Fótbolti

Fréttamynd

Ís­land ekki talið lík­legt til árangurs á EM

Í vikunni varð endanlega ljóst hvaða 16 þjóðir taka þátt á EM kvenna í knattspyrnu sem fram fer sumarið 2022. Enski miðillinn The Guardian hefur tekið saman hvaða þjóðir eru líklegastar til að vinna og er Ísland ekki ofarlega á þeim lista.

Fótbolti
Fréttamynd

Skipting sem stað­festi ó­reiðuna hjá Bayern

Ríkjandi Evrópumeistarar Bayern München verja ekki titil sinn eftir að liðið féll úr leik gegn PSG í gærkvöld. Einvígi liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu endaði 3-3 en Parísarliðið fór áfram á fleiri mörkum skoruðum á útivelli.

Fótbolti
Fréttamynd

Chelsea oftast enskra liða í undan­úr­slit

Þrátt fyrir 0-1 tap á heimavelli gegn Porto í gær í síðari leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu komst Chelsea samt sem áður í undanúrslit keppninnar. Er þetta í áttunda sinn sem Chelsea kemst þangað en engu liði hefur tekist það oftar.

Fótbolti
Fréttamynd

Gull­drengurinn Mbappé

Brasilíumaðurinn Neymar heldur vart vatni yfir samherja sínum Kylian Mbappé og hrósaði honum út í eitt er hann ræddi við fjölmiðla fyrir leikinn gegn Bayern München í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

Á­fall fyrir Úlfana

Lið Wolves í ensku úrvalsdeildinni hefur orðið fyrir enn einu áfallinu á leiktíðinni. Nú er ljóst að Pedro Neto verður ekki meira með liðinu á þessari leiktíð og þá er miðjumaðurinn öflugi Rúben Neves með kórónuveiruna.

Fótbolti
Fréttamynd

Kefla­vík semur við tvo er­lenda leik­menn

Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur verið iðinn við kolann undanfarið og sótt leikmenn fyrir bæði karla- og kvennalið félagsins en bæði lið eru nýliðar í Pepsi Max-deildunum í sumar. Kvennalið Keflavíkur samdi við tvo nýja leikmenn um helgina.

Íslenski boltinn