Fótbolti

Fréttamynd

Lacazette bjargaði stigi fyrir Arsenal

Crystal Palace var hársbreidd frá því að næla í öll þrjú stigin á Emirates-vellinum er liðið mætti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Alexandre Lacazette jafnaði hins vegar metin í blálokin og leiknum því með 2-2 jafntefli.

Enski boltinn
Fréttamynd

Áfram í Fram

Alex Freyr Elísson hefur skrifað undir nýjan samning við Fram og mun leika með liðinu í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu næsta sumar. Samningur hans gildir til ársins 2023.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Ný­liðarnir sáu aldrei til sólar gegn Liver­pool

Claudio Ranieri byrjar tíma sinn hjá Watford ekki vel en liðið tapaði 5-0 fyrir Liverpool í fyrsta leik hans við stjórnvölin. Nýliðar Watford áttu aldrei möguleika í dag og ljóst að Ranieri á erfitt verkefni fyrir höndum á Vicarage Road .

Enski boltinn
Fréttamynd

Guðlaugur Victor lagði upp í sigurmark Schalke

Guðlaugur Victor Pálsson spilaði allan leikinn í liði Schalke þegar að liðið heimsótti Hannover í þýsku B-deildinni í dag. Guðlaugur Victor unnu mikilvægan 1-0 sigur, en sigurmarkið kom undir blálokin.

Fótbolti
Fréttamynd

Enn ekki búið að taka á­kvörðun í máli Gylfa

Lögreglan í Manchester hefur enn ekki tekið ákvörðun hvort Gylfi Þór Sigurðsson, knattspyrnumaður, verði ákærður fyrir kynferðisbrot gegn barni, hvort hann verði áfram laus gegn tryggingu eða hvort mál hans verði látið niður falla.

Fótbolti
Fréttamynd

Bað Messi um að fyrir­gefa móður sinni

Það er ekki öll vitleysan eins þegar kemur að þeim Lionel Messi og Cristiano Ronaldo, tveimur bestu knattspyrnumönnum sögunnar. Þurfa þeir að höndla allskyns undarlega skilaboð en Messi fékk ein slík nýverið.

Fótbolti
Fréttamynd

Stórsigrar hjá PSG og Wolfsburg

Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu er nú lokið. París Saint-Germain og Wolfsburg unnu bæði stórsigra, lokatölur í leikjunum báðum 5-0 heimaliðunum í vil.

Fótbolti
Fréttamynd

Greindist með eitil­frumu­krabba­mein

David Brooks, leikmaður AFC Bournemouth í ensku B-deildinni í knattspyrnu og landsliðsmaður Wales, greindist með eitilfrumukrabbamein á öðru stigi. Greindi hann sjálfur frá veikindunum á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Enski boltinn
Fréttamynd

Vísa til trúnaðar í tengslum við á­bendingu um meint brot

Aðgerðarhópurinn Öfgar hefur upplýsingar um meint ofbeldis- og kynferðisbrot sex leikmanna sem hafa verið fastamenn í íslenska landsliðinu undanfarinn áratug samkvæmt tölvupósti sem sendur var á stjórn Knattspyrnusambands Íslands í síðasta mánuði. KSÍ hefur ekki viljað tjá sig um málið.

Innlent
Fréttamynd

Leikmenn fá aðeins viku í undirbúning fyrir HM

Eins og flestir vita mun heimsmeistaramótið í knattspyrnu fara fram í Katar á næsta ári. Vegna mikils hita yfir sumartímann verður leikið í nóvember og desember, en leikmenn munu ekki losna frá félagsliðum sínum fyrr en viku áður en mótið hefst.

Fótbolti
Fréttamynd

Brennur fyrir því að öll börn út­skrifist með bros á vör

Skagfirðingurinn Vanda Sigurgeirsdóttir var fyrr í mánuðinum kosin formaður KSÍ fyrst kvenna. Hún er með meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræði, hefur verið að kenna uppi í háskóla og er sérsvið hennar einelti og tómstunda- og leiðtogafræði. Sindri Sindrason kíkti í morgunkaffi til Vöndu til þess að kynnast henni betur og fékk hann meðal annars að heyra um áhuga hennar á uppvakningum.

Lífið