Þór Þorlákshöfn

Fréttamynd

„Þetta eru akkúrat þeir þrír sem ég ætlaði að nefna“

„Framlengingin“ var á sínum stað í síðasta þætti Körfuboltakvölds. Farið var yfir hverjir væru þrír bestu leikmennirnir í Subway deild karla í körfubolta og fleira skemmtilegt. Að þessu sinni voru þeir Sævar Sævarsson og Örvar Þór Kristjánsson ásamt Kjartani Atla Kjartanssyni þáttastjórnanda.

Körfubolti
Fréttamynd

„Snýst um að ein­falda hlutina, geta gert þá vel og það sama aftur og aftur“

Lárus Jónsson þjálfari Þórs í Subway-deild karla hefur heldur betur ástæðu til að brosa um þessar mundir. Hans menn búnir að vinna fjóra leiki í röð og farnir að sjá sæti í úrslitakeppninni í hillingum. Fjórði sigurinn kom í Keflavík í kvöld, og var í raun bara nokkuð þægilegur sigur þar sem Þórsarar virtust vera með leikinn nokkurn veginn í sínum höndum allan tímann.

Körfubolti
Fréttamynd

Styrmir: Vonbrigði fram að þessu

Styrmir Snær Þrastarson mætti vel til leiks þegar hans menn í Þór frá Þorlákshöfn unnu KR í Vesturbænum 83-105 með sannfærandi hætti. Styrmir skoraði 24 stig með 71% hittni sem skilaði 26 framlagspunktum. Hann var á því að flest allt hafi gengið upp í leik liðsins í kvöld.

Körfubolti
Fréttamynd

Semple á­fram í botn­bar­áttunni

Jordan Semple mun leika með Þór Þorlákshöfn út leiktíðina í Subway deild karla í körfubolta. Hann lék með KR fyrr á þessari leiktíð en var látinn fara þaðan fyrir ekki svo löngu síðan. Bæði lið eru í fallsæti deildarinnar sem stendur.

Körfubolti