Fótbolti

Fréttamynd

Baulað á Ha­kimi í Ísrael

Achraf Hakimi, leikmaður París Saint-Germain, er greinilega ekki vinsæll í Ísrael. Ástæðan er sú að Hakimi, sem er frá Marokkó, hefur opinberlega stigið fram og stutt að Palestína verði frjálst ríki.

Fótbolti
Fréttamynd

Foster leggur hanskana á hilluna

Markvörðurinn Ben Foster hefur ákveðið að leggja hanskana á hilluna. Hann staðfesti það í hlaðvarpi sínu nú fyrir stuttu. Ekki er langt síðan Newcastle United reyndi að falast eftir kröftum markvarðarins en hann ákvað að segja pass og hefur nú lagt hanskana á hilluna.

Enski boltinn
Fréttamynd

Vanda listar upp aðgerðir KSÍ gegn kynferðisofbeldi

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir að sambandið hafi þegar „virkjað“ flest þau atriði sem lögð voru til í skýrslum nefnda og vinnuhópa varðandi kynferðislega áreitni og ofbeldi innan knattspyrnuhreyfingarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Utan vallar: Ís­lendingar á­berandi er Meistara­deildin mætti til Köben

Ísak Bergmann Jóhannesson var í byrjunarliði FC Kaupmannahafnar er liðið tók á móti Sevilla í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á heimavelli sínum Parken. Hákon Arnar Haraldsson og Orri Steinn Óskarsson hófu leik á bekknum á meðan fjöldi Íslendinga var í stúkunni, þar á meðal einn í fjölmiðlastúkunni.

Fótbolti
Fréttamynd

Ísak Bergmann: „Veit að Man City er annað skrímsli“

Ísak Bergmann Jóhannesson varð í gærkvöld sextándi Íslendingurinn til að spila í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Hann lék 87 mínútur í markalausu jafntefli FC Kaupmannahafnar og Sevilla en leikurinn fór fram á Parken í Kaupmannahöfn. Vísir náði tali af Ísaki Bergmanni eftir leik.

Fótbolti
Fréttamynd

„Bayern myndi aldrei leyfa mér það“

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir segir „einhverjar líkur“ á því að hún geti spilað með Íslandi í umspilsleiknum mikilvæga 11. október um sæti á heimsmeistaramótinu í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

„Ég spilaði EM á verkjalyfjum“

Þó að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir hafi notið þess að láta ljós sitt skína á EM í fótbolta í sumar þá var hún um leið hreinlega að pína sig áfram. Rútuferðir á milli staða voru henni sérstaklega erfiðar.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þetta þýðir að við erum komin langt út í horn“

„Þetta var tap í mjög mikilvægum leik. Þetta þýðir að við erum komin langt út í horn, búnar að mála okkur út í horn. Þetta er ekki búið ennþá en við hefðum þurft þrjú stig til að eiga góðan séns í síðustu þrjá,“ sagði Rebekka Sverrisdóttir, fyrirliði KR, eftir 2-1 tap á móti Aftureldingu í kvöld. 

Fótbolti
Fréttamynd

Mendy sýknaður af einni nauðgunarákæru

Knattspyrnumaðurinn Benjamin Mendy hefur verið sýknaður af einni nauðgunarákæru. Hann er þó enn ákærður fyrir sjö nauðganir, eina tilraun til nauðgunnar og kynferðislegt áreiti gegn sex ungum konum.

Fótbolti