Breiðablik

Fréttamynd

„Feginn að okkur dugir ekki jafn­tefli“

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks, segir að góður andi hafi ríkt innan raða Breiðabliks í aðdraganda úrslitaleiksins gegn Víkingi í kvöld. Blikar þurfa að vinna leikinn til að verða meistarar og hann segir að það henti liðinu mun betur en að verja jafntefli.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Vona að þessi leikur verði epískur“

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, vonast til að úrslitaleikurinn gegn Breiðabliki um Íslandsmeistaratitilinn verði eftirminnilegur. Hann telur að Evrópuleikurinn gegn Cercle Brugge muni ekki sitja í hans mönnum í kvöld.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Svona voru hinir úrslitaleikirnir um titilinn

Öll augu verða á Víkinni í kvöld þegar Víkingur og Breiðablik mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild karla. Þetta er í fimmta sinn á síðustu 28 árum sem lið mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Til að stytta biðina fram að leiknum í Víkinni rifjar Vísir upp hina fjóra úrslitaleikina.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Undir niðri kraumar bullandi rígur“

Gríðarleg eftirvænting ríkir vegna úrslitaleiks Víkings og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta. Liðin hafa marga hildi háð í baráttunni um titilinn síðustu ár, með tilheyrandi ríg á milli allra sem að þeim koma.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Stubbur hrundi vegna á­lags

Knattspyrnudeild Víkings hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna villu sem kom upp við sölu miða á leikinn gegn Breiðabliki í Bestu deild karla í fótbolta á sunnudaginn kemur. Kerfi miðasölufyrirtækisins Stubbs hrundi í hádeginu vegna álags við sölu miða á leikinn.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

„Annað hvort væri ég ó­létt eða að hætta“

Líkt og greint var frá í upphafi vikunnar hefur Ásta Eir Árnadóttir, fyrirliði nýkrýndra Íslandsmeistara Breiðabliks í fótbolta ákveðið að leggja skóna á hilluna. Ákvörðun Ástu á sér aðdraganda og átti hún hjartnæma stund með liðsfélögum sínum fyrir nokkrum vikum síðan er hún greindi þeim frá ákvörðun sinni.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Hand­rit Ástu Eirar fékk full­komin enda­lok

Eftir að hafa landað sjálfum Ís­lands­meistara­titlinum með Breiða­bliki um ný­liðna helgi, þeim þriðja á ferlinum, greindi Ásta Eir Árna­dóttir, fyrir­liði Breiða­bliks, frá því á sunnu­daginn síðast­liðinn að skórnir væru komnir á hilluna. Á­kvörðun Ástu kom vafa­laust mörgum á ó­vart en hún á þó sinn að­draganda.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Tár­vot Ásta sátt í hjarta sínu með á­kvörðunina

Ásta Eir Árna­dóttir, fyrir­liði ný­krýndra Ís­lands­meistara Breiða­bliks í fót­bolta, hefur á­kveðið að leggja knatt­spyrnu­skóna á hilluna eftir frá­bæran feril og að­eins 31 árs að aldri. Hún er sátt í hjarta sínu með á­kvörðunina og er þakk­lát fyrir tímana hjá upp­eldis­fé­laginu. Bæði þá góðu, en einnig þá erfiðu og krefjandi.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Katrín ekki með slitið kross­band

Katrín Ásbjörnsdóttir varð um helgina í Íslandsmeistari þegar Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Val á Hlíðarenda. Hún fagnaði titlinum á sjúkrabörum eftir að meiðast illa á hné í leiknum. Fyrst var óttast að krossbandið hefði slitnað en það var sem betur fer ekki raunin.

Íslenski boltinn