FH

Fréttamynd

Tíu bestu liðin (1984-2023): FH 2005 | Skrifað í sögu stórum stöfum

FH varð Íslandsmeistari annað árið í röð undir stjórn Ólafs Jóhannessonar. FH-ingar höfðu gríðarlega yfirburði í deildinni, unnu fyrstu fimmtán leiki sína og tryggðu sér titilinn með sigri á sínum helsta andstæðingi. Tryggvi Guðmundsson og Auðun Helgason sneru heim með sannkölluðum glæsibrag og áttu frábært tímabil.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hanna frá Val í FH

FH-ingar hafa styrkt sig fyrir komandi tímabil í Bestu deild kvenna en Hanna Kallmaier hefur gert tveggja ára samning við Fimleikafélagið.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Fáum við að sjá bestu út­gáfuna af Aroni á EM?

Aron Pálmarsson, ein af burðarásum íslenska landsliðsins í handbolta, segir langt síðan að hann hafi verið í eins góðu formi og nú, nokkrum dögum fyrir fyrsta leik Strákanna okkar á EM. Það að hann sé ekki að spila í einni af sterkustum deildum í heimi muni ekki hafa áhrif á hans framlag á komandi stórmóti.

Handbolti
Fréttamynd

Davíð seldur til Álasunds

FH-ingar hafa selt einn sinn albesta leikmann á síðustu leiktíð, U21-landsliðsmanninn Davíð Snæ Jóhannsson, til norska knattspyrnufélagsins Álasunds.

Fótbolti
Fréttamynd

„Veit ekki hvaðan skapið kemur“

Margt hefur verið sagt og ritað um Kjartan Henry Finnbogason á knattspyrnuferli hans og oft ekkert rosalega jákvætt. Kjartan lagði skóna á hilluna í vikunni og var spurður út í skapofsann og keppnisskapið.

Fótbolti
Fréttamynd

„Það er aldrei góð hug­mynd“

Kaflaskil eru hjá Kjartani Henry Finnbogasyni sem hefur lagt fótboltaskóna á hilluna og tekur við sem aðstoðarþjálfari hjá FH. Hann þakkar góðar viðtökur í Hafnarfirði sem hafi ekki verið sjálfsagðar. Hann kveðst vera FH-ingur í dag en þó einnig KR-ingur.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

FH á­fram þrátt fyrir tap

FH er komið áfram í Evrópubikarnum í handbolta þrátt fyrir þriggja marka tap gegn Bocholt frá Belgíu í dag, lokatölur 36-33. FH vann fyrri leik liðanna stórt og er því komið áfram.

Handbolti
Fréttamynd

Leik lokið: FH - Grótta 31-24 | Hafn­firðingar tryggðu sér topp­sætið

FH tók á móti Gróttu í 10. umferð Olís-deildar karla nú í kvöld. Fyrir leikinn átti FH möguleika á að tylla sér á toppinn á meðan Grótta gat með sigri fjarlægt sig frá fallsvæðinu. Það var hins vegar ljóst snemma leiks að FH-ingar ætluðu sér á toppinn og fór svo að lokum að liðið vann afar sannfærandi 7 marka sigur 31-24.

Handbolti