Körfubolti

Fréttamynd

LeBron James með djásn í tönnum

Körfuboltastjarnan LeBron James var langt frá því að fá að handleika meistaraverðlaun á síðustu leiktíð í NBA-deildinni en hann hefur nú fengið sér annars konar skartgrip.

Körfubolti
Fréttamynd

Kyri­e fer ekki fet

Brooklyn Nets hafa látið önnur félög NBA-deildarinnar vita að Kyrie Irving, leikstjórnandi liðsins, fari ekki fet í sumar. Samningur hans við Nets rennur út sumarið 2023.

Körfubolti
Fréttamynd

LeBron skrifar undir sögu­legan samning hjá Lakers

Körfuboltamaðurinn LeBron James hefur skrifað undir nýjan samning við Los Angeles Lakers. Samningurinn gildir til 2024 en getur verið framlengdur um auka ár eftir það, þá verður LeBron kominn á fimmtugsaldur. Samningurinn gerir það líka að verkum að LeBron verður launahæsti leikmaður í sögu NBA.

Körfubolti
Fréttamynd

Hafþór, Anníe og Eiður með hæstu tekjurnar

Aflraunamaðurinn Hafþór Júlíus Björnsson og CrossFit-stjarnan Anníe Mist Þórisdóttir eru það íþróttafólk sem hafði langhæstar tekjur á Íslandi á síðasta ári, samkvæmt Tekjublaði Frjálsar verslunar sem kom út í dag.

Sport
Fréttamynd

Sex­an hengd upp í rjáfur til heiðurs Bill Rus­sell | Hvað gerir LeBron James?

NBA deildin í körfubolta hefur ákveðið að hengja treyju númer 6 upp í rjáfur til heiðurs goðsögninni Bill Russell. Það þýðir að aldrei aftur mun neinn spila í treyju númer 6 í NBA deildinni. LeBron James, ein skærasta stjarna deildarinnar lék í treyju númer 6 á síðustu leiktíð og því spurning hvaða númer hann mun bera á bakinu er deildin hefst á nýjan leik í haust.

Körfubolti
Fréttamynd

Segir hald Rússa á Griner ó­rétt­mætt

Rússnesk yfirvöld segjast nú tilbúin til þess að ræða fangaskipti við Bandaríkin. Þetta kemur í kjölfar fangelsisdóms Brittany Griner í gær en hann er níu og hálft ár fyrir fíkniefnasmygl. Leifar af kannabisolíu eru sagðar hafa fundist í farangri Griner. Fangarnir sem hafa einna helst verið bendlaðir við skiptin eru vopnasölumaður og njósnari.

Erlent
Fréttamynd

Ísland tryggði sér sæti í A-deild

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri er komið í úrslitaleik B-deildar Evrópumótsins en íslenska liðið tryggði sér farseðilinn þangað með sigri gegn Finnlandi í kvöld. 

Körfubolti
Fréttamynd

Utah Jazz til­búið að hlusta á til­boð í Donovan Mitchell

Kevin Durant setti alla NBA-deildina í körfubolta í uppnám þegar hann tilkynnti að hann vildi yfirgefa Brooklyn Nets fyrir komandi leiktíð. Nú er nær öll lið deildarinnar til í að íhuga að skipta sínum bestu leikmönnum í von um að fá Durant í sínar raðir, Utah Jazz þar á meðal.

Körfubolti
Fréttamynd

Þór Þor­láks­höfn verður með í Evrópu­keppni í vetur

Þór Þorlákshöfn mun taka þátt í Evrópubikarkeppni karla í körfubolta, FIBA Europe Cup, á næstu leiktíð. Hefur Körfuknattleikssamband Evrópu staðfest þátttökulið keppninnar. Fjögur efstu lið Íslandsmótsins fengu boð um þátttöku en Þórsarar voru eina liðið sem tók boðinu.

Körfubolti
Fréttamynd

Zion ætlar ekki að bregðast neinum

Zion Williamson, leikmaður New Orleans Pelicans, hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann kom fyrst inn í NBA deildina. Hann hefur glímt við ýmis meiðsli en virðist nú vera á batavegi og treystir Pelicans honum nægilega mikið til að gefa honum fimm ára samning upp á nærri 200 milljónir Bandaríkjadala.

Körfubolti