KA

Fréttamynd

Óðinn Þór lánaður til Gum­mers­bach

Handknattleiksdeild KA hefur samið við þýska B-deildarfélagið VfL Gummersbach um að lána þeim hornamanninn Óðinn Þór Ríkharðsson út desembermánuð. Þetta kemur fram í tilkynningu sem KA sendi frá sér í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Viljum vera ofar í töflunni

Jónatan Magnússon, þjálfari KA var að vonum ánæðgur með sína menn eftir tveggja marka sigur á Gróttu í KA heimilinu í kvöld. Lokatölur 31-29.

Handbolti
Fréttamynd

Umfjöllun og viðtöl: KA - Grótta 31-29 | Heimasigur í spennandi leik

KA vann góðan tveggja marka sigur á Gróttu í hörkuleik er liðin mættust í Olís-deild karla á Akureyri í dag, lokatölur 31-29 heimamönnum í vil. Leikurinn var liður í 11. umferð Olís. Fyrir leikinn höfðu bæði lið unnið þrjá leiki í deild og voru í 9. og 10. sæti deildarinnar og því mikilvægt fyrir bæði lið að ná í tvö stigin sem í boði voru til að halda í við liðin fyrir ofan sig.

Handbolti
Fréttamynd

Heimir kemur inn og minnkar álagið á Jónatani

Heimir Örn Árnason hefur bæst við þjálfarateymi karlaliðs KA í handbolta. Jónatan Magnússon, aðalþjálfari liðsins, hefur verið í hléi frá störfum í vikunni en kveðst áfram verða aðalþjálfari liðsins.

Handbolti
Fréttamynd

KA/Þór tapaði fyrri leiknum á Spáni

Íslandsmeistaralið KA/Þórs þurfti að þola fjögurra marka tap gegn Elche á Spáni í fyrri leik liðanna í 32gja liða úrslitum Evrópubikars kvenna í dag. Leiknum lauk með sigri Spánverjana 22-18. Síðari leikurinn er einnig spilaður ytra en hann fer fram á morgun.

Handbolti
Fréttamynd

Martha Hermannsdóttir: Við erum ekki að spila undir neinni pressu

„Þetta var frábært, mér finnst svona KA/Þór liðið vera komið aftur. Við tókum góðan fund eftir síðasta leik þar sem við höfum ekki verið sjálfum okkur líkar, vantaði einhvern veginn gleði og að finna aftur að við erum ekki að spila undir neinni pressu,“ sagði Martha Hermannsdóttir fyrirliði KA/Þórs eftir góðan sigur á móti Haukum í KA heimilinu í kvöld.

Handbolti