Vistvænir bílar

Fréttamynd

Rivian R1T lendir í sínum fyrsta árekstri

Allir bílar þurfa að lenda í sínum fyrsta árekstri og almennt er smávægilegt samstuð ekki fréttnæm en þetta var frekar furðulegt, auk þess sem R1T er búinn hinum ýmsa búnaði sem ætti að koma í veg fyrir árekstra.

Bílar
Fréttamynd

Lucid Air dregur opinberlega 836 kílómetra

Rafbíllinn Lucid Air Dream Edition hefur fengið formlega drægni mælingu upp á 836 km. Það er rúmlega 180 km meira en sú Tesla sem lengst dregur á einni hleðslu. Afhendingar á Lucid Air eiga að hefjast í lok árs.

Bílar
Fréttamynd

Askja og bílaframleiðandinn smart hefja samstarf

Á IAA Mobility 2021 bílasýningunni í Munich, frumsýndi smart Concept #1 rafbílinn en um er að ræða rafmagnsbíl í flokki borgarjepplinga. Bíllinn sem er fjórhjóladrifinn er hannaður af Mercedes-Benz og framleiddur í nýrri verksmiðju smart í Kína.

Bílar
Fréttamynd

9 sæta Peugeot e-Traveller kominn í forsölu

Brimborg kynnir, langdrægan Peugeot e-Traveller 9 sæta 100% rafbíl með 75 kWh drifrafhlöðu með allt að 330 km drægni á 100% hreinu rafmagni. Peugeot e-Traveller er fáanlegur 9 sæta í Business eða Allure útfærslu í tveimur lengdum með 7 ára víðtækri verksmiðjuábyrgð og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu.

Bílar
Fréttamynd

Mercedes-Benz EQE frumsýndur í München

Mercedes-Benz EQE verður frumsýndur á bílasýningunni í München sem nú er hafin. EQE verður fyrsti stóri alrafdrifni fólksbílinn frá þýskum bílaframleiðanda og er hans beðið með mikilli eftirvæntingu eins og gefur að skilja enda hefur forverinn Mercedes-Benz E-Class verið mjög vinsæll sem lúxusbíll í gegnum árin. Nýr EQE mun koma á markað á næsta ári.

Bílar
Fréttamynd

Skoda Enyaq iV - rafjepplingur fyrir fjölskyldur

Skoda Enyaq iV er fimm manna rafjepplingur sem er ætlað að virka fyrir fjölskyldufólk og vera umhverfisvænn á meðan. Bíllinn er smekklega hannaður og vel samsettur, auk þess sem hann er rúmgóður.

Bílar
Fréttamynd

Kia keyrir á rafmagnið á fyrstu IAA Mobility bílasýningunni í Munchen

Kia verður mjög áberandi með nýjustu rafbíla sína á alþjóðlegu bílasýningunni IAA Mobility sem haldin verður í fyrsta skipti í Munchen 7-12 september nk. Kia mun frumsýna tvo spennandi rafbíla á sýningunni; glænýjan EV6 rafbíl sem beðið hefur verið eftir með mikilli eftirvæntingu og nýja kynslóð af Sportage sem kemur nú í Plug-in Hybrid útfærslu.

Bílar
Fréttamynd

Kia EV6 dregur 528 km

Kia EV6 rafbíll mun hafa allt að 528 km drægni samkvæmt WLTP staðli. Þetta er enn meiri drægni en búist var við en upphaflega átti rafbíllinn að draga 510 km á rafhlöðunni. Nú er ljóst að það bætist við drægnina sem eru sannarlega góðar fréttir fyrir væntanlega kaupendur sem búast má við að verði margir enda er mikil eftirvænting eftir bílnum sem er þegar kominn í forsölu hjá Bílaumboðinu Öskju.

Bílar
Fréttamynd

Biden: pant vera fyrstur til að keyra væntanlega raf Corvette-u

Joe Biden, Bandaríkjaforseti hélt nýverið ræðu fyrir utan Hvíta húsið þar sem hann talaði um að helmingur sölu á nýjum bílum í Bandaríkjunum muni vera rafbílar fyrir lok ársins 2030. Viðstaddir ræðuna voru helstu yfirmenn Ford, General Motors og Stellantis. Þar á meðal framkvæmdastjóri GM, Mary Barra. Biden sagði við tilefnið að hann hefði samið við Barra um að fá að vera fyrstur til að keyra rafdrifna Corvette C8.

Bílar
Fréttamynd

Afhjúpuðu nýjan rafmagnsbíl á Háskólatorgi

Team Spark, kappaksturs- og hönnunarlið Háskóla Íslands, afhjúpaði í dag nýjan rafknúinn kappakstursbíl sem liðið hefur unnið að undanfarin tvö ár í krefjandi aðstæðum kórónuveirufaraldursins. 

Innlent
Fréttamynd

Audi keppir í Dakar með Audi RS Q e-tron

Audi tilkynnti nýlega að þýski framleiðandinn ætlaði sér að keppa í Dakar rallinu á næsta ári. Bíllinn sem Audi ætlar að nota er Audi RS Q e-tron, rafbíll með tvo mótora úr Formúlu E bíl Audi.

Bílar
Fréttamynd

Musk: Hver Cybertruck myndi kosta milljón dollara í framleiðslu

Elon Musk, framkvæmdastjóri Tesla sagði nýlega að ef fyrirtækið ætlaði sér að smíða Cybertruck í dag, myndi hver bíll kosta milljón dollara, um 126 milljónir króna. Aðallega vegna þess að fyrirtækið getur ekki smíðað nógu margar 4680 sellur í rafhlöður sem notaðar verða í bílinn.

Bílar
Fréttamynd

Tækifæri til að gera enn betur í orkuskiptum

Eitt af lykilverkefnum íslensks samfélags er að klára orkuskipti í samgöngum og mörg tækifæri eru til að gera betur í þeim efnum að mati Höllu Hrundar Logadóttur, nýs orkumálastjóra. Sífellt alvarlegri hliðar loftslagsbreytinga þrýsti á að orkuskiptum verði lokið sem fyrst.

Innlent
Fréttamynd

Nýr S-Class tengiltvinnbíll dregur 113 km

Nýr Mercedes-Benz S-Class í tengiltvinnútfærslu er nú kominn í sölu í Evrópu sem og á Íslandi. Nýr S-Class 580 e er með allt að 113km drægni á rafmagninu eingöngu samkvæmt WLTP staðli og hefur drægnin aukist um rúmlega helming miðað við eldri útfærslu bílsins. Þá býður bíllinn upp á 11kW hleðslugetu með hefðbundinni og 60 kW hraðhleðslugetu sem er það mesta meðal tengiltvinnbíla.

Bílar
Fréttamynd

Mercedes-Benz færir sig alfarið yfir í rafbíla

Þýski lúxusbílaframleiðandinn Daimler stefnir að því að framleiða eingöngu rafknúnar Mercedes-Benz bifreiðar í lok áratugarins. Framleiðandinn hyggst því hætta alfarið þróun bensín- og dísilbíla og þar með færa sig úr áðurkynntri “Electric First” stefnu yfir í “Electric Only”.

Bílar
Fréttamynd

Myndband: Rafbíllinn Rivian í grjótklifri

Stofnandi og framkvæmdastjóri Rivian RJ Scaringe er búinn að vera að byggja upp spennu fyrir kynningu á R1S. Scaringe deildi nýlega myndbandi á Twitter sem sýnir R1S í klettaklifri í Moab, Utah.

Bílar