Fótbolti

Fréttamynd

Ronaldo með United á morgun

Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, staðfesti á blaðamannafundi í dag að Cristiano Ronaldo yrði ekki refsað frekar vegna hegðunar sinnar í leiknum gegn Tottenham í síðustu viku.

Fótbolti
Fréttamynd

Sch­meichel senu­þjófur í HM-lagi Dana

Danir eru byrjaðir að gíra sig upp fyrir heimsmeistaramótið í Katar enda tefla þeir fram spennandi liði á mótinu og ætla sér enn lengra en í Rússlandi fyrir fjórum árum. Nýtt HM-lag þeirra var gefið út í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Hiti, högg og þreyta Haalands

Erling Haaland lék aðeins fyrri hálfleikinn þegar Manchester City gerði markalaust jafntefli við Dortmund í Þýskalandi í gærkvöld, í Meistaradeild Evrópu í fótbolta.

Fótbolti
Fréttamynd

Dortmund og City skiptu stigunum á milli sín

Borussia Dortmund og Englandsmeistarar Manchester City skiptu stigunum á milli sín er liðin gerðu markalaust jafntefli í endurkomu Erling Braut Haaland á sinn gamla heimavöll í næst seinustu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu í kvöld.

Fótbolti
Fréttamynd

„Vonandi borðar hann ekki og drekkur of mikið“

Pep Guardiola sagði í gær að Erling Haaland væri enn betri knattspyrnumaður en hann hefði haldið, og jafnframt einbeittur í að bæta sig. Guardiola grínaðist einnig með að Haaland þyrfti að hafa stjórn á mataræðinu í langa fríinu sem hann á fyrir höndum.

Enski boltinn
Fréttamynd

Emery tekur við af Gerrard hjá Aston Villa

Spánverjinn Unai Emery mun taka við sem þjálfari Aston Villa um mánaðarmótin en félagið tilkynnti um þetta í kvöld. Emery hættir sem þjálfari Villarreal á Spáni til að reyna aftur fyrir sér á Englandi.

Enski boltinn
Fréttamynd

Stuðningsmenn bauluðu á Schmeichel

Danski landsliðsmarkvörðurinn Kasper Schmeichel hefur ekki átt sjö dagana sæla hjá franska félaginu Nice og gæti verið á förum frá félaginu í janúar eftir að hafa komið í sumar.

Fótbolti
Fréttamynd

Ten Hag með skýra kröfu gagnvart Ronaldo

Erik ten Hag og Cristiano Ronaldo munu funda í þessari viku eftir að knattspyrnustjórinn setti Ronaldo í bann frá æfingum aðalliðs Manchester United vegna hegðunar hans þegar United mætti Tottenham í síðustu viku.

Enski boltinn
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: Fram - FH 3-0 | Guðmundur jafnaði Nökkva

FH-ingar sáu vart til sólar þrátt fyrir að hún skein skært er þeir sóttu Fram heim í Bestu deilda karla í dag. Það voru danskir dagar í fyrri hálfleik þar sem að Jannik Holmsgard kom Fram í 2-0. Guðmundur Magnússon jafnaði KA-manninn Nökkva Þeyr Þórisson á markalistanum er hann skoraði þriðja mark Framara í seinni hálfleik. Lokatölur 3-0.

Íslenski boltinn