Ríkisútvarpið RÚV biðst afsökunar vegna framgöngu sinnar í Grindavík Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri RÚV segir að vinnubrögð sem starfsmaður Ríkisútvarpsins sýndi í Grindavík þegar hann virtist reyna að komast inn í íbúðarhús í mannlausum bænum séu ekki í anda þeirra vinnureglna eða þess anda sem fréttastofan starfar í. Um óðagot og misskilning hafi verið að ræða. Innlent 14.11.2023 16:10 Meintur leikstjóri segir nafn sitt misnotað Bosse Lindquist, sænskur rannsóknarblaðamaður, segir nafn hans og orðspor hafa verið misnotað af framleiðendum heimildarmyndarinnar Baráttan um Ísland. Hann hafi sagt sig frá leikstjórn myndarinnar löngu fyrir útgáfu hennar en samt sem áður verið titlaður leikstjóri hennar. Hann er það þó ekki lengur. Innlent 8.11.2023 14:22 Stefán ætlar að hætta sem útvarpsstjóri Stefán Eiríksson hættir sem útvarpsstjóri þegar skipunartíma hans hefur lokið. Skipunartími hans eru fimm ár þannig að hann lætur af störfum eftir um það bil eitt og hálft ár. Innlent 1.11.2023 09:09 Ráðinn úr hópi 29 til að passa upp á fjármál Ríkisútvarpsins Björn Þór Hermannsson hefur verið ráðinn í starf fjármálastjóra Ríkisútvarpsins. Starfið var auglýst í september og alls sóttu 29 um starfið. Intellecta annaðist ráðningarferlið sem var bæði vandað og ítarlegt að því er segir í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. Viðskipti innlent 31.10.2023 15:23 Lokaði erfiðum átján ára hring með heimsókn í Útvarpshúsið Auðun Georg Ólafsson, sem ráðinn var fréttastjóri á RÚV árið 2005 og gegndi starfinu í einn dag, þáði boð útvarpsstjóra að kíkja í heimsókn í Útvarpshúsið í Efstaleiti í morgun. Hús sem hefur vakið hjá honum óþægilegar tilfinningar eftir mikið fjölmiðlafár í tengslum við ráðningu hans á sínum tíma. Innlent 25.10.2023 16:49 Kynnar Söngvakeppninnar þurfa ekki að kynnast Kynna Söngvakeppni sjónvarpsins í ár þarf ekki að kynna fyrir hvert öðru enda eru þeir þeir sömu og í fyrra, það eru Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Sigurður Þorri Gunnarsson og Unnsteinn Manuel Stefánsson. Lögin sem keppa í ár verða tilkynnt 27. janúar á næsta ári. Lífið 13.10.2023 10:02 Skaupið öðruvísi í ár: „Í raun árshátíðarmyndband fyrir þjóðina“ Sindri Sindrason hitti fólkið á bak við Áramótaskaupið í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Lífið 12.10.2023 10:30 Blæs á gagnrýni á efnistök heimildarmyndar um hrunið Efnistök heimildarmyndar um bankahrunið, Baráttan um Ísland, hafa verið harðlega gagnrýnd af fólki sem kom að gerð myndarinnar á fyrri stigum framleiðslu. Leikstjóri myndarinnar og upprunalegur framleiðandi segir að markmiðið hafi alltaf verið að beina sjónum að bankafólki sem hafi staðið í stafni þegar hrunið varð sem og að eftirmálum þess. Innlent 12.10.2023 06:46 Nætursilfrið Á tímum þegar flestir virðast sammála um að mikla nauðsyn beri til að efla almenna og vandaða umræðu í þjóðfélaginu tekur RÚV ákvörðun um að rífa Silfrið upp með rótum og setja á tíma þegar stór hluti þjóðarinnar er genginn til náða. Skoðun 3.10.2023 10:00 RÚV þverneitar að borga og hafnar kröfum BÍ Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur misst þolinmæðina í viðræðum sínum við Ríkisútvarpið. Hún sendi nýverið bréf til starfsmanna RÚV þar sem hún gerir grein fyrir stöðu mála. Innlent 29.9.2023 15:50 Egill segir fjölskylduna fegna og segist ekki hafa sama áhuga Egill Helgason segist skilja sáttur við Silfrið, þar sem hann verður ekki þáttastjórnandi í haust. Hann kveðst hafa minni áhuga á stjórnmálum nú en áður og segir fjölskylduna upplifa sig lausa úr prísund. Hann segist nú vinna að undirbúningi nýs sjónvarpsþáttar um pólitík en gefur ekkert upp um hvers eðlis sá þáttur er. Innlent 15.9.2023 13:40 Helmingshækkun á stuðningi til einkarekinna fjölmiðla Gert er ráð fyrir helmingshækkun á stuðningi við einkarekna fjölmiðla á milli ára í nýju fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024. Útvarpsgjald hækkar um 3,5 prósent á milli ára. Innlent 12.9.2023 12:02 „Erfiðast að viðurkenna að ég þyrfti hjálp“ Páll Magnússon fyrrverandi útvarpsstjóri og þingmaður segist með tímanum hafa vanist því að vera þekktur á Íslandi. Hann segist lengi hafa gert sér grein fyrir því að hann væri alkóhólisti áður en hann leitaði sér aðstoðar. Lífið 4.9.2023 16:13 Bakslagið raungerðist í beinni útsendingu Hatursorðræða átti sér stað í beinni útsendingu í símatíma í þættinum Félagsheimilið á Rás 2 í gær. Þáttastjórnendurnir Siggi Gunnars og Friðrik Ómar brugðust skjótt við en Siggi segist sleginn vegna atviksins. Friðrik segir það hafa minnt sig á Klaustursmálið. Innlent 2.9.2023 14:51 Þurfa ekki að birta andsvör Votta Jehóva Ríkisútvarpið þarf ekki að birta andsvör Votta Jehóva vegna umfjöllunar á miðlum þess um trúarhópinn. Þetta kemur fram í úrskurði fjölmiðlanefndar, en þar segir að andsvörin sem Vottar Jehóva vildu koma á framfæri þóttu of löng. Einnig þóttu þau fela í sér meira en leiðréttingar á staðreyndum málsins, en nefndin bendir á að aðilar eigi ekki rétt á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri að öðru leyti. Innlent 25.8.2023 11:03 Þóra frá Advania til Ríkisútvarpsins Þóra Tómasdóttir fjölmiðlakona hefur látið af störfum hjá Advania og ráðið sig yfir til RÚV, þar sem hún hóf fyrst störf fyrir tæpum tveimur áratugum. Viðskipti innlent 15.8.2023 18:27 Höddi Magg greip til epísks frasa úr eigin smiðju „Kalt er það Klara“ sagði Hörður Magnússon í lýsingu sinni á viðureign Þýskalands og Marokkó á HM kvenna í fótbolta. Um er að ræða frasa úr epískum þætti Steypustöðvarinnar á Stöð 2 fyrir fimm árum þar sem Hörður fór á kostum. Lífið 24.7.2023 12:40 Gagnrýna Rúv fyrir að ala á sundrungu Fjöldi fólks í Samtökunum '78 hafa gagnrýnt fréttaflutning Rúv um nýyrðasamkeppni samtakanna. Rúv hafi einblínt á neikvæð ummæli fólks úti í bæ frekar en að ræða við sérfræðinga. Þannig hafi þau alið á frekari misskilningi um málið. Viðmælandi Rúv segir að meginatriðin í viðtali við hana hafi ekki endurspeglast í endanlegri frétt. Innlent 3.7.2023 00:14 Vilja vernda börn og ungmenni gegn viðskiptaboðum fyrir nikótínvörur Fjölmiðlanefnd segir Ríkisútvarpið hafa gerst brotleg við nýbreytt fjölmiðlalög með því að birta auglýsingar verslunarkeðjunnar Svens sem selur einungis nikótínpúða. Framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar segir markmið breytinganna meðal annars hafa verið að vernda börn og ungmenni. Innlent 1.7.2023 12:52 Sven sem Jobs kom RÚV í klandur Ríkisútvarpið var talið hafa gerst brotlegt við nýbreytt fjölmiðlalög með því að birta auglýsingar verslunarkeðjunnar Svens, sem selur einungis nikótínpúða svokallaða. Viðskipti innlent 1.7.2023 08:05 Orð um bækur Síðustu ár hefur Jórunn Sigurðardóttir staðið vaktina á vettvangi bókmenntanna með þáttinn sinn Orð um bækur á Rás 1 en nú hefur síðasti þátturinn verið sendur út. Skoðun 28.6.2023 15:00 FÍH hafði betur gegn Rúv Félagsdómur staðfestir að óheimilt sé að sniðganga ákvæði kjarasamninga sem kveða á um lágmarkskjör í máli FÍH gegn Rúv. Dómurinn féll vegna samninga stofnunarinnar við hljómlistarmenn á Jazzhátíð Reykjavíkur og er fordæmisgefandi, sérstaklega í listgreinum. Innlent 28.6.2023 10:00 Símastulds- og byrlunarmál í saltpækli fyrir norðan Að sögn Eyþórs Þorbergssonar varasaksóknara hjá lögregluembættinu á Norðurlandi eystra verður ekkert að frétta af rannsókn á máli sem tengist meintri byrlun og símastuldi af Páli Steingrímssyni skipstjóra fyrr en í allra fyrsta lagi í haust. Málið liggur því í saltpækli þó langt sé síðan það kom upp. Innlent 16.6.2023 15:40 „Slaufaðir“ Greifarnir hundfúlir með sögulega samantekt á RÚV Liðsmenn Greifanna eru allt annað en sáttir með að hafa verið hundsaðir í þáttunum Popp- og rokksaga Íslands á RÚV. Þeir líta svo á að þeim hafi verið slaufað enda ekkert fjallað um sviðsljós sveitarinnar á því tímabili sem var til umfjöllunar í þætti fyrir tímabilið 1986 til 1992. Lífið 13.6.2023 10:51 Ríkisstuðningur til fjölmiðla í eigu sykurpabba Í vikunni var fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar rætt á Alþingi. Um er að ræða frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra um áframhaldandi niðurgreiðslur á taprekstri einkarekinna fyrirtækja sem teljast til fjölmiðla. Verði frumvarpið samþykkt mun ríkissjóður halda áfram að niðurgreiða rekstrartap þeirra um 400 m. kr. á ári. Skoðun 2.6.2023 17:30 Leggja til að leggja niður „aggressíva“ auglýsingadeild RÚV Meirihluti allsherjar- og menntamálefndar leggur til að auglýsingadeild Ríkisútvarpsins verði lögð niður. Deildin sé agressív í sölumennsku sinni sem einkareknir fjölmiðlar finni fyrir með ýmsum hætti. RÚV verði þó ekki tekið af auglýsingamarkaði því auglýsendur geti áfram pantað auglýsingar í gegnum vef Ríkisútvarpsins samkvæmt verðskrá. Sextán manns starfa á auglýsingadeildinni. Viðskipti innlent 1.6.2023 17:05 María Sigrún leikur í einni dýrustu mynd allra tíma María Sigrún Hilmarsdóttir fer með hlutverk fréttaþular í nýrri Fast and the Furious-kvikmynd, Fast X. Hún segist lengi hafa dreymt um að leika í kvikmynd en labbaði út úr kvikmyndasalnum þegar um tuttugu mínútur voru búnar af myndinni. Bíó og sjónvarp 31.5.2023 20:30 Lilja ætlar ekki að taka RÚV af auglýsingamarkaði Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra – fjölmiðlaráðherra – telur ekki skynsamlegt að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði vegna þess að þá færu auglýsingatekjurnar í auknari mæli til Facebook, Google og YouTube. Innlent 26.5.2023 14:31 98,7 prósenta áhorf á Eurovision Nærri allir sem horfðu á sjónvarp laugardagskvöldið 13. maí, milli klukkan 19 og 23, á Íslandi horfðu á Eurovision. Þetta er langhæsta hlutfall í Evrópu. Lífið 26.5.2023 10:18 Gísli Marteinn segir fólk hafa fullan rétt á að hrauna yfir sig Fannar Sveinsson ræðir við sjónvarpsmanninn Gísla Martein Baldursson í nýjasta þætti Framkomu sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Meðal annars er Gísla spurður út í þá gagnrýni sem hann fær á netinu og hvort hann taki hana inn á sig. Lífið 22.5.2023 21:40 « ‹ 5 6 7 8 9 10 11 12 13 … 18 ›
RÚV biðst afsökunar vegna framgöngu sinnar í Grindavík Heiðar Örn Sigurfinnsson fréttastjóri RÚV segir að vinnubrögð sem starfsmaður Ríkisútvarpsins sýndi í Grindavík þegar hann virtist reyna að komast inn í íbúðarhús í mannlausum bænum séu ekki í anda þeirra vinnureglna eða þess anda sem fréttastofan starfar í. Um óðagot og misskilning hafi verið að ræða. Innlent 14.11.2023 16:10
Meintur leikstjóri segir nafn sitt misnotað Bosse Lindquist, sænskur rannsóknarblaðamaður, segir nafn hans og orðspor hafa verið misnotað af framleiðendum heimildarmyndarinnar Baráttan um Ísland. Hann hafi sagt sig frá leikstjórn myndarinnar löngu fyrir útgáfu hennar en samt sem áður verið titlaður leikstjóri hennar. Hann er það þó ekki lengur. Innlent 8.11.2023 14:22
Stefán ætlar að hætta sem útvarpsstjóri Stefán Eiríksson hættir sem útvarpsstjóri þegar skipunartíma hans hefur lokið. Skipunartími hans eru fimm ár þannig að hann lætur af störfum eftir um það bil eitt og hálft ár. Innlent 1.11.2023 09:09
Ráðinn úr hópi 29 til að passa upp á fjármál Ríkisútvarpsins Björn Þór Hermannsson hefur verið ráðinn í starf fjármálastjóra Ríkisútvarpsins. Starfið var auglýst í september og alls sóttu 29 um starfið. Intellecta annaðist ráðningarferlið sem var bæði vandað og ítarlegt að því er segir í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu. Viðskipti innlent 31.10.2023 15:23
Lokaði erfiðum átján ára hring með heimsókn í Útvarpshúsið Auðun Georg Ólafsson, sem ráðinn var fréttastjóri á RÚV árið 2005 og gegndi starfinu í einn dag, þáði boð útvarpsstjóra að kíkja í heimsókn í Útvarpshúsið í Efstaleiti í morgun. Hús sem hefur vakið hjá honum óþægilegar tilfinningar eftir mikið fjölmiðlafár í tengslum við ráðningu hans á sínum tíma. Innlent 25.10.2023 16:49
Kynnar Söngvakeppninnar þurfa ekki að kynnast Kynna Söngvakeppni sjónvarpsins í ár þarf ekki að kynna fyrir hvert öðru enda eru þeir þeir sömu og í fyrra, það eru Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, Sigurður Þorri Gunnarsson og Unnsteinn Manuel Stefánsson. Lögin sem keppa í ár verða tilkynnt 27. janúar á næsta ári. Lífið 13.10.2023 10:02
Skaupið öðruvísi í ár: „Í raun árshátíðarmyndband fyrir þjóðina“ Sindri Sindrason hitti fólkið á bak við Áramótaskaupið í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Lífið 12.10.2023 10:30
Blæs á gagnrýni á efnistök heimildarmyndar um hrunið Efnistök heimildarmyndar um bankahrunið, Baráttan um Ísland, hafa verið harðlega gagnrýnd af fólki sem kom að gerð myndarinnar á fyrri stigum framleiðslu. Leikstjóri myndarinnar og upprunalegur framleiðandi segir að markmiðið hafi alltaf verið að beina sjónum að bankafólki sem hafi staðið í stafni þegar hrunið varð sem og að eftirmálum þess. Innlent 12.10.2023 06:46
Nætursilfrið Á tímum þegar flestir virðast sammála um að mikla nauðsyn beri til að efla almenna og vandaða umræðu í þjóðfélaginu tekur RÚV ákvörðun um að rífa Silfrið upp með rótum og setja á tíma þegar stór hluti þjóðarinnar er genginn til náða. Skoðun 3.10.2023 10:00
RÚV þverneitar að borga og hafnar kröfum BÍ Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur misst þolinmæðina í viðræðum sínum við Ríkisútvarpið. Hún sendi nýverið bréf til starfsmanna RÚV þar sem hún gerir grein fyrir stöðu mála. Innlent 29.9.2023 15:50
Egill segir fjölskylduna fegna og segist ekki hafa sama áhuga Egill Helgason segist skilja sáttur við Silfrið, þar sem hann verður ekki þáttastjórnandi í haust. Hann kveðst hafa minni áhuga á stjórnmálum nú en áður og segir fjölskylduna upplifa sig lausa úr prísund. Hann segist nú vinna að undirbúningi nýs sjónvarpsþáttar um pólitík en gefur ekkert upp um hvers eðlis sá þáttur er. Innlent 15.9.2023 13:40
Helmingshækkun á stuðningi til einkarekinna fjölmiðla Gert er ráð fyrir helmingshækkun á stuðningi við einkarekna fjölmiðla á milli ára í nýju fjárlagafrumvarpi fyrir árið 2024. Útvarpsgjald hækkar um 3,5 prósent á milli ára. Innlent 12.9.2023 12:02
„Erfiðast að viðurkenna að ég þyrfti hjálp“ Páll Magnússon fyrrverandi útvarpsstjóri og þingmaður segist með tímanum hafa vanist því að vera þekktur á Íslandi. Hann segist lengi hafa gert sér grein fyrir því að hann væri alkóhólisti áður en hann leitaði sér aðstoðar. Lífið 4.9.2023 16:13
Bakslagið raungerðist í beinni útsendingu Hatursorðræða átti sér stað í beinni útsendingu í símatíma í þættinum Félagsheimilið á Rás 2 í gær. Þáttastjórnendurnir Siggi Gunnars og Friðrik Ómar brugðust skjótt við en Siggi segist sleginn vegna atviksins. Friðrik segir það hafa minnt sig á Klaustursmálið. Innlent 2.9.2023 14:51
Þurfa ekki að birta andsvör Votta Jehóva Ríkisútvarpið þarf ekki að birta andsvör Votta Jehóva vegna umfjöllunar á miðlum þess um trúarhópinn. Þetta kemur fram í úrskurði fjölmiðlanefndar, en þar segir að andsvörin sem Vottar Jehóva vildu koma á framfæri þóttu of löng. Einnig þóttu þau fela í sér meira en leiðréttingar á staðreyndum málsins, en nefndin bendir á að aðilar eigi ekki rétt á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri að öðru leyti. Innlent 25.8.2023 11:03
Þóra frá Advania til Ríkisútvarpsins Þóra Tómasdóttir fjölmiðlakona hefur látið af störfum hjá Advania og ráðið sig yfir til RÚV, þar sem hún hóf fyrst störf fyrir tæpum tveimur áratugum. Viðskipti innlent 15.8.2023 18:27
Höddi Magg greip til epísks frasa úr eigin smiðju „Kalt er það Klara“ sagði Hörður Magnússon í lýsingu sinni á viðureign Þýskalands og Marokkó á HM kvenna í fótbolta. Um er að ræða frasa úr epískum þætti Steypustöðvarinnar á Stöð 2 fyrir fimm árum þar sem Hörður fór á kostum. Lífið 24.7.2023 12:40
Gagnrýna Rúv fyrir að ala á sundrungu Fjöldi fólks í Samtökunum '78 hafa gagnrýnt fréttaflutning Rúv um nýyrðasamkeppni samtakanna. Rúv hafi einblínt á neikvæð ummæli fólks úti í bæ frekar en að ræða við sérfræðinga. Þannig hafi þau alið á frekari misskilningi um málið. Viðmælandi Rúv segir að meginatriðin í viðtali við hana hafi ekki endurspeglast í endanlegri frétt. Innlent 3.7.2023 00:14
Vilja vernda börn og ungmenni gegn viðskiptaboðum fyrir nikótínvörur Fjölmiðlanefnd segir Ríkisútvarpið hafa gerst brotleg við nýbreytt fjölmiðlalög með því að birta auglýsingar verslunarkeðjunnar Svens sem selur einungis nikótínpúða. Framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar segir markmið breytinganna meðal annars hafa verið að vernda börn og ungmenni. Innlent 1.7.2023 12:52
Sven sem Jobs kom RÚV í klandur Ríkisútvarpið var talið hafa gerst brotlegt við nýbreytt fjölmiðlalög með því að birta auglýsingar verslunarkeðjunnar Svens, sem selur einungis nikótínpúða svokallaða. Viðskipti innlent 1.7.2023 08:05
Orð um bækur Síðustu ár hefur Jórunn Sigurðardóttir staðið vaktina á vettvangi bókmenntanna með þáttinn sinn Orð um bækur á Rás 1 en nú hefur síðasti þátturinn verið sendur út. Skoðun 28.6.2023 15:00
FÍH hafði betur gegn Rúv Félagsdómur staðfestir að óheimilt sé að sniðganga ákvæði kjarasamninga sem kveða á um lágmarkskjör í máli FÍH gegn Rúv. Dómurinn féll vegna samninga stofnunarinnar við hljómlistarmenn á Jazzhátíð Reykjavíkur og er fordæmisgefandi, sérstaklega í listgreinum. Innlent 28.6.2023 10:00
Símastulds- og byrlunarmál í saltpækli fyrir norðan Að sögn Eyþórs Þorbergssonar varasaksóknara hjá lögregluembættinu á Norðurlandi eystra verður ekkert að frétta af rannsókn á máli sem tengist meintri byrlun og símastuldi af Páli Steingrímssyni skipstjóra fyrr en í allra fyrsta lagi í haust. Málið liggur því í saltpækli þó langt sé síðan það kom upp. Innlent 16.6.2023 15:40
„Slaufaðir“ Greifarnir hundfúlir með sögulega samantekt á RÚV Liðsmenn Greifanna eru allt annað en sáttir með að hafa verið hundsaðir í þáttunum Popp- og rokksaga Íslands á RÚV. Þeir líta svo á að þeim hafi verið slaufað enda ekkert fjallað um sviðsljós sveitarinnar á því tímabili sem var til umfjöllunar í þætti fyrir tímabilið 1986 til 1992. Lífið 13.6.2023 10:51
Ríkisstuðningur til fjölmiðla í eigu sykurpabba Í vikunni var fjölmiðlafrumvarp ríkisstjórnarinnar rætt á Alþingi. Um er að ræða frumvarp Lilju Alfreðsdóttur, menningar- og viðskiptaráðherra um áframhaldandi niðurgreiðslur á taprekstri einkarekinna fyrirtækja sem teljast til fjölmiðla. Verði frumvarpið samþykkt mun ríkissjóður halda áfram að niðurgreiða rekstrartap þeirra um 400 m. kr. á ári. Skoðun 2.6.2023 17:30
Leggja til að leggja niður „aggressíva“ auglýsingadeild RÚV Meirihluti allsherjar- og menntamálefndar leggur til að auglýsingadeild Ríkisútvarpsins verði lögð niður. Deildin sé agressív í sölumennsku sinni sem einkareknir fjölmiðlar finni fyrir með ýmsum hætti. RÚV verði þó ekki tekið af auglýsingamarkaði því auglýsendur geti áfram pantað auglýsingar í gegnum vef Ríkisútvarpsins samkvæmt verðskrá. Sextán manns starfa á auglýsingadeildinni. Viðskipti innlent 1.6.2023 17:05
María Sigrún leikur í einni dýrustu mynd allra tíma María Sigrún Hilmarsdóttir fer með hlutverk fréttaþular í nýrri Fast and the Furious-kvikmynd, Fast X. Hún segist lengi hafa dreymt um að leika í kvikmynd en labbaði út úr kvikmyndasalnum þegar um tuttugu mínútur voru búnar af myndinni. Bíó og sjónvarp 31.5.2023 20:30
Lilja ætlar ekki að taka RÚV af auglýsingamarkaði Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra – fjölmiðlaráðherra – telur ekki skynsamlegt að taka Ríkisútvarpið af auglýsingamarkaði vegna þess að þá færu auglýsingatekjurnar í auknari mæli til Facebook, Google og YouTube. Innlent 26.5.2023 14:31
98,7 prósenta áhorf á Eurovision Nærri allir sem horfðu á sjónvarp laugardagskvöldið 13. maí, milli klukkan 19 og 23, á Íslandi horfðu á Eurovision. Þetta er langhæsta hlutfall í Evrópu. Lífið 26.5.2023 10:18
Gísli Marteinn segir fólk hafa fullan rétt á að hrauna yfir sig Fannar Sveinsson ræðir við sjónvarpsmanninn Gísla Martein Baldursson í nýjasta þætti Framkomu sem sýndur var á Stöð 2 í gærkvöldi. Meðal annars er Gísla spurður út í þá gagnrýni sem hann fær á netinu og hvort hann taki hana inn á sig. Lífið 22.5.2023 21:40