Erlingur: Sáttur með eitt stig úr því sem komið var Árni Gísli Magnússon skrifar 24. febrúar 2022 20:41 Erlingur Richardsson Vísir/Hulda Margrét KA og ÍBV skildu jöfn, 32-32, í KA heimilinu í kvöld. Leikurinn var jafn til að byrja með en KA menn náðu góðu forskoti undir lok fyrri hálfleiks og leiddu með fimm mörkum í hálfleik, 20-15. Leikmenn ÍBV mættu einbeittir til leiks í þeim síðari og minnkuðu strax muninn og voru einu til tveimur mörkum á eftir KA nær allan seinni hálfleikinn og náðu að jafna í 30-30 þegar fjórar mínútur voru eftir. Staðan var 32-32 þegar 20 sekúndur voru eftir en KA nýtti ekki sína síðustu sókn og því deildu liðin stigunum. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, tók stiginu fagnandi úr því sem komið var. „Já úr því sem komið var, sérstaklega eftir fyrri hálfleikinn. Við fáum á okkur 20 mörk í fyrri hálfleiknum en aðeins 12 í seinni þannig að við náum að koma okkur svona þannig aðeins inn í leikinn og þess vegna er ég sáttur með eitt stig úr því sem komið var.” KA skoraði 7 mörk á einungis nokkrum mínútum undir lok fyrri hálfleiks og breyttu stöðunni úr 14-13 í 20-14 og voru fimm mörkum yfir í hálfleik. Eyjamenn mættu grimmir til leiks í síðari hálfleik og minnkuðu munninn strax í tvö mörk. Hvað sagði Erlingur við strákana í hálfleik? „Við fórum nú bara yfir okkar leik sko, fórum aðeins yfir varnarleikinn okkar og sókn. Við ræddum bara hvernig við vildum gera hlutina og það gekk svona nokkurnveginn eftir í seinni hálfleiknum.” KA vörnin var ekki nægilega góð í fyrri hálfleik þar sem þeir spiluðu mestmegnis flata 6-0 vörn sem Eyjamenn hefði getað nýtt sér betur. „Við gætum eflaust nýtt plássið meira og allt það en við skorum samt á endanum 32 mörk og það er nú bara nokkuð mikið þannig að það var kannski ekki vandamálið, það var varnarleikurinn í fyrri.” Jón Heiðar Sigurðsson, fyrirliði KA, fékk að líta beint rautt spjald á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks þegar hann braut á Gabriel Martinez þegar hann var að stökkva inn í teig í hraðaupphlaupi. Í kjölfarið urðu stympingar við varamannabekkina. Hvað gekk á þar? „Ég veit það ekki, hafa ekki allir skoðun á dómgæslunni svo sem og aðstæðum? Það er náttúrulega hiti í húsinu og við vitum það, það er alltaf mikið líf hérna í KA-heimilinu og gaman að koma hingað og það er kannski ekkert óeðlilegt þó það sjóði aðeins upp úr.” Sigtryggur Daði Rúnarsson er uppalinn Þórsari og það var ljóst frá byrjun að þetta var enginn venjulegur leikur fyrir hann. Erlingur var sammála því að Þórshjartað hefði slegið í dag hjá Sigtryggi. „Það er einhver rígur þarna á milli nokkurra félaga og verst að það vantaði Róbert svo sem líka til að hitta gamla félaga en þess þó heldur var Arnór að spila góða vörn í seinni hálfleiknum og gerði það mjög vel”, sagði Erlingur að lokum og dreif sig áleiðis til að ná flugi aftur til Eyja. Íslenski handboltinn ÍBV KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - ÍBV 32-32 | Stál í stál á Akureyri KA og ÍBV skildu jöfn í Olís deildinni í handbolta á Akureyri í kvöld. 24. febrúar 2022 20:03 Mest lesið Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Handbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Sjá meira
Leikurinn var jafn til að byrja með en KA menn náðu góðu forskoti undir lok fyrri hálfleiks og leiddu með fimm mörkum í hálfleik, 20-15. Leikmenn ÍBV mættu einbeittir til leiks í þeim síðari og minnkuðu strax muninn og voru einu til tveimur mörkum á eftir KA nær allan seinni hálfleikinn og náðu að jafna í 30-30 þegar fjórar mínútur voru eftir. Staðan var 32-32 þegar 20 sekúndur voru eftir en KA nýtti ekki sína síðustu sókn og því deildu liðin stigunum. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, tók stiginu fagnandi úr því sem komið var. „Já úr því sem komið var, sérstaklega eftir fyrri hálfleikinn. Við fáum á okkur 20 mörk í fyrri hálfleiknum en aðeins 12 í seinni þannig að við náum að koma okkur svona þannig aðeins inn í leikinn og þess vegna er ég sáttur með eitt stig úr því sem komið var.” KA skoraði 7 mörk á einungis nokkrum mínútum undir lok fyrri hálfleiks og breyttu stöðunni úr 14-13 í 20-14 og voru fimm mörkum yfir í hálfleik. Eyjamenn mættu grimmir til leiks í síðari hálfleik og minnkuðu munninn strax í tvö mörk. Hvað sagði Erlingur við strákana í hálfleik? „Við fórum nú bara yfir okkar leik sko, fórum aðeins yfir varnarleikinn okkar og sókn. Við ræddum bara hvernig við vildum gera hlutina og það gekk svona nokkurnveginn eftir í seinni hálfleiknum.” KA vörnin var ekki nægilega góð í fyrri hálfleik þar sem þeir spiluðu mestmegnis flata 6-0 vörn sem Eyjamenn hefði getað nýtt sér betur. „Við gætum eflaust nýtt plássið meira og allt það en við skorum samt á endanum 32 mörk og það er nú bara nokkuð mikið þannig að það var kannski ekki vandamálið, það var varnarleikurinn í fyrri.” Jón Heiðar Sigurðsson, fyrirliði KA, fékk að líta beint rautt spjald á síðustu sekúndu fyrri hálfleiks þegar hann braut á Gabriel Martinez þegar hann var að stökkva inn í teig í hraðaupphlaupi. Í kjölfarið urðu stympingar við varamannabekkina. Hvað gekk á þar? „Ég veit það ekki, hafa ekki allir skoðun á dómgæslunni svo sem og aðstæðum? Það er náttúrulega hiti í húsinu og við vitum það, það er alltaf mikið líf hérna í KA-heimilinu og gaman að koma hingað og það er kannski ekkert óeðlilegt þó það sjóði aðeins upp úr.” Sigtryggur Daði Rúnarsson er uppalinn Þórsari og það var ljóst frá byrjun að þetta var enginn venjulegur leikur fyrir hann. Erlingur var sammála því að Þórshjartað hefði slegið í dag hjá Sigtryggi. „Það er einhver rígur þarna á milli nokkurra félaga og verst að það vantaði Róbert svo sem líka til að hitta gamla félaga en þess þó heldur var Arnór að spila góða vörn í seinni hálfleiknum og gerði það mjög vel”, sagði Erlingur að lokum og dreif sig áleiðis til að ná flugi aftur til Eyja.
Íslenski handboltinn ÍBV KA Tengdar fréttir Leik lokið: KA - ÍBV 32-32 | Stál í stál á Akureyri KA og ÍBV skildu jöfn í Olís deildinni í handbolta á Akureyri í kvöld. 24. febrúar 2022 20:03 Mest lesið Umfjöllun: Wales - Ísland 4-1 | Vonin dó í seinni hálfleik og Ísland gæti fallið Fótbolti Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Handbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Körfubolti Paul hló að tilboði heimsmeistarans en skoðar málið Sport Leikdagur í Cardiff: „Þetta er leikþáttur frá A-Ö“ Fótbolti Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Fleiri fréttir „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Framarar flugu í átta liða úrslitin á gamla heimavellinum Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Ágúst tekur við af Óskari hjá Val KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Haukar áfram eftir spennuleik Haukar hentu Eyjamönnum út úr bikarnum Lærisveinar Rúnars með góðan sigur Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Sjá meira
Leik lokið: KA - ÍBV 32-32 | Stál í stál á Akureyri KA og ÍBV skildu jöfn í Olís deildinni í handbolta á Akureyri í kvöld. 24. febrúar 2022 20:03