Félagasamtök

Fréttamynd

Ingi­björg á­fram for­maður FEB

Ingibjörg H. Sverrisdóttir var í gær endurkjörin formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) á aðalfundi félagsins sem haldinn var í Gullhömrum í Reykjavík í gær.

Innlent
Fréttamynd

Hvað er að gerast innan verka­lýðs­hreyfingarinnar?

Ég skrifaði nýlega grein um skuggahliðar verkalýðshreyfingarinnar þar sem ég lýsti eitruðum kúltúr og baktjaldamakki. Forseti ASÍ virtist koma af fjöllum og krafði mig opinberlega svara um hvað málið snérist því ekki kannaðist hún við málefnalegan ágreining né óeðlileg átök.

Skoðun
Fréttamynd

Þor­kell dregur fram­boðið til baka í kjöl­far „rætinnar gagn­rýni“

Þorkell Sigurlaugsson hefur ákveðið að draga framboð sitt til formanns Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrennis (FEB) til baka. Hann segir að eftir umhugsun og samtöl við stuðningsfólk hafi honum ekki þótt við hæfi að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni og þá hafi hann ekki viljað trufla framboð sitt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar þar sem hann sækist eftir 2. sæti.

Innlent
Fréttamynd

Arna og Álfur vilja verða for­maður Sam­takanna '78

Arna Magnea Danks og Álfur Birkir Bjarnason sækjast eftir því að verða formaður Samtakanna '78, félags hinsegin fólks á Íslandi. Kosið verður 6. mars næstkomandi en atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hefst á skrifstofu Samtakanna ’78 á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavanda

Í gegnum tímann hafa félagasamtök stofnað hina ýmsu heilbrigðisþjónustu sem nauðsynleg er en var ekki búið að koma á lagnirnar. Sem dæmi má nefna SÁÁ sem eins og í nafninu gefur til kynna er samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavanda. 

Skoðun
Fréttamynd

Aðalfundur SVFR 2022

Aðalfundur Stangaveiðifélags Reykjavíkur 2022 verður haldinn mánudaginn 28. febrúar nk. Fundurinn fer fram í Rafveituheimilinu í Elliðaárdal og hefst hann kl. 18:00.

Veiði
Fréttamynd

Sakar Arn­þór um að kasta „skíta­bombum“ í stjórn SÁÁ

Það ríkir alls ekkert stríðsástand innan SÁÁ, líkt og ætla mætti af fréttaflutningi síðustu daga, heldur hafa fjórir einstaklingar sem eiga sæti í 48 manna aðalstjórn samtakanna gert allt til að valda usla og gera allt starf framkvæmdastjórnarinnar tortryggilegt.

Innlent
Fréttamynd

Dregur framboð sitt skyndilega til baka

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hefur dregið til baka framboð sitt til formanns SÁÁ. Þessu greinir hún frá í færslu á Facebook-síðu sinni en einungis þrír dagar eru síðan hún tilkynnti framboð sitt. Af 48 stjórnarmeðlimum SÁÁ skoruðu 40 á hana eftir að Einar Hermannsson sagði af sér sem formaður vegna vændismáls.

Innlent
Fréttamynd

Þóra Kristín býður sig fram til formennsku hjá SÁÁ

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar, hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku hjá SÁÁ. Hún segir eitraða karlmennsku í bland við aukna neyslu harðari efnu gera konur útsettar fyrir ofbeldi.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er spennandi og stórt verk­efni“

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hefur verið orðuð við formannsstöðu SÁÁ eftir afsögn Einars Hermannssonar í vikunni. Hún staðfestir að aðilar innan samtakanna hafi komið að máli við sig varðandi formannsstöðuna.

Innlent
Fréttamynd

Þing­maður VG segist hafa verið mis­notaður af starfs­manni SÁÁ

Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, segist hafa verið misnotuð af starfsmanni á Staðarfelli, sem var meðferðarheimili SÁÁ í Dölum. Hún segir sína sögu ekki einsdæmi og segir hallarbylltingu og yfirmannahrókeringar ekki duga til, breyta þurfi menningunni innan samtakanna.

Innlent
Fréttamynd

Afsögn formanns SÁÁ: Svaraði auglýsingu um kynlíf gegn greiðslu

Einar Hermannsson hefur sagt af sér sem formaður SÁÁ. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá honum til fjölmiðla. Hann segir ástæðuna þá að hann hafi svarað auglýsingu á netinu fyrir einhverjum árum þar sem í boði hafi verið kynlíf gegn greiðslu. Það mál hafi ratað aftur upp á yfirborðið.

Innlent
Fréttamynd

Vill stilla til friðar innan Eflingar og býður sig fram til formanns

Guðmundur Jónatan Baldursson, stjórnarmaður í stéttarfélaginu Eflingu, hefur ákveðið að gefa kost á sér til formennsku félagsins. Þetta staðfestir hann í samtali við fréttastofu. Sólveig Anna Jónsdóttir sagði af sér embætti formanns í lok október á síðasta ári. Guðmundur segist vilja koma á friði innan félagsins.

Innlent