FH

Fréttamynd

Hafi litað bæjarpólitík í Hafnar­firði í ára­tugi

Fyrrverandi varabæjarfulltrúi Hafnarfjarðar hvetur fráfarandi bæjarstjóra til að fara betur með opinbert fé í störfum sínum sem þingmaður en bæjarstjóri. Bæjarfulltrúanum var vikið úr öllum nefndum og ráðum fyrir sjö árum. Annar fyrrverandi bæjarfulltrúi segist efast um að margir geri sér grein fyrir því hversu stórt og viðamikið málið sé í reynd, forsaga þess hafi litað hafnfirska bæjarpólitík í áratugi. 

Innlent
Fréttamynd

Vill að stjórn FH fari frá

Sigurður P. Sigmundsson, formaður frjálsíþróttadeildar FH, segir að stjórn félagsins verði að fara frá nú í kjölfar þess greint hefur verið frá skýrslu Deloitte sem var unnin fyrir Hafnafjarðarbæ. Þar kom fram að fjörutíu prósent af byggingarkostnaði við knatthúsið Skessuna hafi farið í greiðslur til formanns félagsins og fyrirtækja sem bróðir hans er í forsvari fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Tugir milljóna króna beint til for­manns FH

Um fjörutíu prósent af byggingarkostnaði við knatthúss íþróttafélagsins FH fór í greiðslur til formanns félagsins og fyrirtækja sem bróðir hans er í forsvari fyrir. Spurningar eru uppi um hvort að allt að 120-130 milljónir hafi verið réttilega færðar sem hluti af byggingarkostnaðinum. 

Innlent
Fréttamynd

Mikil spenna í Eyjum

ÍBV og Íslandsmeistarar FH gerðu jafntefli, 26-26, í miklum spennuleik í Olís-deild karla í handbolta í Vestmannaeyjum í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Grétar Snær höfuðkúpu­brotnaði í Taí­landi

Andri Geir Gunnarsson, sem þekktastur er fyrir að halda úti ásamt Vilhjálmi Frey Hallssyni, hinu mjög svo vinsæla hlaðvarpi Steve Dagskrá, lenti ásamt bróður sínum Grétari Snæ í miklum hremmingum úti í Taílandi.

Innlent
Fréttamynd

Vuk í Fram

Fótboltamaðurinn Vuk Oskar Dimitrijevic er genginn í raðir Fram frá FH sem hann hefur leikið með undanfarin ár.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Allir í við­bragðs­stöðu í Kapla­krika vegna endurtalningar

Æfingar barna og unglinga sem fara áttu fram í Kaplakrika, íþróttahúsi FH í Hafnarfirði, á morgun falla að óbreyttu niður vegna endurtalningar atkvæða. Framkvæmdastjóri FH staðfestir að beiðni hafi borist frá yfirkjörstjórn Suðvesturkjördæmis vegna fyrirhugaðrar endurtalningar.

Innlent
Fréttamynd

Upp­gjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal

Fram tók á móti FH í 12. umferð Olís-deild karla í handbolta í kvöld og réðust úrslitin á síðustu andartökum leiksins. Leikurinn endaði 30-29 fyrir FH en Framarar voru með yfirhöndina framan af og leiddu um tíma með fimm mörkum í síðari hálfleik.

Handbolti
Fréttamynd

FH-ingar í fínum gír án Arons

FH-ingar áttu ekki í miklum vandræðum með að tryggja stöðu sína á toppi Olís deildar karla í handbolta í kvöld en þeir unnu þá öruggan 36-25 sigur á KA-mönnum.

Handbolti
Fréttamynd

Svona voru hinir úrslitaleikirnir um titilinn

Öll augu verða á Víkinni í kvöld þegar Víkingur og Breiðablik mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild karla. Þetta er í fimmta sinn á síðustu 28 árum sem lið mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Til að stytta biðina fram að leiknum í Víkinni rifjar Vísir upp hina fjóra úrslitaleikina.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Þakk­látir fyrir en sjá á eftir Aroni: „Út­­skýrði vel fyrir liðinu hvað væri í gangi“

Karla­lið FH í hand­bolta tekur á móti sænsku meisturunum í Sa­vehof í 3.um­ferð Evrópu­deildarinnar í Kapla­krika í kvöld. Um er að ræða fyrsta leik FH liðsins eftir brott­hvarf stór­stjörnunnar Arons Pálmars­sonar. Sigur­steinn Arn­dal, þjálfari FH, segir alla í FH liðinu sýna Aroni skilning með á­kvörðun hans og sam­gleðjast honum. Fram undan sé hins vegar mikil vinna sem felst í því að reyna fylla í hans skarð.

Handbolti