Fótbolti

Fréttamynd

Hvernig mun Pochettino stilla upp ofur­liði PSG?

Lionel Messi er orðinn leikmaður París-Saint Germain. Samningurinn er undirritaður og maðurinn sem hefur verið ímynd Barcelona, og ímynd Katalóníu í hartnær tvo áratugi er mættur til Parísar að spila fyrir olíuveldið PSG.

Fótbolti
Fréttamynd

Segir Burnl­ey þurfa á Jóhanni Berg að halda

Enska úrvalsdeildin fer af stað um næstu helgi og stefnir í langt og strembið tímabil hjá Jóhanni Berg Guðmundssyni og félögum hjá Burnley. Liðið þarf á því að halda að bestu menn þess séu allir í toppstandi því ef svo er ekki blasið fallir við.

Enski boltinn
Fréttamynd

Messi mun spila í treyju númer 30 hjá PSG

Lionel Messi gekk í raðir franska stórliðsins París-Saint Germain eins og hefur eflaust ekki farið framhjá einu einasta mannsbarni. Messi hefur feril sinn með PSG með sama númer á bakinu og hann hóf ferilinn hjá Barcelona á sínum tíma, 30.

Fótbolti
Fréttamynd

Arnar Hallsson: Sjáum til eftir næstu umferð en þá getum við kannski farið að hugsa um Wembley eða eitthvað stærra

Reynir Haraldsson reyndist hetja ÍR-inga í kvöld þegar þeir slógu út Fjölni í 16 liða úrslitum Mjólkurbikars karla í Grafarvoginum fyrr í kvöld. Leikurinn endaði 2-3 ÍR í vil en öll mörk ÍR komu á fimm mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks þar sem Reynir skoraði þau öll. Fjölnir var með forystu í hálfleik en detta út því leikmenn liðsins slökktu á sér á þessum kafla. Þjáflari ÍR, Arnar Hallson var að vonum í skýjunum með leik liðsins og úrslitin.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Birkir neitaði til­boði Crotone | SPAL á­huga­samt

Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason er enn samningslaus eftir að hafa spilað með Brescia í ítölsku B-deildinni á síðustu leiktíð. Hann sagði takk en nei takk við B-deildarlið Crotone um liðna helgi og því enn óvíst hvar hann mun spila á komandi leiktíð.

Fótbolti
Fréttamynd

Bætti á sig vöðvum til að bjarga ferlinum á Old Traf­ford

Hollenski miðjumaðurinn Donny van de Beek hefur verið orðaður frá Old Trafford nánast frá því að félagið keypti hann frá Ajax. Leikmaðurinn nýtti það litla sumarfrí sem hann fékk til að bæta á sig vöðvum og virðist ætla að láta til sín taka í vetur eftir að hafa eytt nær öllu síðasta tímabili á varamannabekknum.

Enski boltinn