandsliðið í handbolta, skipað leikmönnum 20 ára og yngri, vann Slóvakíu, 26-22, í undankeppni heimsmeistaramótsins í Frakklandi í gær. Íslensku stúlkurnar mæta Úkraínumönnum í dag og Frökkum á morgun. Sport 13.10.2005 18:58
Bjarni æfir með Creteil Samkvæmt heimildum íþróttadeildar Bylgjunnar hefur franska liðið Creteil boðið ÍR-ingnum Bjarna Fritzsyni til æfinga hjá sér á næstu dögum. Bjarni hefur verið fyrirliði ÍR-inga og einn lykilamanna liðsins undanfarin ár og leiddi þá m.a. til sigurs í bikarkeppninni á dögunum. Sport 13.10.2005 18:57