Fótbolti

Fréttamynd

„Boltinn stoppar en ekki tilfinningarnar“

Franck Ribery hefur lagt knattspyrnuskóna á hilluna eftir afar farsælan feril. Þessi 39 ára gamli Frakki hefur slitið samningi sínum við ítalska félagið Salernitana eftir vandræði vegna hnémeiðsla.

Fótbolti
Fréttamynd

Stóra­bróður­styrkur Juventus og Berlu­sconi snýr aftur

Nágrannaslagir lifa oftast nær sínu eigin lífi á Ítalíu. Þegar tvö lið frá sömu borg mætast er allt undir og staðan í deildinni gildir einu. Leikmenn beggja liða eru lafandi hræddir við tap gegn erkifjendunum enda fylgir því oft alls kyns neikvæðni, stuðningsmenn verða brjálaðir og andrúmsloftið fjandsamlegt.

Fótbolti
Fréttamynd

Xhaka skaut Arsenal upp úr A-riðli

Granit Xhaka skoraði eina mark leiksins er Arsenal vann sterkan 1-0 sigur gegn hollenska liðinu PSV Eindhoven í toppslag A-riðilsins í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld. Sigurinn tryggði Arsenal sæti í útsláttarkeppninni og fór langleiðina með að tryggja liðinu sigur í riðlinum.

Fótbolti
Fréttamynd

Jasmín og Katrín rifta samningi við Stjörnuna

Markadrottningin og nýja landsliðskonan Jasmín Erla Ingadóttir hefur rift samningi sínum við Stjörnuna og stefnir á atvinnumennsku. Katrín Ásbjörnsdóttir, sem varð þriðja markahæst í Bestu deildinni, hefur einnig nýtt ákvæði til að rifta samningi við félagið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Rífa niður leik­vanginn í Indónesíu

Leikvangurinn þar sem yfir 130 manns létu lífið í troðningi í byrjun mánaðar verður rifinn niður og endurbyggður. Meira en fjörutíu börn voru meðal látinna í því sem forseti FIFA hefur kallað „einn svartasta dag fótboltans“.

Erlent
Fréttamynd

Vilja afnema úrslitakeppnina strax

Forráðamenn norska knattspyrnufélagsins Vålerenga, liðsins sem Ingibjörg Sigurðardóttir leikur með, vilja að nýja úrslitakeppnin sem notast er við í úrvalsdeild kvenna í Noregi í ár verði afnumin strax.

Fótbolti
Fréttamynd

Cour­tois mark­vörður ársins | Gavi besti ungi leik­maðurinn

Karim Benzema og Alexia Putellas hlutu í kvöld Gullboltann, Ballon d'Or. Einnig var opinberað hver var kosinn besti ungi leikmaður heims, hver væri markvörður og framherji ársins sem og hvað væri félag ársins. Aðeins á þetta þó við um karla megin þar sem slík verðlaun eru ekki enn veitt í kvennaflokki.

Fótbolti
Fréttamynd

Jökull fram­lengir í Garða­bæ

Jökull I. Elísabetarson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar í Bestu deild karla í fótbolta, hefur framlengt samning sinn hjá félaginu. Frá þessu greindi félagið sjálft á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Benzema hlaut Gull­boltann

Karim Benzema, framherji Real Madríd, hlaut í kvöld Gullboltann, Ballon d'Or. Hann spilaði risastóran þátt í frábæru gengi Real á síðustu leiktíð þegar liðið varð bæði Spánar- og Evrópumeistari. Er þetta í fyrsta sinn sem hann hlýtur verðlaunin.

Fótbolti
Fréttamynd

Roma í Meistara­deildar­sæti

Rómverjar unnu 1-0 útisigur á Sampdoria í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Sigurinn lyftir lærisveinum José Mourinho upp í fjórða sæti deildarinnar.

Fótbolti
Fréttamynd

Kalla eftir hjálp við að flytja lögheimili Gylfa frá Bretlandi til Íslands

Sótt hefur verið um flutning á lögheimili knattspyrnumannsins Gylfa Þórs Sigurðsson frá Bretlandi til Íslands. Umsókn þess efnis liggur á borði Þjóðskrár. Faðir hans segist hafa kallað eftir aðstoð utanríkisráðherra vegna málsins en Gylfi sætir enn farbanni í Bretlandi. Þá hafi ekkert heyrst frá KSÍ vegna máls Gylfa. Sigurður faðir Gylfa segir brotið á mannréttindum sonar hans.

Innlent