Fótbolti

Fréttamynd

Bak­við tjöldin við gerð skjaldarins

Karlalið Breiðabliks tekur á móti nýjum verðalaunagrip í Bestu deild karla á laugardaginn þegar liðið fær Víking í heimsókn í lokaumferð deildarinnar. Nýr verðlaunagripur Bestu deildarinnar var frumsýndur í byrjun mánaðarins þegar að Valskonur tóku í fyrsta skipti við meistaraskildinum. 

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Júlíus kemur inn fyrir Guð­laug Victor

Ein breyting hefur verið gerð á leikmannahóp íslenska karlalandsliðsins í fótbolta fyrir vináttuleiki liðsins gegn Sádi-Arabíu og Suður-Kóreu. Júlíus Magnússon, fyrirliði bikarmeistara Víkings, kemur inn fyrir Guðlaug Victor Pálsson, leikmann DC United í Bandaríkjunum.

Fótbolti
Fréttamynd

„Raddir kvenna þurfa að heyrast“

Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður Knattspyrnusambands Íslands, flutti erindi á fundi formanna og framkvæmdastjóra knattspyrnusambanda innan UEFA, knattspyrnusambands Evrópu, á dögunum. Þar fór hún yfir mikilvægi þess að konur sitji í nefndum og stjórn UEFA en sem stendur eru þær í miklum minnihluta.

Fótbolti
Fréttamynd

Bjart­sýnn á enn fleiri tæki­færi með aðal­liði FC Kaup­manna­hafnar

„Skemmtilegt að vita að maður fengi sénsinn í svona stórum leik,“ sagði hinn 18 ára gamli Orri Steinn Óskarsson um innkomu sína í leik FC Kaupmannahafnar og Sevilla í Meistaradeild Evrópu sem fram fór í Andalúsíu á þriðjudagskvöld. Orri Steinn varð þar með yngsti Íslendingurinn til að spila í Meistaradeildinni.

Fótbolti
Fréttamynd

Marka­súpa í Austur­ríki

Tveimur af fjórum leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu kvenna í fótbolta er nú lokið. Real Madríd og París Saint-Germain gerðu markalaust jafntefli á Spáni á meðan Roma lagði St. Polten 4-3 í Austurríki.

Fótbolti
Fréttamynd

Inter áfram í sextán liða úrslit | Porto pakkaði Brug­ge saman

Tveimur af leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu karla í fótbolta er nú lokið. Porto vann 4-0 útisigur á Club Brugge en síðarnefnda liðið hafði ekki enn tapað leik í keppninni, það er þangað til í kvöld. Þá er Inter Milan komið áfram í 16-liða úrslit eftir 4-0 sigur á Viktoria Plzeň.

Fótbolti
Fréttamynd

Segir Haaland sleppa við ummælin sem hún fái vegna bikinímynda

Króatíska landsliðskonan Ana Maria Markovic, sem er með yfir milljón fylgjendur á Instagram, segir talsverðan mun á viðbrögðum fólks við því þegar hún birti baðfatamyndir af sér í samanburði við það þegar norski landsliðsmaðurinn Erling Haaland geri slíkt hið sama.

Fótbolti
Fréttamynd

Margfalt fleiri geta séð Sveindísi í kvöld

Eftir að hafa spilað fyrir framan 21.300 áhorfendur í toppslagnum gegn Bayern München um helgina eru Sveindís Jane Jónsdóttir og liðsfélagar hennar í Wolfsburg mættar til Prag til að spila í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Fótbolti