UMF Selfoss

Fréttamynd

Barbára Sól komin heim

Danmerkurævintýri Barbáru Sól Gísladóttur er á enda en hún er komin aftur heim til Íslands og hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild Selfoss til tveggja ára.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stjarnan og Selfoss þurfa að endurtaka leikinn eftir dóm HSÍ

Ungmennalið Stjörnunnar og Selfoss þurfa að mætast á ný í Grill66 deild kvenna í handbolta. Þetta er niðurstaða dómstóls HSÍ eftir að handknattleiksdeild Selfoss kærði framkvæmd leiks liðanna sem fram fór í Garðabænum þann 28. nóvember síðastliðinn.

Handbolti
Fréttamynd

Sterkur sigur Selfyssinga á Hlíðarenda

Selfyssingar unnu virkilega sterkan tveggja marka sigur er liðið heimsótti Val í Olís-deild karla í handbolta í dag. Lokatölur urðu 26-28, en tapið þýðir að Valsmönnum mistókst að nálgast topplið deildarinnar.

Handbolti
Fréttamynd

Halldór Jóhann: Lífsnauðsynlegur sigur

Selfoss komst aftur á sigurbraut eftir að liðið hafði tapað þremur leikjum í röð. Selfoss vann leikinn með fimm mörkum 23-28. Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var ánægður með sigurinn. 

Handbolti
Fréttamynd

Zamora­no í Sel­foss

Hinn 26 ára gamli Gonzalo Zamorano er genginn í raðir Selfyssinga og mun leika með liðinu í Lengjudeild karla í knattspyrnu á næstu leiktíð. Zamorano lék síðast með ÍBV hér á landi og heldur sig við Suðurlandið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Leik Selfoss og Gróttu frestað vegna veirunnar

Kórónaveiran hefur sett strik í reikning Olís-deildar karla í handbolta eftir að smit greindist í herbúðum Selfyssinga. Leik liðsins gegn Gróttu sem átti að fara fram á morgun hefur verið frestað.

Handbolti
Fréttamynd

„Við erum bara eins og litlir smástrákar“

Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Selfyssinga, var virkilega ósáttur við spilamennsku sinna manna í kvöld er liðið tapaði gegn Stjörnunni í Olís-deild karla, 25-20. Hann segist vera í hálfgerðu sjokki eftir leikinn.

Handbolti
Fréttamynd

Ótrúlegar lokamínútur tryggðu Selfyssingum jafntefli

Selfoss tók á móti slóvenska liðinu Jeruzalem Ormoz í annarri umferð Evrópubikarkeppninnar í handbolta í kvöld. Selfyssingar eru í fínum málum fyrir seinni leik liðanna, en ótrúlegar lokamínútur tryggðu liðinu jafntefli, 31-31.

Handbolti
Fréttamynd

Atli Ævar frá fram yfir áramót

Enn bætist á meiðslalista handknattleiksliðs Selfoss, en línumaðurinn reyndi, Atli Ævar Ingólfsson, verður að öllum líkindum ekki með liðinu fyrr en eftir áramót eftir að hann fór í aðgerð á hné.

Handbolti
Fréttamynd

Sif snýr heim en ekki víst að hún spili fyrir manninn sinn

Sif Atladóttir, landsliðsmiðvörður í fótbolta, heldur heim til Íslands í vetur eftir tólf ár í atvinnumennsku. Hún mun búa á Selfossi en segist ekki setja það fyrir sig að ferðast til æfinga á höfuðborgarsvæðinu fari svo að hún semji við félag þar.

Fótbolti