Skoðanakannanir Framsókn í bókstaflegri framsókn Mikil hreyfing er enn á fylgi flokkanna en samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Stöð 2, Vísi og Bylgjuna myndi ríkisstjórnin sem var fallin í gær fá lágmarksmeirihluta á Alþingi í kosningunum á morgun. Innlent 24.9.2021 18:50 Ný Maskínukönnun: Ríkisstjórnin nær til sín tveimur þingmönnum og heldur velli Framsóknarflokkurinn mælist með 15,4 prósenta fylgi í nýrri Maskínukönnun fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Fyrir vikið fengi flokkurinn ellefu þingmenn og er næststærsti flokkur landsins. Innlent 24.9.2021 16:39 Katrín um skoðanakönnun Maskínu: Erum ekki að uppskera sama og síðast Forystufólk stjórnmálaflokkanna var missátt við niðurstöðu skoðanakönnunar Maskínu sem birt var í kvöldfréttum Stöðvar 2, þegar þau voru spurð út málið í leiðtogaumræðunum sem standa nú yfir. Öll voru þau þó bjartsýn með framhaldið. Innlent 23.9.2021 20:14 Ný Maskínukönnun: Hvorki ríkisstjórnin né Reykjavíkurmódelið ná meirihluta Ef úrslit kosninganna á laugardag verða eins og í könnun Maskínu fyrir fréttastofuna væri Sjálfstæðisflokkurinn að fá sögulega útreið með 20,6 prósent atkvæða. Flokkur forsætisráðherrans, Katrínar Jakobsdóttur, væri líka að tapa verulegu fylgi frá síðustu kosningum með 11,5 prósent. Könnun Maskínu var gerð 15.-22. september og tóku tæplega sex þúsund afstöðu. Innlent 23.9.2021 19:00 Fylgi Katrínar meira en næstu þriggja samanlagt Þegar landsmenn eru spurðir að því hvern af leiðtogum stjórnmálaflokkanna þeir vilji sjá sem næsta forsætisráðherra þá svara 36 prósent þeirra: Katrín Jakobsdóttir. Þetta kemur fram í nýrri Maskínukönnun. Innlent 23.9.2021 17:27 Jafnmargir treysta Katrínu mikið og treysta Bjarna lítið Yfir helmingur landsmanna segjast bera mikið traust til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra og yfir þriðjungur til Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins. Bjarni Benediktsson er í þriðja sæti yfir þá sem landsmenn treysta þótt enn fleiri beri lítið traust til hans. Innlent 23.9.2021 12:16 Stjórnarflokkarnir með 43 prósent samkvæmt nýrri könnun Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 20 prósenta fylgi í nýrri könnun sem rannsóknafyrirtækið Prósent gerði fyrir Fréttablaðið og birt er í dag. Flokkurinn tapar rúmu prósenti frá síðustu könnun blaðsins en er þó enn stærsti flokkur landsins. Innlent 23.9.2021 06:54 Vinstri sveiflan snýst við Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aukist nokkuð á undanfarinni viku samkvæmt nýrri könnun MMR fyrir Morgunblaðið og mbl.is sem kynnt var í dag. Fylgi flokksins hefur aukist um 1,5 prósent síðan á föstudaginn í síðustu viku en vinstri flokkar virðast hafa misst dampinn miðað við síðustu könnun MMR. Innlent 22.9.2021 17:29 Hafna alfarið sögusögnum um að eldra fólk sé undanskilið Gallup, Maskína og MMR hafna því að eldri aldurshópar séu undanskildir í fylgiskönnunum fyrirtækjanna í aðdraganda alþingiskosninga. Innlent 22.9.2021 17:07 Skoðanakannanir fyrir kosningar valdi fjárfestum áhyggjum Íslenski hlutabréfamarkaðurinn virðist sveiflast í takt við skoðanakannanir í aðdraganda alþingiskosninga. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir fjárfesta hafa áhyggjur, hvort sem þær séu réttmætar eða ekki, af stjórnvöldum sem hyggi á þrálátri skuldasöfnun ríkissjóðs sem leiði til hækkunar stýrivaxta. Viðskipti innlent 20.9.2021 11:52 Mælanleg vinstri sveifla viku fyrir kosningar Greinilega sveiflu til vinstri má sjá í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR sem gerð var í samstarfi við Morgunblaðið og mbl.is. Eykst fylgi Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Sósíalista milli kannanna á sama tíma og fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar töluvert. Innlent 18.9.2021 07:29 Einungis um annar hver kjósandi kynnt sér frambjóðendur að ráði Nú þegar um vika er í kosningar hefur um annar hver kjósandi varla kynnt sér frambjóðendur samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Þeir sem hyggjast kjósa Samfylkinguna telja sig hafa kynnt sér frambjóðendur best. Innlent 17.9.2021 11:53 Stjórnarflokkarnir með samtals 44 prósenta fylgi Ríkisstjórnarflokkarnir – Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn og Framsókn – fá samtals 44 prósenta fylgi í nýrri könnun Prósents sem unnin var fyrir Fréttablaðið. Innlent 17.9.2021 07:47 Ríkisstjórnin kolfallin samkvæmt könnun Maskínu Ríkisstjórnin er kolfallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Bylgjuna, Stöð 2 og Vísi og fengju stjórnarflokkarnir samanlagt aðeins tuttugu og níu þingmenn. Innlent 14.9.2021 12:14 Dregur úr fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýrri könnun Töluvert dregur úr fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýrri könnun sem MMR gerir fyrir Morgunblaðið og greint er frá í blaði dagsins. Innlent 13.9.2021 07:09 Bjarni með pálmann í höndunum samkvæmt könnun Formaður Sjálfstæðisflokksins er með pálmann í höndunum við myndun nýrrar ríkisstjórnar samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Ríkisstjórnin héldi velli og Miðflokkurinn næði ekki inn manni. Innlent 7.9.2021 19:46 Aukinn stuðningur við móttöku flóttafólks Tæp 40% landsmanna eru þeirrar skoðunar að fleira flóttafólk ætti að fá hæli hér á landi. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun MMR. 35% svöruðu því til að fjöldi flóttafólks væri hæfilegur, en 26% þótti of margt flóttafólk fá hér hæli. Innlent 7.9.2021 12:38 Miðflokkurinn aldrei staðið tæpar Miðflokkurinn er í mikilli hættu að detta út af þingi samkvæmt nýrri Maskínukönnun sem gerð var fyrir fréttastofu. Þar mælist flokkurinn með 4,5 prósenta fylgi. Sósíalistar eru á siglingu, með 7,9 prósenta fylgi. Innlent 7.9.2021 12:17 Níu ná manni inn en aðeins fjórir fá yfir 10 prósent Níu flokkar ná mönnum inn á Alþingi í komandi kosningum, ef marka má nýja skoðanakönnun sem MMR gerði fyrir Morgunblaðið og mbl.is. Aðeins fjórir fá meira en 10 prósent fylgi. Innlent 6.9.2021 06:38 Meira en tvöfalt fleiri á móti sjókvíaeldi en með því Almenningur er mun neikvæðari í viðhorfi sínu til laxeldis í sjókvíum við Ísland heldur en til landeldis. Ekki nema tæp 22 prósent segjast vera fremur eða mjög hlynnt sjókvíaeldi við strendur landsins. Innlent 2.9.2021 11:30 Flókið að mynda aðra ríkisstjórn en þá sem nú er við völd Ríkisstjórnin héldi naumlega velli með minnsta mögulega þingmeirihluta samkvæmt könnun MMR fyrir Morgunblaðið sem blaðið birtir í dag. Flókið yrði að mynda aðrar ríkisstjórnir en nú er við völd. Innlent 26.8.2021 06:29 Sósíalistar og Miðflokkurinn á svipuðu róli Engar marktækar breytingar urðu á fylgi stjórnmálaflokkanna á milli mánaða nema Sósíalistaflokksins í nýrri skoðanakönnun Gallup. Flokkurinn mælist nú með tæplega sjö prósenta fylgi, jafnmikið og Miðflokkurinn. Innlent 17.8.2021 15:34 Menntun og tekjur ráða miklu um stuðning við flokka Tekjur, menntun, kyn og aldur ráða miklu um stuðning við einstaka stjórnmálaflokka. Samfylkingin hefur mest fylgi hjá þeim tekjulægstu en Sjálfstæðisflokkurinn hjá þeim tekjuhæstu. Þá styðja flestar konur Vinstri græn en Sjálfstæðisflokkurinn höfðar mest til karla. Innlent 29.7.2021 19:21 Sjálfstæðisflokkur vinsælastur hjá körlum en VG hjá konum Sjálfstæðisflokkurinn nýtur yfirburða fylgis meðal karla en Vinstri græn meðal kvenna samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis. Samfylkingin hefur mesta fylgið hjá yngstu kjósendunum en elstu kjósendurnir kjósa flestir Sjálfstæðisflokkinn. Innlent 29.7.2021 11:50 Ríkisstjórnin fallin samkvæmt könnun Maskínu Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Vinstri græn eru í lykilstöðu og gætu tekið þátt í ríkisstjórnum bæði til hægri og vinstri. Innlent 28.7.2021 18:31 63,7 prósent landsmanna vilja stytta djammið varanlega Yfirgnæfandi meiri hluti landsmanna er hlynntur því að skemmtistöðum sé lokað fyrr á næturnar en gilti fyrir heimsfaraldur Covid-19. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Maskínu. Aðeins sextán prósent eru andvíg hugmyndinni. Innlent 26.7.2021 20:16 Ríkisstjórnin hangir á galla kosningakerfisins Píratar og Samfylking missa þingmann vegna ójöfnuðar kosningakerfisins. Framsóknar og Sjálfstæðisflokkur hagnast á kjördæmakerfinu sem því nemur. Innlent 23.7.2021 13:54 Jafnasta kynjahlutfallið er hjá kjósendum Miðflokks og Pírata Kynjahlutföll kjósenda Miðflokks og Pírata eru nánast jöfn. Mestu munar hjá Vinstri grænum en fjórar konur kjósa flokkinn fyrir hvern karlmann. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem MMR gerði í samstarfi við Morgunblaðið. Innlent 20.7.2021 06:54 Konur hrifnari af sósíalisma en karlar Í nýrri könnun sem MMR gerði fyrir Sósíalistaflokk Íslands, kemur fram að afstaða Íslendinga er almennt jákvæðari gagnvart sósíalisma en kapítalisma. Innlent 16.7.2021 10:50 Ný könnun MMR og Moggans: Níu flokkar á þingi og ríkisstjórnin félli Ríkisstjórnin nýtur stuðnings meirihluta þjóðarinnar en næði ekki meirihluta á Alþingi í haust ef marka má nýja könnun MMR fyrir Morgunblaðið. Níu flokkar ná fólki á þing. Fylgi flokka dreifist það mikið að þrír flokkar gætu ekki náð meirihluta þingmanna og myndað meirihlutastjórn. Innlent 16.7.2021 06:50 « ‹ 9 10 11 12 13 14 15 … 15 ›
Framsókn í bókstaflegri framsókn Mikil hreyfing er enn á fylgi flokkanna en samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Stöð 2, Vísi og Bylgjuna myndi ríkisstjórnin sem var fallin í gær fá lágmarksmeirihluta á Alþingi í kosningunum á morgun. Innlent 24.9.2021 18:50
Ný Maskínukönnun: Ríkisstjórnin nær til sín tveimur þingmönnum og heldur velli Framsóknarflokkurinn mælist með 15,4 prósenta fylgi í nýrri Maskínukönnun fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Fyrir vikið fengi flokkurinn ellefu þingmenn og er næststærsti flokkur landsins. Innlent 24.9.2021 16:39
Katrín um skoðanakönnun Maskínu: Erum ekki að uppskera sama og síðast Forystufólk stjórnmálaflokkanna var missátt við niðurstöðu skoðanakönnunar Maskínu sem birt var í kvöldfréttum Stöðvar 2, þegar þau voru spurð út málið í leiðtogaumræðunum sem standa nú yfir. Öll voru þau þó bjartsýn með framhaldið. Innlent 23.9.2021 20:14
Ný Maskínukönnun: Hvorki ríkisstjórnin né Reykjavíkurmódelið ná meirihluta Ef úrslit kosninganna á laugardag verða eins og í könnun Maskínu fyrir fréttastofuna væri Sjálfstæðisflokkurinn að fá sögulega útreið með 20,6 prósent atkvæða. Flokkur forsætisráðherrans, Katrínar Jakobsdóttur, væri líka að tapa verulegu fylgi frá síðustu kosningum með 11,5 prósent. Könnun Maskínu var gerð 15.-22. september og tóku tæplega sex þúsund afstöðu. Innlent 23.9.2021 19:00
Fylgi Katrínar meira en næstu þriggja samanlagt Þegar landsmenn eru spurðir að því hvern af leiðtogum stjórnmálaflokkanna þeir vilji sjá sem næsta forsætisráðherra þá svara 36 prósent þeirra: Katrín Jakobsdóttir. Þetta kemur fram í nýrri Maskínukönnun. Innlent 23.9.2021 17:27
Jafnmargir treysta Katrínu mikið og treysta Bjarna lítið Yfir helmingur landsmanna segjast bera mikið traust til Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra og yfir þriðjungur til Sigurðar Inga Jóhannssonar, formanns Framsóknarflokksins. Bjarni Benediktsson er í þriðja sæti yfir þá sem landsmenn treysta þótt enn fleiri beri lítið traust til hans. Innlent 23.9.2021 12:16
Stjórnarflokkarnir með 43 prósent samkvæmt nýrri könnun Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 20 prósenta fylgi í nýrri könnun sem rannsóknafyrirtækið Prósent gerði fyrir Fréttablaðið og birt er í dag. Flokkurinn tapar rúmu prósenti frá síðustu könnun blaðsins en er þó enn stærsti flokkur landsins. Innlent 23.9.2021 06:54
Vinstri sveiflan snýst við Fylgi Sjálfstæðisflokksins hefur aukist nokkuð á undanfarinni viku samkvæmt nýrri könnun MMR fyrir Morgunblaðið og mbl.is sem kynnt var í dag. Fylgi flokksins hefur aukist um 1,5 prósent síðan á föstudaginn í síðustu viku en vinstri flokkar virðast hafa misst dampinn miðað við síðustu könnun MMR. Innlent 22.9.2021 17:29
Hafna alfarið sögusögnum um að eldra fólk sé undanskilið Gallup, Maskína og MMR hafna því að eldri aldurshópar séu undanskildir í fylgiskönnunum fyrirtækjanna í aðdraganda alþingiskosninga. Innlent 22.9.2021 17:07
Skoðanakannanir fyrir kosningar valdi fjárfestum áhyggjum Íslenski hlutabréfamarkaðurinn virðist sveiflast í takt við skoðanakannanir í aðdraganda alþingiskosninga. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir fjárfesta hafa áhyggjur, hvort sem þær séu réttmætar eða ekki, af stjórnvöldum sem hyggi á þrálátri skuldasöfnun ríkissjóðs sem leiði til hækkunar stýrivaxta. Viðskipti innlent 20.9.2021 11:52
Mælanleg vinstri sveifla viku fyrir kosningar Greinilega sveiflu til vinstri má sjá í niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar MMR sem gerð var í samstarfi við Morgunblaðið og mbl.is. Eykst fylgi Vinstri grænna, Samfylkingar, Pírata og Sósíalista milli kannanna á sama tíma og fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar töluvert. Innlent 18.9.2021 07:29
Einungis um annar hver kjósandi kynnt sér frambjóðendur að ráði Nú þegar um vika er í kosningar hefur um annar hver kjósandi varla kynnt sér frambjóðendur samkvæmt nýrri Maskínukönnun. Þeir sem hyggjast kjósa Samfylkinguna telja sig hafa kynnt sér frambjóðendur best. Innlent 17.9.2021 11:53
Stjórnarflokkarnir með samtals 44 prósenta fylgi Ríkisstjórnarflokkarnir – Sjálfstæðisflokkurinn, Vinstri græn og Framsókn – fá samtals 44 prósenta fylgi í nýrri könnun Prósents sem unnin var fyrir Fréttablaðið. Innlent 17.9.2021 07:47
Ríkisstjórnin kolfallin samkvæmt könnun Maskínu Ríkisstjórnin er kolfallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir Bylgjuna, Stöð 2 og Vísi og fengju stjórnarflokkarnir samanlagt aðeins tuttugu og níu þingmenn. Innlent 14.9.2021 12:14
Dregur úr fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýrri könnun Töluvert dregur úr fylgi Sjálfstæðisflokksins í nýrri könnun sem MMR gerir fyrir Morgunblaðið og greint er frá í blaði dagsins. Innlent 13.9.2021 07:09
Bjarni með pálmann í höndunum samkvæmt könnun Formaður Sjálfstæðisflokksins er með pálmann í höndunum við myndun nýrrar ríkisstjórnar samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Ríkisstjórnin héldi velli og Miðflokkurinn næði ekki inn manni. Innlent 7.9.2021 19:46
Aukinn stuðningur við móttöku flóttafólks Tæp 40% landsmanna eru þeirrar skoðunar að fleira flóttafólk ætti að fá hæli hér á landi. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun MMR. 35% svöruðu því til að fjöldi flóttafólks væri hæfilegur, en 26% þótti of margt flóttafólk fá hér hæli. Innlent 7.9.2021 12:38
Miðflokkurinn aldrei staðið tæpar Miðflokkurinn er í mikilli hættu að detta út af þingi samkvæmt nýrri Maskínukönnun sem gerð var fyrir fréttastofu. Þar mælist flokkurinn með 4,5 prósenta fylgi. Sósíalistar eru á siglingu, með 7,9 prósenta fylgi. Innlent 7.9.2021 12:17
Níu ná manni inn en aðeins fjórir fá yfir 10 prósent Níu flokkar ná mönnum inn á Alþingi í komandi kosningum, ef marka má nýja skoðanakönnun sem MMR gerði fyrir Morgunblaðið og mbl.is. Aðeins fjórir fá meira en 10 prósent fylgi. Innlent 6.9.2021 06:38
Meira en tvöfalt fleiri á móti sjókvíaeldi en með því Almenningur er mun neikvæðari í viðhorfi sínu til laxeldis í sjókvíum við Ísland heldur en til landeldis. Ekki nema tæp 22 prósent segjast vera fremur eða mjög hlynnt sjókvíaeldi við strendur landsins. Innlent 2.9.2021 11:30
Flókið að mynda aðra ríkisstjórn en þá sem nú er við völd Ríkisstjórnin héldi naumlega velli með minnsta mögulega þingmeirihluta samkvæmt könnun MMR fyrir Morgunblaðið sem blaðið birtir í dag. Flókið yrði að mynda aðrar ríkisstjórnir en nú er við völd. Innlent 26.8.2021 06:29
Sósíalistar og Miðflokkurinn á svipuðu róli Engar marktækar breytingar urðu á fylgi stjórnmálaflokkanna á milli mánaða nema Sósíalistaflokksins í nýrri skoðanakönnun Gallup. Flokkurinn mælist nú með tæplega sjö prósenta fylgi, jafnmikið og Miðflokkurinn. Innlent 17.8.2021 15:34
Menntun og tekjur ráða miklu um stuðning við flokka Tekjur, menntun, kyn og aldur ráða miklu um stuðning við einstaka stjórnmálaflokka. Samfylkingin hefur mest fylgi hjá þeim tekjulægstu en Sjálfstæðisflokkurinn hjá þeim tekjuhæstu. Þá styðja flestar konur Vinstri græn en Sjálfstæðisflokkurinn höfðar mest til karla. Innlent 29.7.2021 19:21
Sjálfstæðisflokkur vinsælastur hjá körlum en VG hjá konum Sjálfstæðisflokkurinn nýtur yfirburða fylgis meðal karla en Vinstri græn meðal kvenna samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofu Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis. Samfylkingin hefur mesta fylgið hjá yngstu kjósendunum en elstu kjósendurnir kjósa flestir Sjálfstæðisflokkinn. Innlent 29.7.2021 11:50
Ríkisstjórnin fallin samkvæmt könnun Maskínu Ríkisstjórnin er fallin samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Vinstri græn eru í lykilstöðu og gætu tekið þátt í ríkisstjórnum bæði til hægri og vinstri. Innlent 28.7.2021 18:31
63,7 prósent landsmanna vilja stytta djammið varanlega Yfirgnæfandi meiri hluti landsmanna er hlynntur því að skemmtistöðum sé lokað fyrr á næturnar en gilti fyrir heimsfaraldur Covid-19. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun Maskínu. Aðeins sextán prósent eru andvíg hugmyndinni. Innlent 26.7.2021 20:16
Ríkisstjórnin hangir á galla kosningakerfisins Píratar og Samfylking missa þingmann vegna ójöfnuðar kosningakerfisins. Framsóknar og Sjálfstæðisflokkur hagnast á kjördæmakerfinu sem því nemur. Innlent 23.7.2021 13:54
Jafnasta kynjahlutfallið er hjá kjósendum Miðflokks og Pírata Kynjahlutföll kjósenda Miðflokks og Pírata eru nánast jöfn. Mestu munar hjá Vinstri grænum en fjórar konur kjósa flokkinn fyrir hvern karlmann. Þetta sýna niðurstöður könnunar sem MMR gerði í samstarfi við Morgunblaðið. Innlent 20.7.2021 06:54
Konur hrifnari af sósíalisma en karlar Í nýrri könnun sem MMR gerði fyrir Sósíalistaflokk Íslands, kemur fram að afstaða Íslendinga er almennt jákvæðari gagnvart sósíalisma en kapítalisma. Innlent 16.7.2021 10:50
Ný könnun MMR og Moggans: Níu flokkar á þingi og ríkisstjórnin félli Ríkisstjórnin nýtur stuðnings meirihluta þjóðarinnar en næði ekki meirihluta á Alþingi í haust ef marka má nýja könnun MMR fyrir Morgunblaðið. Níu flokkar ná fólki á þing. Fylgi flokka dreifist það mikið að þrír flokkar gætu ekki náð meirihluta þingmanna og myndað meirihlutastjórn. Innlent 16.7.2021 06:50