Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Selfoss 32-32 | Jafnt í háspennuleik Þorsteinn Hjálmsson skrifar 3. mars 2022 22:30 Selfyssingar gerðu jafntefli við Gróttu á Seltjarnarnesi í kvöld. vísir/Hulda Margrét Selfyssingar mættu Gróttu í Hertz höllinni út á Seltjarnarnesi í 17. umferð Olís-deildar karla í handbolta sem hófst í kvöld. Lauk leiknum með jafntefli 32-32 í miklum marka leik. Leikurinn var jafn og spennandi allann tímann og kom loka mark leiksins þegar aðeins fimm sekúndur voru eftir. Í fyrri hálfleik skiptust liðin á að skora og leiða leikinn og munaði aldrei meira en tveimur mörkum á liðunum. Síðari hluta fyrri hálfleiksins skipti Grótta í mjög framliggjandi vörn og settu bakverði sína hátt upp á móti skyttum Selfyssinga. Slóg þessi vörn örlítið niður sóknarleikinn hjá Selfossi sem skoruðu þó 16 mörk í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik 18-16 heimamönnum í Gróttu í vil. Selfoss skoraði fyrstu fjögur mörk síðari hálfleiks og voru því komnir í tveggja marka forystu eftir aðeins fimm mínútna leik í síðari hálfleik. Grótta missti Selfyssinga ekki lengra frá sér og náðu að jafna leikinn um miðbik síðari hálfleiks. Pallarnir voru þétt settnir í Hertz höllinni í kvöld og myndaðist spennu þrungið andrúmsloft síðustu tíu mínútur leiksins, staðan 29-29. Grótta komst í tveggja marka forystu þegar fjórar mínútur voru eftir og gullið tækifæri á sigri í augsýn. Tókst þeim hins vegar ekki að nýta það og komst Selfoss í forystu þegar u.þ.b. 20 sekúndur voru eftir af leiknum. Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu tók þá leikhlé og stillti sínum mönnum upp í loka sókn leiksins. Endaði sú sókn með marki Lúðvíks Thorberg fimm sekúndum fyrir leikslok. Lokatölur 32-32. Af hverju fór jafntefli? Sóknarleikur beggja liða var mjög góður í leiknum og sköpuðust mörg opin færi í leiknum. Til að mynda fékk Selfoss 16 færi af línunni í leiknum. Var það í raun skrifað í skýin undir restina að Grótta myndi jafna, þar sem liðin höfðu fylgst nánast að í markaskorun allan leikinn. Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Andri Þór Helgason, hornamaður Gróttu var frábær í kvöld og skoraði 10 mörk úr 13 skotum. Fyrirliða frammistaða frá Andra Þór. Einar Baldvin Baldvinsson, markvörður Gróttu var einnig mjög góður í kvöld með 14 varða bolta og tilþrif leiksins. Einar Baldvin gerði sér nefnilega lítið fyrir og varði í þrígang undir lok leiksins, í sömu sókninni eftir hvert frákastið á fætur öðru sem féll í hendur Selfyssinga, ótrúlegt! Hergeir Grímsson, fyrirliði Selfyssinga var þeirra besti maður í kvöld þrátt fyrir að skora aðeins þrjú mörk. Hann lagði nefnilega upp átta mörk fyrir liðsfélaga sína, sem verður að kallast nokkuð gott dagsverk. Hvað gekk illa? Markvarsla Selfyssinga var ekki eins góð og hún hefur verið í vetur í þessum leik. Það gekk lítið hjá Halldóri Jóhann, þjálfara Selfoss að koma sínum markvörðum í gang þrátt fyrir að skipta þeim nokkrum sinum inn og út af vellinum. Hvað gerist næst? Nú hefst örlítil pása í Olís-deild karla fyrir utan frestaða viðureign úr 15. umferð á milli Gróttu og Aftureldingar sem fer fram 8. mars kl. 19:30. Í pásunni í Olís-deildinni verður leikinn hin svokallaða „Final 4“ í Coca Cola bikarnum að Ásvöllum. Selfyssingar mæta þar KA í undanúrslitum og fer leikurinn fram 9. mars kl. 20:15. Arnar Daði: Púlsinn er ágætur, það er röddin sem er gjörsamlega farin Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu.Vísir/Hulda Margrét Aðspurður hvernig púlsin væri eftir leik hafði Arnar Daði, þjálfari Gróttu þetta að segja. „Púlsinn er ágætur, það er röddin sem er gjörsamlega farin. Púlsinn er bara ágætur. Ég ætla nú ekki að segja að ég sé orðinn einhver reynslubolti í þessu en við höfum tekið nokkra svona leiki í gegnum síðustu tvö tímabil. Þannig maður svona lærir og þroskast með þessu líka.“ „Við byrjum seinni hálfleikinn ekki nægilega vel og þeir komast í fjögur núll kafla. Við lendum í því að missa mann út af í brottvísun og þeir skora auðveldlega manni fleiri, en síðan fannst mér seinnihálfleikurinn bara flottur. Við vorum bara eins og í flestum leikjum, nema í síðasta leik gegn Haukum, bara fara eftir plani og miklu meiri árásargirni og meir pungur í mönnum í dag bæði varnar og sónarlega. Ég var eitthvað að reyna að telja fríköstin hjá okkur. Birgir Steinn með 12 fríköst og næsti maður 8. Ég held við séum með rúmlega 30 fríköst og þeir strákarnir gjörsamlega svöruðu því kalli sem ég bað um eftir útreiðina sem við fengum fyrir einhverjum fimm dögum síðan. Ég er gríðarlega stoltur af strákunum að koma til baka eftir erfiðan leik gegn Haukum í síðustu umferð.“ Arnar Daði kom vel undirbúinn fyrir leik með nokkur varnarafbrigði sem gengu þó nokkuð vel í kvöld þrátt fyrir 32 mörk fengin á sitt lið. „Hugsunin á bak við þetta var bara að gefa strákunum meira tækifæri til að láta finna fyrir sér. Þeir skulduðu fríköst frá síðasta leik þar sem þeir varla klukkuðu Haukana. Þannig að ég gaf þeim aðeins færi á að sýna og sanna að þeir gætu náð í nokkur fríköst og þeir svöruðu því. Ég er búinn að klippa alla Selfoss leikina á tímabilinu og ég hef séð það að liðin eru að mæta þeim framarlega, bæði Afturelding í þar síðasta leik og Stjarnan í síðasta leik. Ég veit hvað Selfoss spilar á móti 3-2-1 og 5-1 vörn og við ætluðum bara að svara því. Jújú, þeir skora mörg mörk en þetta er hraður leikur. Við erum að keyra á þá í bakið. Varnarlega allt í lagi þrátt fyrir að fá 32 mörk á okkur en að sama skapi Einar frábær í markinu og heldur okkur inn í leiknum í seinni hálfleik.“ Næsti leikur Gróttu er gegn Aftureldingu. „Gríðarlega vel. Við mættum þeim náttúrulega í fyrri umferðini og gerðum jafntefli við þá þar í hörku leik. Eina sem ég þarf að gera núna er að passa það að strákarnir mæti ekki værukærir til leiks. Við náðum að gíra strákana vel upp í þennan leik. Við vorum helvíti værukærir í síðasta leik á móti Haukum. Við erum náttúrulega lélegasta liðið á landinu þegar við mætum værukærir en við sýnum það kanski að við getum gert eitthvað á móti þessum liðum þegar við mætum tilbúnir til leiks. Það er bara mitt hlutverk að gíra þá upp fyrir leikinn gegn Aftureldingu.“ Olís-deild karla Grótta UMF Selfoss
Selfyssingar mættu Gróttu í Hertz höllinni út á Seltjarnarnesi í 17. umferð Olís-deildar karla í handbolta sem hófst í kvöld. Lauk leiknum með jafntefli 32-32 í miklum marka leik. Leikurinn var jafn og spennandi allann tímann og kom loka mark leiksins þegar aðeins fimm sekúndur voru eftir. Í fyrri hálfleik skiptust liðin á að skora og leiða leikinn og munaði aldrei meira en tveimur mörkum á liðunum. Síðari hluta fyrri hálfleiksins skipti Grótta í mjög framliggjandi vörn og settu bakverði sína hátt upp á móti skyttum Selfyssinga. Slóg þessi vörn örlítið niður sóknarleikinn hjá Selfossi sem skoruðu þó 16 mörk í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik 18-16 heimamönnum í Gróttu í vil. Selfoss skoraði fyrstu fjögur mörk síðari hálfleiks og voru því komnir í tveggja marka forystu eftir aðeins fimm mínútna leik í síðari hálfleik. Grótta missti Selfyssinga ekki lengra frá sér og náðu að jafna leikinn um miðbik síðari hálfleiks. Pallarnir voru þétt settnir í Hertz höllinni í kvöld og myndaðist spennu þrungið andrúmsloft síðustu tíu mínútur leiksins, staðan 29-29. Grótta komst í tveggja marka forystu þegar fjórar mínútur voru eftir og gullið tækifæri á sigri í augsýn. Tókst þeim hins vegar ekki að nýta það og komst Selfoss í forystu þegar u.þ.b. 20 sekúndur voru eftir af leiknum. Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu tók þá leikhlé og stillti sínum mönnum upp í loka sókn leiksins. Endaði sú sókn með marki Lúðvíks Thorberg fimm sekúndum fyrir leikslok. Lokatölur 32-32. Af hverju fór jafntefli? Sóknarleikur beggja liða var mjög góður í leiknum og sköpuðust mörg opin færi í leiknum. Til að mynda fékk Selfoss 16 færi af línunni í leiknum. Var það í raun skrifað í skýin undir restina að Grótta myndi jafna, þar sem liðin höfðu fylgst nánast að í markaskorun allan leikinn. Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan í kvöld. Hverjir stóðu upp úr? Andri Þór Helgason, hornamaður Gróttu var frábær í kvöld og skoraði 10 mörk úr 13 skotum. Fyrirliða frammistaða frá Andra Þór. Einar Baldvin Baldvinsson, markvörður Gróttu var einnig mjög góður í kvöld með 14 varða bolta og tilþrif leiksins. Einar Baldvin gerði sér nefnilega lítið fyrir og varði í þrígang undir lok leiksins, í sömu sókninni eftir hvert frákastið á fætur öðru sem féll í hendur Selfyssinga, ótrúlegt! Hergeir Grímsson, fyrirliði Selfyssinga var þeirra besti maður í kvöld þrátt fyrir að skora aðeins þrjú mörk. Hann lagði nefnilega upp átta mörk fyrir liðsfélaga sína, sem verður að kallast nokkuð gott dagsverk. Hvað gekk illa? Markvarsla Selfyssinga var ekki eins góð og hún hefur verið í vetur í þessum leik. Það gekk lítið hjá Halldóri Jóhann, þjálfara Selfoss að koma sínum markvörðum í gang þrátt fyrir að skipta þeim nokkrum sinum inn og út af vellinum. Hvað gerist næst? Nú hefst örlítil pása í Olís-deild karla fyrir utan frestaða viðureign úr 15. umferð á milli Gróttu og Aftureldingar sem fer fram 8. mars kl. 19:30. Í pásunni í Olís-deildinni verður leikinn hin svokallaða „Final 4“ í Coca Cola bikarnum að Ásvöllum. Selfyssingar mæta þar KA í undanúrslitum og fer leikurinn fram 9. mars kl. 20:15. Arnar Daði: Púlsinn er ágætur, það er röddin sem er gjörsamlega farin Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu.Vísir/Hulda Margrét Aðspurður hvernig púlsin væri eftir leik hafði Arnar Daði, þjálfari Gróttu þetta að segja. „Púlsinn er ágætur, það er röddin sem er gjörsamlega farin. Púlsinn er bara ágætur. Ég ætla nú ekki að segja að ég sé orðinn einhver reynslubolti í þessu en við höfum tekið nokkra svona leiki í gegnum síðustu tvö tímabil. Þannig maður svona lærir og þroskast með þessu líka.“ „Við byrjum seinni hálfleikinn ekki nægilega vel og þeir komast í fjögur núll kafla. Við lendum í því að missa mann út af í brottvísun og þeir skora auðveldlega manni fleiri, en síðan fannst mér seinnihálfleikurinn bara flottur. Við vorum bara eins og í flestum leikjum, nema í síðasta leik gegn Haukum, bara fara eftir plani og miklu meiri árásargirni og meir pungur í mönnum í dag bæði varnar og sónarlega. Ég var eitthvað að reyna að telja fríköstin hjá okkur. Birgir Steinn með 12 fríköst og næsti maður 8. Ég held við séum með rúmlega 30 fríköst og þeir strákarnir gjörsamlega svöruðu því kalli sem ég bað um eftir útreiðina sem við fengum fyrir einhverjum fimm dögum síðan. Ég er gríðarlega stoltur af strákunum að koma til baka eftir erfiðan leik gegn Haukum í síðustu umferð.“ Arnar Daði kom vel undirbúinn fyrir leik með nokkur varnarafbrigði sem gengu þó nokkuð vel í kvöld þrátt fyrir 32 mörk fengin á sitt lið. „Hugsunin á bak við þetta var bara að gefa strákunum meira tækifæri til að láta finna fyrir sér. Þeir skulduðu fríköst frá síðasta leik þar sem þeir varla klukkuðu Haukana. Þannig að ég gaf þeim aðeins færi á að sýna og sanna að þeir gætu náð í nokkur fríköst og þeir svöruðu því. Ég er búinn að klippa alla Selfoss leikina á tímabilinu og ég hef séð það að liðin eru að mæta þeim framarlega, bæði Afturelding í þar síðasta leik og Stjarnan í síðasta leik. Ég veit hvað Selfoss spilar á móti 3-2-1 og 5-1 vörn og við ætluðum bara að svara því. Jújú, þeir skora mörg mörk en þetta er hraður leikur. Við erum að keyra á þá í bakið. Varnarlega allt í lagi þrátt fyrir að fá 32 mörk á okkur en að sama skapi Einar frábær í markinu og heldur okkur inn í leiknum í seinni hálfleik.“ Næsti leikur Gróttu er gegn Aftureldingu. „Gríðarlega vel. Við mættum þeim náttúrulega í fyrri umferðini og gerðum jafntefli við þá þar í hörku leik. Eina sem ég þarf að gera núna er að passa það að strákarnir mæti ekki værukærir til leiks. Við náðum að gíra strákana vel upp í þennan leik. Við vorum helvíti værukærir í síðasta leik á móti Haukum. Við erum náttúrulega lélegasta liðið á landinu þegar við mætum værukærir en við sýnum það kanski að við getum gert eitthvað á móti þessum liðum þegar við mætum tilbúnir til leiks. Það er bara mitt hlutverk að gíra þá upp fyrir leikinn gegn Aftureldingu.“
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti