Lengjudeild karla

Fréttamynd

„Leyfis­kerfi KSÍ er ekkert nema sýndar­mennska“

Breytingar á leyfiskerfi KSÍ, sem mæta þörfum félaga á borð við Kórdrengi, Þrótt Vogum og KV, bitna á grasrótarstarfinu í íslenskum fótbolta. Þær stuðla að því að fjármagn fari enn frekar í starf meistaraflokka í stað þess að byggja upp íslenskan fótbolta með skýrum kröfum um öflugt yngri flokka starf.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Zamora­no í Sel­foss

Hinn 26 ára gamli Gonzalo Zamorano er genginn í raðir Selfyssinga og mun leika með liðinu í Lengjudeild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð. Zamorano lék síðast með ÍBV hér á landi og heldur sig við Suðurlandið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Lykilmenn framlengja við Vestra

Þeir Pétur Bjarnason og Vladimir Tufegdzig, eða Túfa eins og hann er yfirleitt kallaður, hafa framlengt smaningum sínum við knattspyrnufélag Vestra frá Ísafirði.

Fótbolti
Fréttamynd

Frá Hong Kong í Þorpið

Þorlákur Árnason hefur verið ráðinn nýr þjálfari karlaliðs Þórs í fótbolta til næstu þriggja ára. Hann tekur við liðinu af Orra Frey Hjaltalín sem stýrði Þór til 9. sætis í næstefstu deild í sumar.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Jafn­tefli í loka­leik Lengju­deildar

Kórdrengir misstu frá sér tveggja marka forystu á Ísafirði er liðið gerði 3-3 jafntefli við Vestra í lokaleik tímabilsins í Lengjudeild karla. Um var að ræða frestaðan leik og því var þetta síðasti leikur deildarinnar áður en haldið er í frí.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

ÍBV yfirgefur Lengjudeildina með sigri

Grótta tók á móti ÍBV í lokaumferð Lengjudeildar karla í dag. Sigurður Arnar Magnússon tryggði Eyjamönnum 3-2 sigur þegar rúmar fimm mínútur voru til leiksloka eftir að liðið hafði lent 2-1 undir.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fram tap­laust í gegnum Lengju­deildina

Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild karla í fótbolta í dag. Topplið Fram fór taplaust í gegnum deildina þökk sé 6-1 sigri á Aftureldingu í dag. Það þýðir að Afturelding tapaði síðustu tveimur leikjum sínum í deildinni 14-1.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Grótta skoraði átta gegn Aftur­eldingu

Grótta gerði sér lítið fyrir og skoraði átta mörk er liðið vann 8-0 sigur á Aftureldingu í Lengjudeild karla í kvöld. Hvorugt lið hefur að neinu að keppa og ljóst að gestirnir úr Mosfellsbæ eru farnir í vetrarfrí.

Íslenski boltinn